Handbolti

Hættir aftur í handbolta þrítugur og fer í skóla í Hong Kong

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kim Ekdahl du Rietz er aftur hættur að spila handbolta.
Kim Ekdahl du Rietz er aftur hættur að spila handbolta. getty/Catherine Steenkeste

Sænski handboltamaðurinn Kim Ekdahl du Rietz hefur lagt skóna á hilluna. Þetta er í annað sinn sem hinn þrítugi Du Rietz hættir í handbolta.

Eftir tímabilið 2016-17, þar sem hann varð Þýskalandsmeistari með Rhein-Neckar Löwen, lagði Du Rietz skóna á hilluna, aðeins 27 ára, og fór að ferðast um heiminn. Hann byrjaði svo aftur í handbolta ári seinna.

Undanfarin tvö ár hefur Du Rietz leikið með Paris Saint-Germain. Hann varð tvisvar sinnum franskur meistari með liðinu. Du Rietz sneri líka aftur í sænska landsliðið og lék með því á EM í janúar.

Nú hefur Du Rietz aftur ákveðið að hætta í handbolta. Hann ætlar að hefja nám við háskóla í Hong Kong í sumar.

Í viðtali við Fréttablaðið 2017, þegar hann ákvað fyrst að leggja skóna á hilluna, sagðist Du Rietz ekki hafa neinn áhuga á handbolta og hafi fyrst hugsað um að hætta í íþróttinni þegar hann var fjórtán ára.

Du Rietz, sem verður 31 árs í júlí, varð tvisvar sinnum þýskur meistari með Löwen og tvisvar sinnum franskur meistari með PSG. Þá vann silfur á Ólympíuleikunum 2012 með sænska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×