Veiran, ríkislögreglustjóri og kvenfrelsunaráróðursdeild SÞ Arnar Sverrisson skrifar 6. apríl 2020 08:00 Mélissa Godin skrifaði grein þann átjánda mars í tímaritið „Tímann“ (Time). Fyrirsögn hennar er: „Meðan útgöngubann gildir í borgum víðsvegar í veröldinni, leita fórnarlömb heimilisofbeldis útgönguleiða“ (As Cites Around the World Go on Lockdown, Victims of Domestic Violence Look for a Way Out). Mélissa víkur ekki frá forskriftinni um áróðursgreinar kvenfrelsaranna, þegar hræra á hjarta lesandans til meðaumkunar. Greinina prýðir mynd af konu á heimili sínu með smitvarnargrímu á ásjónunni, sem starir á vit frelsisins út um gluggann. Í upphafi greinarinnar segir grátklökk eiginkona ofbeldiskarls í neyðarsíma: „Eiginkarl minn vill ekki hleypa mér úr húsi. Hann hafði einkenni, sem kynna að benda til flensu. Hann ber við smithættu til að réttlæta það að halda mér heima. En mér finnst það vera tilraun til að einangra mig.“ Raunir kvenna eru raktar áfram. Nú er það Katie Ray-Jones, aðalframkvæmdastjóri Þjóðarheimilisofbeldisneyðarlínunnar (National Domestic Violence Hotline), sem tekur til máls: „Ofbeldismenn hóta að fleygja fórnarlömbum sínum út á götu til að sýkja þau. Okkur hefur borist til eyrna, að nokkrir þeirra meini þeim um aur og heilbrigðisþjónustu.“ (Það eru skrítnir kúgarar, sem heldur vilja eltast við sýkt fórnarlömb sín út um hvippinn og hvappinn, fremur en að nauðga þeim ósýktum heima – eða hvað?) Starfsmaður nefndrar neyðarlínu nefnir annað dæmi. Kona nokkur í Kaliforníu tók upp á því að fara óumbeðin í sóttkví sökum kafmæði. Hann skrifar í dagálinn: „Ástmaður konunnar reyndi að kyrkja hana í kvöld. Meðan ég talaði við hana, heyrðist mér, að hún ætti við verulega alvarleg meiðsl á stríða. Hún kinokar sér við að fara á neyðarmóttöku vegna ótta við smit af völdum COVID-19.“ Það virðist greinilega að fara úr ösku í eldinn. Katie Ray-Jones eys enn af viskubrunni sínum: „Okkur er kunnugt um, að heimilisofbeldi eigi rætur í [þörf fyrir] að neyta aflsmunar og stjórna [sýna mátt sinn og megin]. Eins og stendur erum við vanmáttug[ar] í líf okkar. Sá, sem ekki hefur aga til að bera, tekur [skapraunir sínar] út á fórnarlambi sínu.“ En Katie fullyrðir þó ekki, að ofbeldiskarlar muni færast í aukana í kreppunni. Fleiri sérfræðingar kveða sér hljóðs. Anita Bhatia, varaaðalframkvæmdastjóri kvenfrelsunardeildar Sameinuðu þjóðanna (UN Women), lætur hafa eftir sér „að þær aðgerðir, sem beitt er í þágu veiruvarna fyrir fólk gætu umsnúist í ákomu gagnvart fórnarlömbum heimilisofbeldis [ofbeldis karla gegn konum].“ Aukin heldur segir hún, „að enda þótt við styðjum það heilshugar, að reglur um fjarlægð og einangrun séu virtar, er okkur einnig ljóst, að það skapar tækifæri ofbeldismönnum [körlum] til að gefa ofbeldishvötinni enn lausari tauminn.“ Að þessu sögðu er áréttuð kynkúgun kvenna um allan heim og vitnað í grein frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO – World Health Organization). Fyrirsögnin er: „Ofbeldi gegn konum. Efling heilbrigðis á krepputímum“ (Violence Against Women. Strenghtening the Health Response in Times of Crises). Í greininni er endurtekin gömul staðhæfing kvenfrelsaranna, byggð á eldgömlum, meingölluðum rannsóknum þeirra sjálfra á konum Vesturlanda - að mestu leyti frá Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA). Alhæfingarnar eru gengdarlausar og eiga ekkert skylt við agaða og ábyrga fræðimennsku. „Ein af þrem á lífsleiðinni verður fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi karlmanns,“ er kunnugleg áróðurslumma, vígorð úr herbúðum kvenfrelsaranna. Í lesningu þessari er engra heimilda getið. En Elisabeth Roesch, sérfræðingur í kynbundnu ofbeldi, segir þjálfun heilbrigðisstarfsmanna beinast að því, hvernig megi leggja þeim konum lið, sem skýra frá ofbeldi í sinn garð af hálfu eiginkarls. Mélissa segir: „Enda þótt karlar verði fyrir heimilisofbeldi, eru það konur, sem eru meirihluti fórnarlamba.“ Henni flökrar greinilega ekki við áróðursrangfærslunum. Ofbeldi í hjónabandi og nánum samböndum öðrum, skiptist nokkurn veginn til helminga milli karla og kvenna. Sú staðreynd er ítrekað sannreynd og undirbyggð. Mélissa bætir við, að ofbeldi á heimilum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og kynskiptinga aukist einnig. Hún vísar í þessu efni til heimildar, sem ekki er aðgengileg. Hins vegar er það svo, að ofbeldi meðal samkynhneigðra kvenna er engu minna, heldur en í samböndum gagnkynhneigðra. Það er líka margrannsakað og sannreynt fyrirbæri. Nú snýr Mélissa sér að kreppum fyrir alvöru: „[Á] krepputímum – eins og náttúruhamförum, styrjöldum og faröldrum – eykst hættan á kynbundnu ofbeldi [ofbeldi karla gegn konum].“ Hún hefur á orði gríðarlega aukningu ofbeldis karla gegn konum sínum á tíma sóttkvíarinnar. Heimild Mélissu er grein eftir Bethay Allen-Ebrahimian.: „Heimilisofbeldisfarandurinn í Kína“ (China´s Domestic Violence Epidemic). Staðhæfingar um faraldur ofbeldis karla gegn konum á kínverskum heimilum eru grundvallaðar á fyrirspurnum til kvenna, sem samtök kvenfrelsara gerðu. Þriðjungur þeirra kvaðst hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hálfu ástmanns. Það er í engu skýrt nánar frá aðferð við þessa könnun. Auk þess er vísað til uppgjafa lögreglukarls, Wan Fei, sem komið hefur á laggirnar félagsskap til baráttu gegn ofbeldi karla á heimilum. Það er eftir honum haft, að umkvörtunum um ofbeldi karla hafi fjölgað, meðan á sóttkví hefur staðið. Þetta segir hann í viðtali við fréttaveituna, „Sjötta tóninn“ (Sixth Tone). Því næst beinir Mélissa sjónum sínum að veröldinni allri. Kreppan torveldar fórnarlömbunum að sækja sér hjálp, segir hún. Og enn er Anita Bhatia óljúgfróð: „Þegar best lætur eiga konur erfitt með á láta raust sína heyrast.“ Til frekari áréttingar vísar Mélissa til greinar í Nýju Jórvíkur Tímanum (New York Times) um stunur ítalska heilbrigðiskerfisins. Þar er ekkert sérstaklega vikið að eymd kvenna, nema hjúkrunarkonunnar, Elena Pagliarini, sem leið út af sökum þreytu, eftir tíu tíma vakt. Það er að sönnu ofurmannlegt álag. Og líklega er bannsettu feðraveldinu um að kenna. Lengi má konuna reyna, heldur Mélissa áfram. Fórnarlömbin veigra sér við að leita til foreldra sinna, sökum smithættu. Ferðabann meinar þeim að dvelja hjá öðrum ástvinum og kvennaathvörfin kynnu að vera troðfull. Þá víkur sögunni að efnahagshlið hörmunganna. Katie fræðir Mélissu og okkur um það, að konur þurfi í leyni að öngla saman fé til að yfirgefa ofbeldiskarlinn. Það verði vitaskuld erfiðara, þegar þær missa vinnuna. Því er það sjálfgefið, að snúnara verði að sleppa undan ofbeldiskarlinum. Og ekki bæti það úr skák, að mannúðarstarf kvenfrelsaranna gæti orðið fyrir skakkaföllum, þegar þrengra verði í búi. (Katie Ray-Jones) Í annarri grein leggur Katie fórnarlömbum ofbeldiskarlanna lífsreglur í viðlögum. Hún segir: „[Þ]egar krytur brjótast út, er mikilvægt að finna öruggustu staðina í húsinu, þar sem þeir hlutir liggja ekki á lausu - eins og í eldhúsi og baðherbergi - sem nota megi sem vopn. Þú ættir að búa þig undir aðstæður, þar sem ofbeldiskarlinn gæti falið fyrir þér nauðsynjavörur eins og sápu.“ (Tanya Selvaratnam) Stella Samúelsdóttir, forstýra áróðursdeildar Kvenfrelsunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, vísar til ofanrakins texta til réttlætingar síðasta áróðurbragði þessarar makalausu stofnunar. Þar er því haldið fram, að karlar muni króa konur sínar af heima við til að misþyrma þeim. Ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, staðhæfði í fréttatíma RÚV, að „rannsóknir sýndu“ fram á slíkt hátterni karla. Ég skora á ríkislögreglustjóra að leiða bljúgan almúgann í sannleikann um heimildir sínar. Áróðursútspil Stellu og Sigríðar (SS) gegn körlum, minnir um margt á hliðstætt útspil gegn slökkviliðskörlum af hálfu VG og (annarra) kvenfrelsara í Ástralíu nýverið „Eftir þvílíkar hamfarir sem þessar, rís heimilisofbeldi til hæstu hæða. Almennt finna konur til geysilegs óöryggis, þegar karlar þeirra snúa aftur heim, eftir baráttuna við eldana, og beita þær heimilisofbeldi,“ segir kvenfrelsarinn, Sherely Moody. Sherely vísar til heimildar til að gæða ásakanir sínar trúverðugleika. Um er að ræða doktorsritgerð kvenfrelsarans, Debra Parkinson, við Monash háskólann, og grein hennar í „Australian Journal of Emergency Management:“ „Hjúpuðu hamfarirnar: Heimilisofbeldi í kjölfar náttúruhamfara“ (The hidden disaster: Domestic violence in the aftermath of natural disaster). Við undirbúning rannsóknar sinnar komst Debra réttilega að því, að til væru „engar áreiðanlegar staðtölur, sem bæru vitni áhrifum hamfara á heimilisofbeldi ... [sem] sannreyndi þann grun, að fáir vísindamenn hafi sýnt áhuga á því að skoða kynbundið ofbeldi [ofbeldi karla gegn konum] við hamfarir, þar eð slíkt er hvort tveggja örðugt viðfangsefni úr aðferðafræðilega sjónarhorni og erfitt að koma við.“ Og hvaða aðferð ætli Debra hafi beitt til að henda reiður á „muldri“ því, sem heyrst hafði um aukið ofbeldi slökkviliðskarla á hamfarasvæðunum? Hún tók viðtöl við þrjátíu konur, sem buðu sig fram til viðtals, annað hvort um reynslu sjálfra sín eða annarra kvenna. Sömuleiðis átti hún viðtöl við fjörtíu og sjö hjálparliða. Fólk bauð sig fram eftir auglýsingu, kynningu í dreifibréfi eða afspurn. Umræddum vísindamanni komu rýr viðbrögð á óvart, en skýrði takmarkaðan áhuga á rannsókninni með þöggun, þ.e. að fórnarlömbin hefðu verið kúguð til þagnar. Þessi viðtöl, þ.e. óbeinar frásagnir, getgátur og hugboð, eru grundvöllurinn að þeirri niðurstöðu, að slökkviliðskarlar ráðist til grimmdarlegrar atlögu við elskurnar sínar, að hamförum loknum. Kvenfrelsarar eins og SS, sem vilja sýna fram á, að ofbeldi karla gegn konum aukist við náttúruhamfarir, vísa gjarnan til tíu ára gamallar rannsóknar Julie A. Schumacher og félaga, sem rannsökuðu ofbeldi í nánum samböndum, eftir að fellibylurinn, Katrín (Katrina), reið yfir Louisiana-ríki í BNA. Í inngangi greinar sinnar segja höfundar m.a.: Þjóðtækt yfirlit frá BNA yfir hjón, bæði sem lifa samvistum eða hafa slitið þeim, og sambúendur, bendir til, að árlega verði tæp 14% kvenna fyrir áþreifanlegu ofbeldi, en rúm 18% karla. Svipuð rannsókn, en miklu minni í sniðum, á hjónum í samvistum og sambúendum, benti til, að tæp 3% kvenna yrðu fyrir umtalsverðu, áþreifanlegu ofbeldi, en tæp 5% karla. Rúm 30% þeirra báru sig illa undan tilfinningalegu ofbeldi síðasta árið, en tæp 47% kvenna. Hvort tveggja karlar og konur, sem orðið hafa fyrir ofbeldi í nánum tengslum, sýna fleiri einkenni um andlega og líkamlega vanheilsu, heldur en fólk flest. Fátt eitt er vitað um áhrif hamfara á tíðni illsaka í nánum samböndum, jafnvel þótt álag stuðli að því. og hamfarir auki oft kíf fólks, sem fyrir þeim verður. Höfundum er einungis kunnugt um tvær rannsóknir í þessu efni. Önnur þeirra var gerð á konum í kjölfar „Floyd“ fellibylsins í Norður-Karólínu í BNA. Samkvæmt skýrslugjöf tæplega átta hundruð kvenna urðu þær ekki fyrir hamfaratengdu ofbeldi á heimavettvangi. Hin rannsóknin náði til sjötíu og sjö aðilja eða stofnana, sem störfuðu að heimilisofbeldi á hamfarasvæðum. Formælendur þeirra sögðu eftirspurn eftir þjónustu hafa aukist allt að ári eftir, að hamfarirnar voru yfirstaðnar. Niðurstöður. Áður en rannsóknin átti sér stað höfðu tæp 44% kvenna skýrt frá andlegu ofbeldi, en rétt rúm 45% eftir. Sömu hlutföll fyrir karla voru tæp 37%, sem jukust í rétt rúm 43% hundraði. Áður en flóðbylgjan skall á, höfðu ellefu konur skýrt frá áþreifanlegu eða líkamlegu ofbeldi, en sautján, að þeim yfirstöðnum. Áþreifanlegt ofbeldi var í rannsókninni skilgreint sem að kýla, löðrunga, hrinda, stugga við og grýta hlutum. Umreiknað hlutfallslega má komast að þeirri niðurstöðu, að umkvartanir sex kvenna nemi aukningu upp á 98%. Þetta er grundvöllurinn fyrir áróðri kvenfrelsaranna um tvöföldum líkamlegs ofbeldis gegn konum við náttúruhamfarir. Ljóst mætti vera, að fullyrðingar kvenfrelsaranna hafa ekki við nein marktæk rannsóknarrök að styðjast. SS til frekari upplýsingar: Don Dutton er norður-amerískur félagssálfræðingur og langreyndur sérfræðingur á sviði heimilisofbeldis. Hann gerði nýlega samantekt rannsókna á efninu. Hann fjallar m.a.um yfirlitsrannsóknir breska sálfræðingsins, John Archer. Yfirlit hans ná til rannsókna á 65.000 manns. Niðurstöður: Konur eru líklegri til að sýna líkamlegt ofbeldi, heldur en karlar, en munurinn er óverulegur. Heldur fleiri konur leituðu til læknis vegna meiðsla. Í yfirlitsrannsókn norður-ameríska félagsfræðingsins, Sarah Desmaris, er komist að þessari niðurstöðu: „Í raun og sann er það svo, að karlar séu oftar fórnarlömb, heldur en konur ... samkvæmt félagsfræðilegum rannsóknum er það óneitanlega svo, að karlar séu oftar fórnarlömb heimilisofbeldis.“ Karlþolendur eru 18%, kvenþolendur 13%. Ofbeldiskarlar eru 18%, en ofbeldiskonur 23%. Í langtímarannsókn Deborah Capaldi á ungum pörum í BNA var niðurstaðan sú, að þegar lögregla var kölluð á vettvang, var karlinn handtekinn í 85% tilvika. Höfundar segja: „Þeir karlar, sem handteknir voru fyrir heimilisofbeldi, lifðu í sambandi, sem einkenndist af mikilli andlegri og líkamlegri ýgi af beggja hálfu. Því var ekki sannreynt það viðhorf, að hjón, sem opið beittu hvort annað ofbeldi, lifðu í hjónabandi, sem einkenndist af einhliða ofbeldi karls gegn konu, [þ.e. ofbeldi] „feðraveldishryðjuverkamanns“ eða „tilfinningalegs hryðjuverkamanns.“ Því má svo við bæta, að hlutfall handtekinna karla við sams konar aðstæður á Reykjanesi er 100%. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mélissa Godin skrifaði grein þann átjánda mars í tímaritið „Tímann“ (Time). Fyrirsögn hennar er: „Meðan útgöngubann gildir í borgum víðsvegar í veröldinni, leita fórnarlömb heimilisofbeldis útgönguleiða“ (As Cites Around the World Go on Lockdown, Victims of Domestic Violence Look for a Way Out). Mélissa víkur ekki frá forskriftinni um áróðursgreinar kvenfrelsaranna, þegar hræra á hjarta lesandans til meðaumkunar. Greinina prýðir mynd af konu á heimili sínu með smitvarnargrímu á ásjónunni, sem starir á vit frelsisins út um gluggann. Í upphafi greinarinnar segir grátklökk eiginkona ofbeldiskarls í neyðarsíma: „Eiginkarl minn vill ekki hleypa mér úr húsi. Hann hafði einkenni, sem kynna að benda til flensu. Hann ber við smithættu til að réttlæta það að halda mér heima. En mér finnst það vera tilraun til að einangra mig.“ Raunir kvenna eru raktar áfram. Nú er það Katie Ray-Jones, aðalframkvæmdastjóri Þjóðarheimilisofbeldisneyðarlínunnar (National Domestic Violence Hotline), sem tekur til máls: „Ofbeldismenn hóta að fleygja fórnarlömbum sínum út á götu til að sýkja þau. Okkur hefur borist til eyrna, að nokkrir þeirra meini þeim um aur og heilbrigðisþjónustu.“ (Það eru skrítnir kúgarar, sem heldur vilja eltast við sýkt fórnarlömb sín út um hvippinn og hvappinn, fremur en að nauðga þeim ósýktum heima – eða hvað?) Starfsmaður nefndrar neyðarlínu nefnir annað dæmi. Kona nokkur í Kaliforníu tók upp á því að fara óumbeðin í sóttkví sökum kafmæði. Hann skrifar í dagálinn: „Ástmaður konunnar reyndi að kyrkja hana í kvöld. Meðan ég talaði við hana, heyrðist mér, að hún ætti við verulega alvarleg meiðsl á stríða. Hún kinokar sér við að fara á neyðarmóttöku vegna ótta við smit af völdum COVID-19.“ Það virðist greinilega að fara úr ösku í eldinn. Katie Ray-Jones eys enn af viskubrunni sínum: „Okkur er kunnugt um, að heimilisofbeldi eigi rætur í [þörf fyrir] að neyta aflsmunar og stjórna [sýna mátt sinn og megin]. Eins og stendur erum við vanmáttug[ar] í líf okkar. Sá, sem ekki hefur aga til að bera, tekur [skapraunir sínar] út á fórnarlambi sínu.“ En Katie fullyrðir þó ekki, að ofbeldiskarlar muni færast í aukana í kreppunni. Fleiri sérfræðingar kveða sér hljóðs. Anita Bhatia, varaaðalframkvæmdastjóri kvenfrelsunardeildar Sameinuðu þjóðanna (UN Women), lætur hafa eftir sér „að þær aðgerðir, sem beitt er í þágu veiruvarna fyrir fólk gætu umsnúist í ákomu gagnvart fórnarlömbum heimilisofbeldis [ofbeldis karla gegn konum].“ Aukin heldur segir hún, „að enda þótt við styðjum það heilshugar, að reglur um fjarlægð og einangrun séu virtar, er okkur einnig ljóst, að það skapar tækifæri ofbeldismönnum [körlum] til að gefa ofbeldishvötinni enn lausari tauminn.“ Að þessu sögðu er áréttuð kynkúgun kvenna um allan heim og vitnað í grein frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO – World Health Organization). Fyrirsögnin er: „Ofbeldi gegn konum. Efling heilbrigðis á krepputímum“ (Violence Against Women. Strenghtening the Health Response in Times of Crises). Í greininni er endurtekin gömul staðhæfing kvenfrelsaranna, byggð á eldgömlum, meingölluðum rannsóknum þeirra sjálfra á konum Vesturlanda - að mestu leyti frá Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA). Alhæfingarnar eru gengdarlausar og eiga ekkert skylt við agaða og ábyrga fræðimennsku. „Ein af þrem á lífsleiðinni verður fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi karlmanns,“ er kunnugleg áróðurslumma, vígorð úr herbúðum kvenfrelsaranna. Í lesningu þessari er engra heimilda getið. En Elisabeth Roesch, sérfræðingur í kynbundnu ofbeldi, segir þjálfun heilbrigðisstarfsmanna beinast að því, hvernig megi leggja þeim konum lið, sem skýra frá ofbeldi í sinn garð af hálfu eiginkarls. Mélissa segir: „Enda þótt karlar verði fyrir heimilisofbeldi, eru það konur, sem eru meirihluti fórnarlamba.“ Henni flökrar greinilega ekki við áróðursrangfærslunum. Ofbeldi í hjónabandi og nánum samböndum öðrum, skiptist nokkurn veginn til helminga milli karla og kvenna. Sú staðreynd er ítrekað sannreynd og undirbyggð. Mélissa bætir við, að ofbeldi á heimilum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og kynskiptinga aukist einnig. Hún vísar í þessu efni til heimildar, sem ekki er aðgengileg. Hins vegar er það svo, að ofbeldi meðal samkynhneigðra kvenna er engu minna, heldur en í samböndum gagnkynhneigðra. Það er líka margrannsakað og sannreynt fyrirbæri. Nú snýr Mélissa sér að kreppum fyrir alvöru: „[Á] krepputímum – eins og náttúruhamförum, styrjöldum og faröldrum – eykst hættan á kynbundnu ofbeldi [ofbeldi karla gegn konum].“ Hún hefur á orði gríðarlega aukningu ofbeldis karla gegn konum sínum á tíma sóttkvíarinnar. Heimild Mélissu er grein eftir Bethay Allen-Ebrahimian.: „Heimilisofbeldisfarandurinn í Kína“ (China´s Domestic Violence Epidemic). Staðhæfingar um faraldur ofbeldis karla gegn konum á kínverskum heimilum eru grundvallaðar á fyrirspurnum til kvenna, sem samtök kvenfrelsara gerðu. Þriðjungur þeirra kvaðst hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hálfu ástmanns. Það er í engu skýrt nánar frá aðferð við þessa könnun. Auk þess er vísað til uppgjafa lögreglukarls, Wan Fei, sem komið hefur á laggirnar félagsskap til baráttu gegn ofbeldi karla á heimilum. Það er eftir honum haft, að umkvörtunum um ofbeldi karla hafi fjölgað, meðan á sóttkví hefur staðið. Þetta segir hann í viðtali við fréttaveituna, „Sjötta tóninn“ (Sixth Tone). Því næst beinir Mélissa sjónum sínum að veröldinni allri. Kreppan torveldar fórnarlömbunum að sækja sér hjálp, segir hún. Og enn er Anita Bhatia óljúgfróð: „Þegar best lætur eiga konur erfitt með á láta raust sína heyrast.“ Til frekari áréttingar vísar Mélissa til greinar í Nýju Jórvíkur Tímanum (New York Times) um stunur ítalska heilbrigðiskerfisins. Þar er ekkert sérstaklega vikið að eymd kvenna, nema hjúkrunarkonunnar, Elena Pagliarini, sem leið út af sökum þreytu, eftir tíu tíma vakt. Það er að sönnu ofurmannlegt álag. Og líklega er bannsettu feðraveldinu um að kenna. Lengi má konuna reyna, heldur Mélissa áfram. Fórnarlömbin veigra sér við að leita til foreldra sinna, sökum smithættu. Ferðabann meinar þeim að dvelja hjá öðrum ástvinum og kvennaathvörfin kynnu að vera troðfull. Þá víkur sögunni að efnahagshlið hörmunganna. Katie fræðir Mélissu og okkur um það, að konur þurfi í leyni að öngla saman fé til að yfirgefa ofbeldiskarlinn. Það verði vitaskuld erfiðara, þegar þær missa vinnuna. Því er það sjálfgefið, að snúnara verði að sleppa undan ofbeldiskarlinum. Og ekki bæti það úr skák, að mannúðarstarf kvenfrelsaranna gæti orðið fyrir skakkaföllum, þegar þrengra verði í búi. (Katie Ray-Jones) Í annarri grein leggur Katie fórnarlömbum ofbeldiskarlanna lífsreglur í viðlögum. Hún segir: „[Þ]egar krytur brjótast út, er mikilvægt að finna öruggustu staðina í húsinu, þar sem þeir hlutir liggja ekki á lausu - eins og í eldhúsi og baðherbergi - sem nota megi sem vopn. Þú ættir að búa þig undir aðstæður, þar sem ofbeldiskarlinn gæti falið fyrir þér nauðsynjavörur eins og sápu.“ (Tanya Selvaratnam) Stella Samúelsdóttir, forstýra áróðursdeildar Kvenfrelsunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, vísar til ofanrakins texta til réttlætingar síðasta áróðurbragði þessarar makalausu stofnunar. Þar er því haldið fram, að karlar muni króa konur sínar af heima við til að misþyrma þeim. Ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, staðhæfði í fréttatíma RÚV, að „rannsóknir sýndu“ fram á slíkt hátterni karla. Ég skora á ríkislögreglustjóra að leiða bljúgan almúgann í sannleikann um heimildir sínar. Áróðursútspil Stellu og Sigríðar (SS) gegn körlum, minnir um margt á hliðstætt útspil gegn slökkviliðskörlum af hálfu VG og (annarra) kvenfrelsara í Ástralíu nýverið „Eftir þvílíkar hamfarir sem þessar, rís heimilisofbeldi til hæstu hæða. Almennt finna konur til geysilegs óöryggis, þegar karlar þeirra snúa aftur heim, eftir baráttuna við eldana, og beita þær heimilisofbeldi,“ segir kvenfrelsarinn, Sherely Moody. Sherely vísar til heimildar til að gæða ásakanir sínar trúverðugleika. Um er að ræða doktorsritgerð kvenfrelsarans, Debra Parkinson, við Monash háskólann, og grein hennar í „Australian Journal of Emergency Management:“ „Hjúpuðu hamfarirnar: Heimilisofbeldi í kjölfar náttúruhamfara“ (The hidden disaster: Domestic violence in the aftermath of natural disaster). Við undirbúning rannsóknar sinnar komst Debra réttilega að því, að til væru „engar áreiðanlegar staðtölur, sem bæru vitni áhrifum hamfara á heimilisofbeldi ... [sem] sannreyndi þann grun, að fáir vísindamenn hafi sýnt áhuga á því að skoða kynbundið ofbeldi [ofbeldi karla gegn konum] við hamfarir, þar eð slíkt er hvort tveggja örðugt viðfangsefni úr aðferðafræðilega sjónarhorni og erfitt að koma við.“ Og hvaða aðferð ætli Debra hafi beitt til að henda reiður á „muldri“ því, sem heyrst hafði um aukið ofbeldi slökkviliðskarla á hamfarasvæðunum? Hún tók viðtöl við þrjátíu konur, sem buðu sig fram til viðtals, annað hvort um reynslu sjálfra sín eða annarra kvenna. Sömuleiðis átti hún viðtöl við fjörtíu og sjö hjálparliða. Fólk bauð sig fram eftir auglýsingu, kynningu í dreifibréfi eða afspurn. Umræddum vísindamanni komu rýr viðbrögð á óvart, en skýrði takmarkaðan áhuga á rannsókninni með þöggun, þ.e. að fórnarlömbin hefðu verið kúguð til þagnar. Þessi viðtöl, þ.e. óbeinar frásagnir, getgátur og hugboð, eru grundvöllurinn að þeirri niðurstöðu, að slökkviliðskarlar ráðist til grimmdarlegrar atlögu við elskurnar sínar, að hamförum loknum. Kvenfrelsarar eins og SS, sem vilja sýna fram á, að ofbeldi karla gegn konum aukist við náttúruhamfarir, vísa gjarnan til tíu ára gamallar rannsóknar Julie A. Schumacher og félaga, sem rannsökuðu ofbeldi í nánum samböndum, eftir að fellibylurinn, Katrín (Katrina), reið yfir Louisiana-ríki í BNA. Í inngangi greinar sinnar segja höfundar m.a.: Þjóðtækt yfirlit frá BNA yfir hjón, bæði sem lifa samvistum eða hafa slitið þeim, og sambúendur, bendir til, að árlega verði tæp 14% kvenna fyrir áþreifanlegu ofbeldi, en rúm 18% karla. Svipuð rannsókn, en miklu minni í sniðum, á hjónum í samvistum og sambúendum, benti til, að tæp 3% kvenna yrðu fyrir umtalsverðu, áþreifanlegu ofbeldi, en tæp 5% karla. Rúm 30% þeirra báru sig illa undan tilfinningalegu ofbeldi síðasta árið, en tæp 47% kvenna. Hvort tveggja karlar og konur, sem orðið hafa fyrir ofbeldi í nánum tengslum, sýna fleiri einkenni um andlega og líkamlega vanheilsu, heldur en fólk flest. Fátt eitt er vitað um áhrif hamfara á tíðni illsaka í nánum samböndum, jafnvel þótt álag stuðli að því. og hamfarir auki oft kíf fólks, sem fyrir þeim verður. Höfundum er einungis kunnugt um tvær rannsóknir í þessu efni. Önnur þeirra var gerð á konum í kjölfar „Floyd“ fellibylsins í Norður-Karólínu í BNA. Samkvæmt skýrslugjöf tæplega átta hundruð kvenna urðu þær ekki fyrir hamfaratengdu ofbeldi á heimavettvangi. Hin rannsóknin náði til sjötíu og sjö aðilja eða stofnana, sem störfuðu að heimilisofbeldi á hamfarasvæðum. Formælendur þeirra sögðu eftirspurn eftir þjónustu hafa aukist allt að ári eftir, að hamfarirnar voru yfirstaðnar. Niðurstöður. Áður en rannsóknin átti sér stað höfðu tæp 44% kvenna skýrt frá andlegu ofbeldi, en rétt rúm 45% eftir. Sömu hlutföll fyrir karla voru tæp 37%, sem jukust í rétt rúm 43% hundraði. Áður en flóðbylgjan skall á, höfðu ellefu konur skýrt frá áþreifanlegu eða líkamlegu ofbeldi, en sautján, að þeim yfirstöðnum. Áþreifanlegt ofbeldi var í rannsókninni skilgreint sem að kýla, löðrunga, hrinda, stugga við og grýta hlutum. Umreiknað hlutfallslega má komast að þeirri niðurstöðu, að umkvartanir sex kvenna nemi aukningu upp á 98%. Þetta er grundvöllurinn fyrir áróðri kvenfrelsaranna um tvöföldum líkamlegs ofbeldis gegn konum við náttúruhamfarir. Ljóst mætti vera, að fullyrðingar kvenfrelsaranna hafa ekki við nein marktæk rannsóknarrök að styðjast. SS til frekari upplýsingar: Don Dutton er norður-amerískur félagssálfræðingur og langreyndur sérfræðingur á sviði heimilisofbeldis. Hann gerði nýlega samantekt rannsókna á efninu. Hann fjallar m.a.um yfirlitsrannsóknir breska sálfræðingsins, John Archer. Yfirlit hans ná til rannsókna á 65.000 manns. Niðurstöður: Konur eru líklegri til að sýna líkamlegt ofbeldi, heldur en karlar, en munurinn er óverulegur. Heldur fleiri konur leituðu til læknis vegna meiðsla. Í yfirlitsrannsókn norður-ameríska félagsfræðingsins, Sarah Desmaris, er komist að þessari niðurstöðu: „Í raun og sann er það svo, að karlar séu oftar fórnarlömb, heldur en konur ... samkvæmt félagsfræðilegum rannsóknum er það óneitanlega svo, að karlar séu oftar fórnarlömb heimilisofbeldis.“ Karlþolendur eru 18%, kvenþolendur 13%. Ofbeldiskarlar eru 18%, en ofbeldiskonur 23%. Í langtímarannsókn Deborah Capaldi á ungum pörum í BNA var niðurstaðan sú, að þegar lögregla var kölluð á vettvang, var karlinn handtekinn í 85% tilvika. Höfundar segja: „Þeir karlar, sem handteknir voru fyrir heimilisofbeldi, lifðu í sambandi, sem einkenndist af mikilli andlegri og líkamlegri ýgi af beggja hálfu. Því var ekki sannreynt það viðhorf, að hjón, sem opið beittu hvort annað ofbeldi, lifðu í hjónabandi, sem einkenndist af einhliða ofbeldi karls gegn konu, [þ.e. ofbeldi] „feðraveldishryðjuverkamanns“ eða „tilfinningalegs hryðjuverkamanns.“ Því má svo við bæta, að hlutfall handtekinna karla við sams konar aðstæður á Reykjanesi er 100%. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun