Af aflögufærum fyrirtækjum Drífa Snædal skrifar 3. apríl 2020 19:45 Misjafnt hafast fyrirtækin að þessa dagana og misjöfn er staða þeirra. Brim ákveður að greiða út 1800 milljónir í arð á sama tíma og Nettó veitir starfsfólki sínu kaupauka. Verslunarfólk eins og fleiri er undir gríðarlegu álagi og það reynist mörgum erfitt að mæta í vinnuna þessa dagana vegna sýkingarhættu. Brim er eitt þeirra fyrirtækja sem er talið þjóðhagslega mikilvægt og starfar þess vegna á undanþágu frá samkomubanninu. Starfsfólk þar leggur sig því í meiri hættu en aðrir þar sem fólk er að umgangast fleiri í vinnunni en heilbrigðisyfirvöld telja almennt skynsamlegt. Að virða það við starfsfólk væri nærtækara en huga að arðgreiðslum á þessum tímum. Að þrýsta á um flatar lækkanir mótframlags í lífeyrissjóð eða frystingu launahækkana fyrir allan vinnumarkaðinn er með miklum ólíkindum. Sum fyrirtæki þurfa vissulega stuðning á meðan önnur eru sannanlega aflögufær. Við þurfum nú að anda rólega og vera þess fullviss að þau úrræði sem þegar hefur verið gripið til nýtist fyrirtækjum og launafólki með sanngjörnum hætti. Á fundi sínum í dag samþykkti miðstjórn ASÍ áskorun til stjórnvalda að tryggja afkomu viðkvæmra hópa sem núverandi úrræði vegna Covid-19 grípa ekki. Þetta er fólk sem þarf að fara í sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma, barnshafandi konur og fólk sem verður tekjulaust vegna samkomubannsins. ASÍ hefur áður vakið athygli stöðu þessara hópa. Nú þurfa stjórnvöld að bregðast hratt og örugglega við. Farið vel með ykkur og góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Misjafnt hafast fyrirtækin að þessa dagana og misjöfn er staða þeirra. Brim ákveður að greiða út 1800 milljónir í arð á sama tíma og Nettó veitir starfsfólki sínu kaupauka. Verslunarfólk eins og fleiri er undir gríðarlegu álagi og það reynist mörgum erfitt að mæta í vinnuna þessa dagana vegna sýkingarhættu. Brim er eitt þeirra fyrirtækja sem er talið þjóðhagslega mikilvægt og starfar þess vegna á undanþágu frá samkomubanninu. Starfsfólk þar leggur sig því í meiri hættu en aðrir þar sem fólk er að umgangast fleiri í vinnunni en heilbrigðisyfirvöld telja almennt skynsamlegt. Að virða það við starfsfólk væri nærtækara en huga að arðgreiðslum á þessum tímum. Að þrýsta á um flatar lækkanir mótframlags í lífeyrissjóð eða frystingu launahækkana fyrir allan vinnumarkaðinn er með miklum ólíkindum. Sum fyrirtæki þurfa vissulega stuðning á meðan önnur eru sannanlega aflögufær. Við þurfum nú að anda rólega og vera þess fullviss að þau úrræði sem þegar hefur verið gripið til nýtist fyrirtækjum og launafólki með sanngjörnum hætti. Á fundi sínum í dag samþykkti miðstjórn ASÍ áskorun til stjórnvalda að tryggja afkomu viðkvæmra hópa sem núverandi úrræði vegna Covid-19 grípa ekki. Þetta er fólk sem þarf að fara í sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma, barnshafandi konur og fólk sem verður tekjulaust vegna samkomubannsins. ASÍ hefur áður vakið athygli stöðu þessara hópa. Nú þurfa stjórnvöld að bregðast hratt og örugglega við. Farið vel með ykkur og góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar