Erlent

Aukin geisla­virkni vegna skógar­elda nærri Tsjern­obyl

Atli Ísleifsson skrifar
Skógareldar nærri bænum Volodymyrivka sem er að finna innan lokaða svæðisins í kringum kjarnorkuverið í Tsjernobyl.
Skógareldar nærri bænum Volodymyrivka sem er að finna innan lokaða svæðisins í kringum kjarnorkuverið í Tsjernobyl. AP/Yaroslav Yemelianenko)

Slökkviliðsmenn í Úkraínu glíma nú við skógarelda á lokuðu svæði ekki langt frá Tsjernobyl. Fyrst var greint frá eldunum á laugardaginn en þeir ná nú yfir um 250 hektara svæði.

Al Jazeera greinir frá því að fulltrúar úkraískra yfirvalda hafi mælt aukna geislavirkni á svæðinu, en eldarnir eru inni á því 2.600 ferkílómetra svæði sem lokað er vegna slyssins sem varð í kjarnorkuverinu árið 1986.

„Það eru slæmar fréttir – geislavirknin er meiri en vanalega á svæðinu þar sem eldarnir loga,“ sagði Yegor Firsov, yfirmaður úkraínskrar vistfræðieftirlitsstofnunar, á Facebook-síðu sinni í gær.

Með færslunni fylgdi mynd af Geiger-mæli sem sýndi að geislavirknin væri sextán sinnum meiri en vanalega.

Geiger-mælir sýnir aukna geislavirkni.AP

Tvær flugvélar, sem sérstaklega eru búnar til slökkvistarfs, hafa verið gerðar út, sem og slökkviþyrla. Alls taka um hundrað slökkviliðsmenn þátt í þeirri vinnu að hefta útbreiðslu eldanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×