Íbúi á Bergi í Bolungarvík látinn af völdum Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 10:20 Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Vísir/Samúel Karl Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sex hafa nú látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að nafn hins látna sé Gunnsteinn Svavar Sigurðsson og hefur eftir dóttur hans. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og búsettur í Bolungarvík. Alvarlegt ástand á hjúkrunarheimilinu Tveir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni af þremur öðrum heimilismönnum sem eru þar í einangrun, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar sagði í gær að ástandið á hjúkrunarheimilinu væri alvarlegt. Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu er nú sagður vera í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. Annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 Um er að ræða annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Sigurður Sverrisson, flugvirki og afreksmaður í bridge, andaðist á Landspítalanum í gær eftir baráttu við sjúkdóminn. Hann var fæddur árið 1953. Alls hafa sex nú látist af völdum Covid-19 hér á landi. Fyrst lést ástralskur ferðamaður á Húsavík þann 17. mars og svo rúmlega sjötug kona þann 23. mars á gjörgæslu Landspítalans. Síðasta fimmtudag var tilkynnt um tvö andlát þar til viðbótar, þar af fráfall 75 ára eiginmanns konunnar sem hafði látist af sömu sökum rúmri viku fyrr. 38 einstaklingar eru nú innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 samkvæmt nýjustu upplýsingum og þar af 12 á gjörgæslu. Átta eru í öndunarvél vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær af völdum Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sex hafa nú látist hér á landi vegna kórónuveirunnar. Fréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að nafn hins látna sé Gunnsteinn Svavar Sigurðsson og hefur eftir dóttur hans. Gunnsteinn var fyrsti íbúinn á Bergi sem greindist með veiruna. Hann var fæddur árið 1938 og búsettur í Bolungarvík. Alvarlegt ástand á hjúkrunarheimilinu Tveir eru sýktir af Covid-19 á Bergi og er búið að taka sýni af þremur öðrum heimilismönnum sem eru þar í einangrun, segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar sagði í gær að ástandið á hjúkrunarheimilinu væri alvarlegt. Meirihluti fastra starfsmanna á hjúkrunarheimilinu er nú sagður vera í einangrun, þar af fimm með staðfest smit. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. Aðrir fastir starfsmenn utan þriggja eru í sóttkví og er heimilinu því sinnt nær eingöngu af fólki úr bakvarðasveit eða öðrum deildum stofnunarinnar. Liðsafli hefur þegar borist úr bakvarðasveit og von er á fleirum með þyrlu Landhelgisgæslunnar seinna í dag ef veður leyfir. Annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 Um er að ræða annað dauðsfallið í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Sigurður Sverrisson, flugvirki og afreksmaður í bridge, andaðist á Landspítalanum í gær eftir baráttu við sjúkdóminn. Hann var fæddur árið 1953. Alls hafa sex nú látist af völdum Covid-19 hér á landi. Fyrst lést ástralskur ferðamaður á Húsavík þann 17. mars og svo rúmlega sjötug kona þann 23. mars á gjörgæslu Landspítalans. Síðasta fimmtudag var tilkynnt um tvö andlát þar til viðbótar, þar af fráfall 75 ára eiginmanns konunnar sem hafði látist af sömu sökum rúmri viku fyrr. 38 einstaklingar eru nú innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 samkvæmt nýjustu upplýsingum og þar af 12 á gjörgæslu. Átta eru í öndunarvél vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira