Neita að draga morðákæru á hendur rússnesku systrunum til baka Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2020 08:36 Angelina Khachaturyan mætir fyrir dómara í Moskvu í september 2018. Getty Rannsakendur rússneskra lögregluyfirvalda hafa neitað að draga morðákæru á hendur þremur rússneskum systrum, sem grunaðar eru um að hafa drepið ofbeldisfullan föður sinn, til baka. Óvissa er um framhald málsins sem vakið hefur mikla athygli í landinu. Saksóknaraembættið komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Khachaturyan-systurnar hafi þurft að þola langvarandi líkamlegt og kynferðislegt ofbaldi af hálfu föður síns. Því væri rétt að líta á drápið sem „nauðsynlega sjálfsvörn“. Almennt hafði verið litið á að með því væri málinu líklegast lokið, en einn verjandi kvennanna segir nú að rannsakendur hafi hafnað afstöðu saksóknara. Beittu hníf, hamri og piparúða Khachaturyan-systurnar, þær Maria, Angelina og Krestina, stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Sjá einnig:Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Beittu þær hnífi, hamri og piparúða í árásinni, en faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Sögðu þær einnig að hann hafi oft haldið þeim föngnum á heimilinu í langan tíma í senn. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi síðustu ár.Getty Gætu átt yfir höfðu sér tuttugu ára dóm Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og beint sjónum að stöðu kvenna og hvaða úrræði væru í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Vegna málsins hefur mikið verið þrýst á að herða viðurlög vegna heimilsofbeldis í landinu. Tvær elstu systurnar gætu átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins, fari svo að málið fari fyrir dóm. Systurnar dvelja nú á ólíkum stöðum, eru frjálsar ferða sinna, en þeim er hins vegar meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast. Rússland Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Rannsakendur rússneskra lögregluyfirvalda hafa neitað að draga morðákæru á hendur þremur rússneskum systrum, sem grunaðar eru um að hafa drepið ofbeldisfullan föður sinn, til baka. Óvissa er um framhald málsins sem vakið hefur mikla athygli í landinu. Saksóknaraembættið komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Khachaturyan-systurnar hafi þurft að þola langvarandi líkamlegt og kynferðislegt ofbaldi af hálfu föður síns. Því væri rétt að líta á drápið sem „nauðsynlega sjálfsvörn“. Almennt hafði verið litið á að með því væri málinu líklegast lokið, en einn verjandi kvennanna segir nú að rannsakendur hafi hafnað afstöðu saksóknara. Beittu hníf, hamri og piparúða Khachaturyan-systurnar, þær Maria, Angelina og Krestina, stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Sjá einnig:Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Beittu þær hnífi, hamri og piparúða í árásinni, en faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Sögðu þær einnig að hann hafi oft haldið þeim föngnum á heimilinu í langan tíma í senn. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi síðustu ár.Getty Gætu átt yfir höfðu sér tuttugu ára dóm Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og beint sjónum að stöðu kvenna og hvaða úrræði væru í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Vegna málsins hefur mikið verið þrýst á að herða viðurlög vegna heimilsofbeldis í landinu. Tvær elstu systurnar gætu átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins, fari svo að málið fari fyrir dóm. Systurnar dvelja nú á ólíkum stöðum, eru frjálsar ferða sinna, en þeim er hins vegar meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast.
Rússland Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira