Johnson enn við stjórnvölinn þrátt fyrir sjúkrahúsleguna Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 10:10 Forsætisráðherrann var lagður inn á sjúkrahús heilags Tómasar í gærkvöldi. Hann hefur verið með þrálátan hita og kærasta hans segist hafa verið rúmliggjandi í viku án þess þó að hún hafi fengið greiningu á veikindunum. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson. Forsætisráðherrann var fluttur á sjúkrahús vegna þrálátra einkenna COVID-19 sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í gær. Það var sagt í „varúðarskyni“ og að ráðleggingum læknis. Johnson, sem er 55 ára gamall, greindist smitaður af veirunni fyrir tíu dögum og hefur unnið heima hjá sér síðan. Robert Jenrick, innanríkisráðherra, sagði breska ríkisútvarpinu BBC í morgun, að vonir stæðu til þess að Johnson gæti snúið sem fyrst aftur í Downing-stræti 10. „Ég er viss um að þetta er mjög erfitt fyrir hann, fyrir einhvern eins og Boris sem vill vera virkur í að stýra ríkisstjórninni úr brúnni, en hann stýrir engu að síður algerlega ríkisstjórninni,“ sagði Jenrick. Bretar búa sig nú undir það sem stefnir í að vera versta vika faraldursins til þessa. Tilkynnt var um 600 ný dauðsföll vegna veirunnar í gær. Elísabet drottning ávarpaði þjóðina í gær og hvatti landsmenn til þess að leggja sitt af mörkum. „Ég vona að um ókomin ár geti allir verið stoltir af því hvernig þeir brugðust við þessari áskorun og að þeir sem koma á eftir okkur segja að Bretar þessarar kynslóðar hafi verið eins sterkir og nokkur önnur,“ sagði drottningin sem er 93 ára gömul. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson. Forsætisráðherrann var fluttur á sjúkrahús vegna þrálátra einkenna COVID-19 sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í gær. Það var sagt í „varúðarskyni“ og að ráðleggingum læknis. Johnson, sem er 55 ára gamall, greindist smitaður af veirunni fyrir tíu dögum og hefur unnið heima hjá sér síðan. Robert Jenrick, innanríkisráðherra, sagði breska ríkisútvarpinu BBC í morgun, að vonir stæðu til þess að Johnson gæti snúið sem fyrst aftur í Downing-stræti 10. „Ég er viss um að þetta er mjög erfitt fyrir hann, fyrir einhvern eins og Boris sem vill vera virkur í að stýra ríkisstjórninni úr brúnni, en hann stýrir engu að síður algerlega ríkisstjórninni,“ sagði Jenrick. Bretar búa sig nú undir það sem stefnir í að vera versta vika faraldursins til þessa. Tilkynnt var um 600 ný dauðsföll vegna veirunnar í gær. Elísabet drottning ávarpaði þjóðina í gær og hvatti landsmenn til þess að leggja sitt af mörkum. „Ég vona að um ókomin ár geti allir verið stoltir af því hvernig þeir brugðust við þessari áskorun og að þeir sem koma á eftir okkur segja að Bretar þessarar kynslóðar hafi verið eins sterkir og nokkur önnur,“ sagði drottningin sem er 93 ára gömul.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til að undirgangast prófanir, tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. 5. apríl 2020 20:29