Sagði söguna af því hvernig Gylfi endaði sem liðsfélagi Firmino hjá Hoffenheim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson átti mjög gott 2010-11 tímabil með þýska liðinu Hoffenheim og fagnar hér einu af tíu mörkum sínum. Getty/Thorsten Wagner Margir stuðningsmenn Reading segja að Gylfi Þór Sigurðsson sé besti leikmaðurinn sem þeir sáu spila fyrir félagið og þeir sömu skilja ekki hversu lítið félagið fékk fyrir hann á sínum tíma. Blaðamaður Reading Chronicle kafaði ofan í söguna á bak við það hvernig Reading gat selt sinn besta leikmann og fengið minna fyrir hann en þeir fengu fyrir leikmann að nafni Matt Mills aðeins ári síðar. Adam Goodwin á Reading Chronicle ákvað að heyra í manninum sem átti mestan þátt í því að Hoffenheim keypi Gylfa í lok ágúst 2010. Gylfi Þór Sigurðsson kom fyrst til Reading þegar hann var sextán ára og eyddi næstu fjórum árum hjá félaginu ásamt því að vera lánaður tvisvar. EXCLUSIVE: The story behind Gylfi Sigurdsson s move to Hoffenheim - from the man who signed him https://t.co/5WOywB81vX— Reading Chronicle (@rdgchronicle) May 13, 2020 Besta tímabil Gylfa hjá Reading var án vafa tímabilið 2009-10 þegar hann skoraði tuttugu mörk í öllum keppnum þar á meðal frægt mark á móti Liverpool í enska bikarnum. Gylfi hafði stimplað sig inn en margir klóra sér höfðinu yfir þvi hvernig þýska liðinu Hoffenheim tókst að kaupa hann á aðeins 5,5 milljónir punda sumarið á eftir. Ernst Tanner, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hoffenheim, var maðurinn á bak við kaupin og hann fór yfir það í nýju viðtali hvernig Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður Hoffenheim fyrir tíu árum síðan. Roberto Firmino og Gylfi Þór Sigurðsson voru samherjar hjá TSG 1899 Hoffenheim áður en þeir skiptu síðan báðir yfir í ensku úrvalsdeildina.EPA/MARIJAN MURAT Hreifst af Gylfa í Kaplakrika Ernst Tanner sá Gylfa fyrst fyrir alvöru þegar hann mætti á frægan leik 21 árs liða Íslands og Þýskalands í undankeppni EM í Kaplakrika í ágúst 2010. Leik sem íslensku strákarnir unnu 4-1. Gylfi skoraði beint úr aukaspyrnu í leiknum og lagði að auki upp eitt mark. „Ég fór til að horfa á þýska 21 árs liðið spila til að skoða nokkra leikmenn. Ég var að skoða Andre Schurrle og Sebastian Rudy af því að við höfðum áhuga á þeim en svo fór að þeir spiluðu ekki þennan leik,“ sagði Ernst Tanner. „Ég kom til baka og Ralf Rangnick, sem var knattspyrnustjóri Hoffenheim á þeim tíma, var að spyrja mig út í aðra leikmenn. Þýska liðið hafði tapað þessum leik á móti Íslandi og ég sagði honum að það væri nokkrir virkilega góðir leikmenn í íslenska liðinu,“ sagði Tanner. Ernst Tanner scouting Gylfi Sigurðsson for Hoffenheim: Germany had lost against Iceland in an under-21 European qualifier and I told Ralf that the Icelandic team had a few really good players. I told him that their best player was Gylfi Sigurðsson. [via: @AdamGoodwin__] pic.twitter.com/mqCseKGGCx— Talk Reading (@TalkReading) May 13, 2020 „Ég sagði honum að besti leikmaður liðsins væri Gylfi Sigurðsson en að hann væri á samningi hjá Reading í ensku b-deildinni. Ralf sagði: Reading? Sonur minn er í skóla þar. Við skulum spyrja hann og fá að vita hvort hann geti komist að einhverju um hann,“ sagði Tanner. „Sonur hans spurði vini sína og þeir sögðu að Gylfi væri einn efnilegasti leikmaður Reading í mjög langan tíma,“ sagði Tanner. Eigandi Reading vildi endilega selja leikmann Kevin Rangnick, sonur Ralf, var í Bradfield háskólanum á þessum tíma og komst að ýmsu um Gylfa ekki síst hvað varðar karakterinn og persónuleika hans. Allt var það jákvætt. „Við ræddum síðan við umboðsmanninn hans og hann sagði að þetta gæti gengið upp því eigandi Reading vildi endilega selja leikmann,“ sagði Tanner. Sky Sources: Tottenham confident of signing Hoffenheim midfielder Gylfi Sigurdsson ahead of Liverpool and Swansea. #SSN #THFC #LFC #SCFC— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 26, 2012 „Við fórum í viðræður en við höfðum ekki mikinn tíma því glugginn var að lokast. Ég held að við höfum náð að klára félagsskiptin aðeins nokkrum mínútum áður en glugginn lokaði. Við vorum á fullu allan daginn að klára þetta og viðræður voru enn í gangi. Þetta endaði með að við kláruðum þetta tíu mínútum fyrir miðnætti,“ sagði Tanner. Reading fékk heldur ekkert frá Hoffenheim þegar þýska liðið seldi Gylfa til Tottenham fyrir níu milljónir punda árið 2012. Reading tókst heldur ekki að kaupa Gylfa aftur þrátt fyrir mikinn áhuga. Hann endaði á að fara til Swansea. Kusu Gylfa leikmann ársins Gylfi spilaði hjá Hoffenhim með mönnum eins og David Alaba, Ryan Babel og Roberto Firmino og átti mjög gott fyrsta tímabil. Gylfi skoraði tíu mörk og gaf tvær stoðsendingar þrátt fyrir að vera aðeins í byrjunarliðinu í þrettán leikjum. Stuðningsmenn Hoffenheim voru það ánægðir með íslenska strákinn að þeir kusu hann leikmann ársins tímabilið 2010-11. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea en hann kom þangað fyrst í láni frá Hoffenheim.vísir/getty „Við spiluðum ákveðinn leikstíl hjá Hoffenheim og hann hentaði Gylfa vel. Hann er vinnusamur. Ég man þegar hann hljóp fjórtán kílómetra í einum leiknum og við þurftum að tala um það við hann að halda stöðunni betur í stað þess að hlaupa út um allan völl,“ sagði Tanner. Gylfi hefur einn stóran galla „Gylfi hefur einn stóran galla og það er að hann er ekki fljótur. Hann er með frábæra tækni, góða yfirsýn, leik leikinn vel og kann að skora. Aukaspyrnur hans eru magnaðar og mikið vopn. Hann getur líka skotið með báðum fótum sem er mikill kostur,“ sagði Tanner. „Ég tel bara að hann geti ekki spilað með einu af bestu liðunum af því að hann hefur ekki hraða,“ sagði Tanner. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Margir stuðningsmenn Reading segja að Gylfi Þór Sigurðsson sé besti leikmaðurinn sem þeir sáu spila fyrir félagið og þeir sömu skilja ekki hversu lítið félagið fékk fyrir hann á sínum tíma. Blaðamaður Reading Chronicle kafaði ofan í söguna á bak við það hvernig Reading gat selt sinn besta leikmann og fengið minna fyrir hann en þeir fengu fyrir leikmann að nafni Matt Mills aðeins ári síðar. Adam Goodwin á Reading Chronicle ákvað að heyra í manninum sem átti mestan þátt í því að Hoffenheim keypi Gylfa í lok ágúst 2010. Gylfi Þór Sigurðsson kom fyrst til Reading þegar hann var sextán ára og eyddi næstu fjórum árum hjá félaginu ásamt því að vera lánaður tvisvar. EXCLUSIVE: The story behind Gylfi Sigurdsson s move to Hoffenheim - from the man who signed him https://t.co/5WOywB81vX— Reading Chronicle (@rdgchronicle) May 13, 2020 Besta tímabil Gylfa hjá Reading var án vafa tímabilið 2009-10 þegar hann skoraði tuttugu mörk í öllum keppnum þar á meðal frægt mark á móti Liverpool í enska bikarnum. Gylfi hafði stimplað sig inn en margir klóra sér höfðinu yfir þvi hvernig þýska liðinu Hoffenheim tókst að kaupa hann á aðeins 5,5 milljónir punda sumarið á eftir. Ernst Tanner, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hoffenheim, var maðurinn á bak við kaupin og hann fór yfir það í nýju viðtali hvernig Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður Hoffenheim fyrir tíu árum síðan. Roberto Firmino og Gylfi Þór Sigurðsson voru samherjar hjá TSG 1899 Hoffenheim áður en þeir skiptu síðan báðir yfir í ensku úrvalsdeildina.EPA/MARIJAN MURAT Hreifst af Gylfa í Kaplakrika Ernst Tanner sá Gylfa fyrst fyrir alvöru þegar hann mætti á frægan leik 21 árs liða Íslands og Þýskalands í undankeppni EM í Kaplakrika í ágúst 2010. Leik sem íslensku strákarnir unnu 4-1. Gylfi skoraði beint úr aukaspyrnu í leiknum og lagði að auki upp eitt mark. „Ég fór til að horfa á þýska 21 árs liðið spila til að skoða nokkra leikmenn. Ég var að skoða Andre Schurrle og Sebastian Rudy af því að við höfðum áhuga á þeim en svo fór að þeir spiluðu ekki þennan leik,“ sagði Ernst Tanner. „Ég kom til baka og Ralf Rangnick, sem var knattspyrnustjóri Hoffenheim á þeim tíma, var að spyrja mig út í aðra leikmenn. Þýska liðið hafði tapað þessum leik á móti Íslandi og ég sagði honum að það væri nokkrir virkilega góðir leikmenn í íslenska liðinu,“ sagði Tanner. Ernst Tanner scouting Gylfi Sigurðsson for Hoffenheim: Germany had lost against Iceland in an under-21 European qualifier and I told Ralf that the Icelandic team had a few really good players. I told him that their best player was Gylfi Sigurðsson. [via: @AdamGoodwin__] pic.twitter.com/mqCseKGGCx— Talk Reading (@TalkReading) May 13, 2020 „Ég sagði honum að besti leikmaður liðsins væri Gylfi Sigurðsson en að hann væri á samningi hjá Reading í ensku b-deildinni. Ralf sagði: Reading? Sonur minn er í skóla þar. Við skulum spyrja hann og fá að vita hvort hann geti komist að einhverju um hann,“ sagði Tanner. „Sonur hans spurði vini sína og þeir sögðu að Gylfi væri einn efnilegasti leikmaður Reading í mjög langan tíma,“ sagði Tanner. Eigandi Reading vildi endilega selja leikmann Kevin Rangnick, sonur Ralf, var í Bradfield háskólanum á þessum tíma og komst að ýmsu um Gylfa ekki síst hvað varðar karakterinn og persónuleika hans. Allt var það jákvætt. „Við ræddum síðan við umboðsmanninn hans og hann sagði að þetta gæti gengið upp því eigandi Reading vildi endilega selja leikmann,“ sagði Tanner. Sky Sources: Tottenham confident of signing Hoffenheim midfielder Gylfi Sigurdsson ahead of Liverpool and Swansea. #SSN #THFC #LFC #SCFC— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 26, 2012 „Við fórum í viðræður en við höfðum ekki mikinn tíma því glugginn var að lokast. Ég held að við höfum náð að klára félagsskiptin aðeins nokkrum mínútum áður en glugginn lokaði. Við vorum á fullu allan daginn að klára þetta og viðræður voru enn í gangi. Þetta endaði með að við kláruðum þetta tíu mínútum fyrir miðnætti,“ sagði Tanner. Reading fékk heldur ekkert frá Hoffenheim þegar þýska liðið seldi Gylfa til Tottenham fyrir níu milljónir punda árið 2012. Reading tókst heldur ekki að kaupa Gylfa aftur þrátt fyrir mikinn áhuga. Hann endaði á að fara til Swansea. Kusu Gylfa leikmann ársins Gylfi spilaði hjá Hoffenhim með mönnum eins og David Alaba, Ryan Babel og Roberto Firmino og átti mjög gott fyrsta tímabil. Gylfi skoraði tíu mörk og gaf tvær stoðsendingar þrátt fyrir að vera aðeins í byrjunarliðinu í þrettán leikjum. Stuðningsmenn Hoffenheim voru það ánægðir með íslenska strákinn að þeir kusu hann leikmann ársins tímabilið 2010-11. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea en hann kom þangað fyrst í láni frá Hoffenheim.vísir/getty „Við spiluðum ákveðinn leikstíl hjá Hoffenheim og hann hentaði Gylfa vel. Hann er vinnusamur. Ég man þegar hann hljóp fjórtán kílómetra í einum leiknum og við þurftum að tala um það við hann að halda stöðunni betur í stað þess að hlaupa út um allan völl,“ sagði Tanner. Gylfi hefur einn stóran galla „Gylfi hefur einn stóran galla og það er að hann er ekki fljótur. Hann er með frábæra tækni, góða yfirsýn, leik leikinn vel og kann að skora. Aukaspyrnur hans eru magnaðar og mikið vopn. Hann getur líka skotið með báðum fótum sem er mikill kostur,“ sagði Tanner. „Ég tel bara að hann geti ekki spilað með einu af bestu liðunum af því að hann hefur ekki hraða,“ sagði Tanner.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira