Frímínútur á föstudegi er nýr dagskráliður sem birtist á Facebook-síðu IÐAN fræðsluseturs alla föstudaga.
Fyrst birtist Ari Eldjárn þar og flutti uppistand einn á skrifstofunni. Á föstudaginn var komið að félaga hans í Mið-Ísland, Bergi Ebba. Hann fór yfir víðan völl í útsendingunni og talaði meðal annars um erlenda verkamenn sem virðast vera þeir einu sem eru útivinnandi í dag. Bergur var samt sem áður einnig á léttu nóttunum.
Liðurinn var í beinni útsendingu á síðunni og má sjá Berga Ebba tala til þjóðarinnar á þessum fordæmalausum tímum.