Af aflögufærum fyrirtækjum Drífa Snædal skrifar 3. apríl 2020 19:45 Misjafnt hafast fyrirtækin að þessa dagana og misjöfn er staða þeirra. Brim ákveður að greiða út 1800 milljónir í arð á sama tíma og Nettó veitir starfsfólki sínu kaupauka. Verslunarfólk eins og fleiri er undir gríðarlegu álagi og það reynist mörgum erfitt að mæta í vinnuna þessa dagana vegna sýkingarhættu. Brim er eitt þeirra fyrirtækja sem er talið þjóðhagslega mikilvægt og starfar þess vegna á undanþágu frá samkomubanninu. Starfsfólk þar leggur sig því í meiri hættu en aðrir þar sem fólk er að umgangast fleiri í vinnunni en heilbrigðisyfirvöld telja almennt skynsamlegt. Að virða það við starfsfólk væri nærtækara en huga að arðgreiðslum á þessum tímum. Að þrýsta á um flatar lækkanir mótframlags í lífeyrissjóð eða frystingu launahækkana fyrir allan vinnumarkaðinn er með miklum ólíkindum. Sum fyrirtæki þurfa vissulega stuðning á meðan önnur eru sannanlega aflögufær. Við þurfum nú að anda rólega og vera þess fullviss að þau úrræði sem þegar hefur verið gripið til nýtist fyrirtækjum og launafólki með sanngjörnum hætti. Á fundi sínum í dag samþykkti miðstjórn ASÍ áskorun til stjórnvalda að tryggja afkomu viðkvæmra hópa sem núverandi úrræði vegna Covid-19 grípa ekki. Þetta er fólk sem þarf að fara í sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma, barnshafandi konur og fólk sem verður tekjulaust vegna samkomubannsins. ASÍ hefur áður vakið athygli stöðu þessara hópa. Nú þurfa stjórnvöld að bregðast hratt og örugglega við. Farið vel með ykkur og góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Misjafnt hafast fyrirtækin að þessa dagana og misjöfn er staða þeirra. Brim ákveður að greiða út 1800 milljónir í arð á sama tíma og Nettó veitir starfsfólki sínu kaupauka. Verslunarfólk eins og fleiri er undir gríðarlegu álagi og það reynist mörgum erfitt að mæta í vinnuna þessa dagana vegna sýkingarhættu. Brim er eitt þeirra fyrirtækja sem er talið þjóðhagslega mikilvægt og starfar þess vegna á undanþágu frá samkomubanninu. Starfsfólk þar leggur sig því í meiri hættu en aðrir þar sem fólk er að umgangast fleiri í vinnunni en heilbrigðisyfirvöld telja almennt skynsamlegt. Að virða það við starfsfólk væri nærtækara en huga að arðgreiðslum á þessum tímum. Að þrýsta á um flatar lækkanir mótframlags í lífeyrissjóð eða frystingu launahækkana fyrir allan vinnumarkaðinn er með miklum ólíkindum. Sum fyrirtæki þurfa vissulega stuðning á meðan önnur eru sannanlega aflögufær. Við þurfum nú að anda rólega og vera þess fullviss að þau úrræði sem þegar hefur verið gripið til nýtist fyrirtækjum og launafólki með sanngjörnum hætti. Á fundi sínum í dag samþykkti miðstjórn ASÍ áskorun til stjórnvalda að tryggja afkomu viðkvæmra hópa sem núverandi úrræði vegna Covid-19 grípa ekki. Þetta er fólk sem þarf að fara í sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma, barnshafandi konur og fólk sem verður tekjulaust vegna samkomubannsins. ASÍ hefur áður vakið athygli stöðu þessara hópa. Nú þurfa stjórnvöld að bregðast hratt og örugglega við. Farið vel með ykkur og góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar