1000 ráðstefnugestir á tímum COVID Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Inga Rós Antoníusdóttir skrifa 14. maí 2020 08:00 „Fletjum kúrfuna“ sagði Signe Jungersted, framkvæmdastjóri Group Nao, en átti þar til tilbreytingar ekki við Covid-kúrfuna heldur mikilvægi þess að dreifa fjölda ferðamanna sem víðast og jafnast yfir árið. Þannig væri ágangur ferðamanna alltaf undir þolmörkum og við ekki jafn háð einni árstíð umfram aðra. „Þegar þessu lýkur mun fólk hafa sterkari löngun til að ferðast á víðáttumeiri staði þar sem hægt er að forðast mikinn mannfjölda og njóta einverunnar“ og benti þar á sterka samkeppnisstöðu Íslands sem áfangastaðar. Þann 8. maí, sl. fór Iceland Travel Tech ráðstefnan fram í annað sinn, en nú alfarið í stafrænum heimi. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Sækjum fram í breyttum heimi! Upprunalega átti ráðstefnan að fara fram í Hörpu, líkt og í fyrra, en vegna ástandsins gekk það ekki upp.Það kom þó aldrei til greina að aflýsa ráðstefnunni enda þörfin á hagræðingu og nýtingu tæknilausna í ferðaþjónustu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Nú var því kjörið tækifæri til að setja fordæmi og sýna og sanna að það væri hægt að breyta og bæta og halda minnst jafn góða ráðstefnu í netheimum. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum en yfir 1000 manns hlýddu á fyrirlestrana og pallborðsumræður sem fylgdu í kjölfarið. Áhorfendur gátu sent inn spurningar til fyrirlesaranna sem var svo svarað í rauntíma í lifandi pallborðsumræðum með fyrirlesurum á Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Rætt var um mikilvægi þess að eiga í lifandi samtali við viðskiptavininn og alla þá sem gætu orðið viðskiptavinir framtíðarinnar og kom Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Póstsins, með góðar ábendingar um hvernig slíkt samtal sé byggt upp og hvaða virði felist í því. „Töfrarnir við samfélagsmiðla eru að þú getur búið til þinn eigin fjölmiðil þar sem þú getur komið á framfæri því sem þú hefur fram að færa. Þín rödd, þinn persónuleiki.” Sjálfvirkni var fyrirlesurum hugleikin og benti Sigurður Svansson frá SAHARA á að margir gestir upplifðu sjálfvirkni og spjallmenni t.d. sem þjónustuaukningu en ekki skerðingu eins og margir stjórnendur óttuðust og greip Steinar Atli Skarphéðinsson boltann og minnti áheyrendur á að sjálfvirkar lausnir væru oft á tíðum talsvert hagstæðari en fólk gerði sér grein fyrir. „Þú getur tekið hvaða spjaldtölvu sem er, tengt við posa og leyft gestinum að tékka sig inn sjálfur“, benti hann á máli sínu til stuðnings. Þessi mikli fjöldi þátttakenda sýnir að íslensk ferðaþjónusta horfir til framtíðar, hugsar í lausnum og veit að í tækninni felast mörg vannýtt tækifæri. Aldrei hefði nokkurn geta órað fyrir því hversu breytt umhverfi ferðaþjónustufyrirtækja yrði nú frá því sem við þekktum þegar fyrsta Iceland Travel Tech var haldið í fyrra og við erum óneitanlega spenntar að sjá hvernig heimsmyndin verður þegar næsta ráðstefna verður haldin, 6.maí. 2021. Stefnt er að því að Iceland Travel Tech að ári verði sambland af stafrænni ráðstefnu og sýningu í raunheimum og með alþjóðlegra sniði en hingað til hefur verið, enda tækifærin ótakmörkuð þegar búið er að sanna að hægt sé að hafa lifandi ráðstefnu og umræður án þess að allir séu á sama stað. Eins og Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Svartatinds, sem fjallaði um nýsköpun, sagði, þá skortir svo sannarlega ekki nýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu en það hefur kannski skort aðgengi tæknifyrirtækja að greininni. Það er markmið okkar, Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans, að byggja brýr og auðvelda þetta aðgengi. Við gerum orð ráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, að okkar lokaorðum: „Nú skiptir máli að endurstilla fókusinn, hvað við viljum og hvernig við sækjum það. Ég held að þetta sé tækifæri til þess að huga vel að því að vera ekki allt fyrir alla heldur hugleiða það í sameiningu hverskonar ferðaþjónustuland við viljum vera.“ Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
„Fletjum kúrfuna“ sagði Signe Jungersted, framkvæmdastjóri Group Nao, en átti þar til tilbreytingar ekki við Covid-kúrfuna heldur mikilvægi þess að dreifa fjölda ferðamanna sem víðast og jafnast yfir árið. Þannig væri ágangur ferðamanna alltaf undir þolmörkum og við ekki jafn háð einni árstíð umfram aðra. „Þegar þessu lýkur mun fólk hafa sterkari löngun til að ferðast á víðáttumeiri staði þar sem hægt er að forðast mikinn mannfjölda og njóta einverunnar“ og benti þar á sterka samkeppnisstöðu Íslands sem áfangastaðar. Þann 8. maí, sl. fór Iceland Travel Tech ráðstefnan fram í annað sinn, en nú alfarið í stafrænum heimi. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Sækjum fram í breyttum heimi! Upprunalega átti ráðstefnan að fara fram í Hörpu, líkt og í fyrra, en vegna ástandsins gekk það ekki upp.Það kom þó aldrei til greina að aflýsa ráðstefnunni enda þörfin á hagræðingu og nýtingu tæknilausna í ferðaþjónustu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Nú var því kjörið tækifæri til að setja fordæmi og sýna og sanna að það væri hægt að breyta og bæta og halda minnst jafn góða ráðstefnu í netheimum. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum en yfir 1000 manns hlýddu á fyrirlestrana og pallborðsumræður sem fylgdu í kjölfarið. Áhorfendur gátu sent inn spurningar til fyrirlesaranna sem var svo svarað í rauntíma í lifandi pallborðsumræðum með fyrirlesurum á Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Rætt var um mikilvægi þess að eiga í lifandi samtali við viðskiptavininn og alla þá sem gætu orðið viðskiptavinir framtíðarinnar og kom Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Póstsins, með góðar ábendingar um hvernig slíkt samtal sé byggt upp og hvaða virði felist í því. „Töfrarnir við samfélagsmiðla eru að þú getur búið til þinn eigin fjölmiðil þar sem þú getur komið á framfæri því sem þú hefur fram að færa. Þín rödd, þinn persónuleiki.” Sjálfvirkni var fyrirlesurum hugleikin og benti Sigurður Svansson frá SAHARA á að margir gestir upplifðu sjálfvirkni og spjallmenni t.d. sem þjónustuaukningu en ekki skerðingu eins og margir stjórnendur óttuðust og greip Steinar Atli Skarphéðinsson boltann og minnti áheyrendur á að sjálfvirkar lausnir væru oft á tíðum talsvert hagstæðari en fólk gerði sér grein fyrir. „Þú getur tekið hvaða spjaldtölvu sem er, tengt við posa og leyft gestinum að tékka sig inn sjálfur“, benti hann á máli sínu til stuðnings. Þessi mikli fjöldi þátttakenda sýnir að íslensk ferðaþjónusta horfir til framtíðar, hugsar í lausnum og veit að í tækninni felast mörg vannýtt tækifæri. Aldrei hefði nokkurn geta órað fyrir því hversu breytt umhverfi ferðaþjónustufyrirtækja yrði nú frá því sem við þekktum þegar fyrsta Iceland Travel Tech var haldið í fyrra og við erum óneitanlega spenntar að sjá hvernig heimsmyndin verður þegar næsta ráðstefna verður haldin, 6.maí. 2021. Stefnt er að því að Iceland Travel Tech að ári verði sambland af stafrænni ráðstefnu og sýningu í raunheimum og með alþjóðlegra sniði en hingað til hefur verið, enda tækifærin ótakmörkuð þegar búið er að sanna að hægt sé að hafa lifandi ráðstefnu og umræður án þess að allir séu á sama stað. Eins og Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Svartatinds, sem fjallaði um nýsköpun, sagði, þá skortir svo sannarlega ekki nýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu en það hefur kannski skort aðgengi tæknifyrirtækja að greininni. Það er markmið okkar, Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans, að byggja brýr og auðvelda þetta aðgengi. Við gerum orð ráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, að okkar lokaorðum: „Nú skiptir máli að endurstilla fókusinn, hvað við viljum og hvernig við sækjum það. Ég held að þetta sé tækifæri til þess að huga vel að því að vera ekki allt fyrir alla heldur hugleiða það í sameiningu hverskonar ferðaþjónustuland við viljum vera.“ Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun