Komu fólki til aðstoðar vegna ófærðar í alla nótt Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 09:39 Flest verkefni Landsbjargar í nótt sneru að ófærð. Landsbjörg Björgunarsveitafólk Landsbjargar hafði í nógu að snúast í nótt og voru um 50 manns að störfum fram á morgun. Flest verkefni þeirra sneru að ófærð og var mikið að gera á Suðurhluta landsins. Enn eru að berast tilkynningar um ökumenn í vandræðum. Fólk er hvatt til að forðast öll óþarfa ferðalög. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir verkefnin oft hafa verið fleiri. Þau hafi hins vegar gengið hægt og það hafi verið björgunarsveitafólki erfitt að komast á leiðarenda. Snjókoma hafi verið mikil, skyggni ekkert og ófærðin eftir því. Einhverja bíla þurfti að skilja eftir og koma ökumönnum í skjól. Fjórir voru til að mynda fluttir í fjöldahjálparstöð á Laugarvatni. Þar lauk björgunarsveitafólk störfum um klukkan sex í morgun. Þá voru einnig útköll vegna ófærðar á Hellisheiði og Suðurstrandavegi. Sjá einnig: Aftakaveður í dag og ófært víða Í morgun var kallað eftir aðstoð við að koma heilbrigðisstarfsfólki til og frá vinnu á Suðurlandi, í Hveragerði og á Selfossi. Þar er ófærð mikil innanbæjar. Lögreglan á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður þar og biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni þar sem er mjög þungfært. Upp úr klukkan sjö í morgun var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurnesjum. Þar höfðu ökumenn lent í vandræðum vegna innanbæjarófærðar. Þar að auki bárust tilkynningar um foktjón á Siglufirði. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55 Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20 Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Björgunarsveitafólk Landsbjargar hafði í nógu að snúast í nótt og voru um 50 manns að störfum fram á morgun. Flest verkefni þeirra sneru að ófærð og var mikið að gera á Suðurhluta landsins. Enn eru að berast tilkynningar um ökumenn í vandræðum. Fólk er hvatt til að forðast öll óþarfa ferðalög. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir verkefnin oft hafa verið fleiri. Þau hafi hins vegar gengið hægt og það hafi verið björgunarsveitafólki erfitt að komast á leiðarenda. Snjókoma hafi verið mikil, skyggni ekkert og ófærðin eftir því. Einhverja bíla þurfti að skilja eftir og koma ökumönnum í skjól. Fjórir voru til að mynda fluttir í fjöldahjálparstöð á Laugarvatni. Þar lauk björgunarsveitafólk störfum um klukkan sex í morgun. Þá voru einnig útköll vegna ófærðar á Hellisheiði og Suðurstrandavegi. Sjá einnig: Aftakaveður í dag og ófært víða Í morgun var kallað eftir aðstoð við að koma heilbrigðisstarfsfólki til og frá vinnu á Suðurlandi, í Hveragerði og á Selfossi. Þar er ófærð mikil innanbæjar. Lögreglan á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður þar og biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni þar sem er mjög þungfært. Upp úr klukkan sjö í morgun var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurnesjum. Þar höfðu ökumenn lent í vandræðum vegna innanbæjarófærðar. Þar að auki bárust tilkynningar um foktjón á Siglufirði.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55 Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20 Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55
Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20
Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27