Ólíklegt að útgöngubanni verði aflétt fyrr en í lok maí Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2020 10:43 Getty/Leon Neal Ólíklegt er að útgöngubanninu sem nú gildir í Bretlandi verði lyft fyrr en í lok maí. Háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir mikilvægast að hægja á útbreiðslu veirunnar og tryggja að hægt sé að raðgreina veiruna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Útgöngubann var sett á þann 23. mars síðastliðinn og eru því nærri allir staðir þar sem fólk kemur saman lokaðir, þar á meðal veitingastaðir, barir og nærri allar búðir. Fólki er ekki heimilt að yfirgefa heimili sín nema í brýnustu nauðsyn. Bannið var sett á í von um að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu en nærri 40 þúsund smit hafa verið staðfest og 3.605 hafa látist vegna veirunnar. Einhverjir sérfræðingar telja að langtímaáhrif faraldursins á efnahagskerfið muni verða fleirum að bana í framtíðinni. „Við viljum í það minnsta tryggja að í lok maí getum við slakað á þessum hömlum, einblínt meira á tækni og að skima fyrir veirunni í stað þess að allt sé lokað eins og nú,“ sagði Neil Ferguson, prófessor í stærðfræðilegri líffræðivið Imperial háskólann í London, í samtali við BBC. Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Boris Johnson, forsætisráðherra, um stefnu og herti aðgerðir til muna. Eftir að aðgerðir voru hertar hefur skortur á öndunarvélum og vanbúnaður til að raðgreina einstaklinga verið helsti Akkilesarhæll baráttunnar gegn veirunni í Bretlandi. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Graham Medley einn helsti sérfræðingur Bretlands í sóttfræðum, sagði að hann hræddist það að Bretland hafi málað sig upp við vegg og engin skýr útgönguleið eða áætlun væri til staðar. Þá sagðist hann hræðast það að fjárhagur og heilsa margra Breta myndi fara í vaskinn vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Nærri ein milljón hefur sótt um atvinnuleysisbætur á aðeins tveimur vikum í Bretlandi og sýna tölfræðigögn fram á það að efnahagur Bretlands verði í kjölfarið verr staddur en í kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54 Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ólíklegt er að útgöngubanninu sem nú gildir í Bretlandi verði lyft fyrr en í lok maí. Háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir mikilvægast að hægja á útbreiðslu veirunnar og tryggja að hægt sé að raðgreina veiruna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Útgöngubann var sett á þann 23. mars síðastliðinn og eru því nærri allir staðir þar sem fólk kemur saman lokaðir, þar á meðal veitingastaðir, barir og nærri allar búðir. Fólki er ekki heimilt að yfirgefa heimili sín nema í brýnustu nauðsyn. Bannið var sett á í von um að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu en nærri 40 þúsund smit hafa verið staðfest og 3.605 hafa látist vegna veirunnar. Einhverjir sérfræðingar telja að langtímaáhrif faraldursins á efnahagskerfið muni verða fleirum að bana í framtíðinni. „Við viljum í það minnsta tryggja að í lok maí getum við slakað á þessum hömlum, einblínt meira á tækni og að skima fyrir veirunni í stað þess að allt sé lokað eins og nú,“ sagði Neil Ferguson, prófessor í stærðfræðilegri líffræðivið Imperial háskólann í London, í samtali við BBC. Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Boris Johnson, forsætisráðherra, um stefnu og herti aðgerðir til muna. Eftir að aðgerðir voru hertar hefur skortur á öndunarvélum og vanbúnaður til að raðgreina einstaklinga verið helsti Akkilesarhæll baráttunnar gegn veirunni í Bretlandi. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Graham Medley einn helsti sérfræðingur Bretlands í sóttfræðum, sagði að hann hræddist það að Bretland hafi málað sig upp við vegg og engin skýr útgönguleið eða áætlun væri til staðar. Þá sagðist hann hræðast það að fjárhagur og heilsa margra Breta myndi fara í vaskinn vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Nærri ein milljón hefur sótt um atvinnuleysisbætur á aðeins tveimur vikum í Bretlandi og sýna tölfræðigögn fram á það að efnahagur Bretlands verði í kjölfarið verr staddur en í kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54 Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46
Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54
Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46