Ein allra vinsælasta skyndibitakeðja heima er án efa McDonald's. Þar er líklega vinsælasti hamborgarinn Big Mac og kannast eflaust margir Íslendingar við þann rétt.
Súrar gúrkur, laukur og sérstök sósa er lykillinn að vinsældum borgarans.
Á YouTube-síðunnin SORTEDfood má sjá tvo faglærða kokka reyna hvað þeir geta að matreiða Big Mac heima í eldhúsinu.
Þeir James og Ben gerði allt frá upphafi til enda og er verkefnið greinilega erfiðara en fólk kannski gerir sér grein fyrir eins og sjá má hér að neðan.