Sjúkraliðar í viðbragðsstöðu Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 4. apríl 2020 13:46 Margt er á huldu varðandi hegðun COVID-19 sjúkdómsins. Fjölgun staðfestra smitaðra og veikra hefur vaxið hratt. Óvissan um framhaldið er mikil. Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar standa vaktina á þessum fordæmalausu tímum, þeir eru í framlínu, í baráttunni gegn COVID-19, og þurfa að sýna sveigjanleika í starfi, fylgja nýju verklagi sem uppfært er daglega og vera í viðbragðsstöðu. Miklar og háværar raddir hafa verið uppi um starfskjör hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélag Íslands styður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttu sinni. Enda gríðarlega mikilvægt að starfsstéttir sem vinna við hjúkrun nái að semja um starfskjör sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi á, og að laun endurspegli vaktabyrgði þessara starfsstétta. Því starfskjörin eiga að skila sér í gegnum kjarasamninga. Í gær birtist tilkynning um að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fái vaktaálagsaukan framlengdan. Tilraunaverkefni Landspítala frá árinu 2017 sem náði aðeins til hjúkrunarfræðinga. Rökstuðningur á framlengingu verkefnisins nú eru sérstakar aðstæður. Vissulega er það fagnaðarefni þegar stjórnendur beita sér fyrir því að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er það óþolandi þegar stjórnendur leyfa sér að umbuna hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum. Í þrjú ár hafa stjórnendur Landspítalans umbunað hjúkrunarfræðingum með þessum vaktaálagsauka. Enginn sjúkraliði hefur notið slíkrar umbunar. Og nú hafa stjórnvöld að beiðni stjórnenda Landspítala ákveðið að viðhalda þessum greiðslum. Ósjálfrátt velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur Landspítala hafi ekki áttað sig á því að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu lykilþættir þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það séu einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga. Að skortur á fagfólki sem vinnur við hjúkrun marki báðar þessar stéttir. En hvernig hefur Landspítalinn komið fram við sjúkraliða? Hvað fá þeir? Hvað hafa þeir fengið? Í gær sendi stjórn Sjúkraliðafélags Íslands beiðni til forstöðumanna heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar um álagsgreiðslur fyrir sjúkraliða, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Enda gerir nýr kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra ráð fyrir að greiða eigi sjúkraliðum álag á tímum sem þessum. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fengu að sjálfsögðu afrit af bréfinu, enda mikilvægt að tryggja sjúkraliðum umbun fyrir að standa COVID-vaktina og vera í viðbragðsstöðu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sandra B. Franks Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Margt er á huldu varðandi hegðun COVID-19 sjúkdómsins. Fjölgun staðfestra smitaðra og veikra hefur vaxið hratt. Óvissan um framhaldið er mikil. Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar standa vaktina á þessum fordæmalausu tímum, þeir eru í framlínu, í baráttunni gegn COVID-19, og þurfa að sýna sveigjanleika í starfi, fylgja nýju verklagi sem uppfært er daglega og vera í viðbragðsstöðu. Miklar og háværar raddir hafa verið uppi um starfskjör hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélag Íslands styður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttu sinni. Enda gríðarlega mikilvægt að starfsstéttir sem vinna við hjúkrun nái að semja um starfskjör sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi á, og að laun endurspegli vaktabyrgði þessara starfsstétta. Því starfskjörin eiga að skila sér í gegnum kjarasamninga. Í gær birtist tilkynning um að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fái vaktaálagsaukan framlengdan. Tilraunaverkefni Landspítala frá árinu 2017 sem náði aðeins til hjúkrunarfræðinga. Rökstuðningur á framlengingu verkefnisins nú eru sérstakar aðstæður. Vissulega er það fagnaðarefni þegar stjórnendur beita sér fyrir því að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er það óþolandi þegar stjórnendur leyfa sér að umbuna hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum. Í þrjú ár hafa stjórnendur Landspítalans umbunað hjúkrunarfræðingum með þessum vaktaálagsauka. Enginn sjúkraliði hefur notið slíkrar umbunar. Og nú hafa stjórnvöld að beiðni stjórnenda Landspítala ákveðið að viðhalda þessum greiðslum. Ósjálfrátt velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur Landspítala hafi ekki áttað sig á því að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu lykilþættir þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það séu einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga. Að skortur á fagfólki sem vinnur við hjúkrun marki báðar þessar stéttir. En hvernig hefur Landspítalinn komið fram við sjúkraliða? Hvað fá þeir? Hvað hafa þeir fengið? Í gær sendi stjórn Sjúkraliðafélags Íslands beiðni til forstöðumanna heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar um álagsgreiðslur fyrir sjúkraliða, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Enda gerir nýr kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra ráð fyrir að greiða eigi sjúkraliðum álag á tímum sem þessum. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fengu að sjálfsögðu afrit af bréfinu, enda mikilvægt að tryggja sjúkraliðum umbun fyrir að standa COVID-vaktina og vera í viðbragðsstöðu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar