Sport

Sportið í dag: Aron, Hildur Björg, nýr formaður Stjörnunnar og skýrsla Gríms

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag, alla virka daga klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.
Sportið í dag, alla virka daga klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport. vísir/vilhelm

Farið verður um víðan völl í Sportinu í dag. Þátturinn hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Handboltakappinn Aron Pálmarsson er gestur þáttarins og hann sest í stólinn að þessu sinni.

Landsliðskonan í körfubolta, Hildur Björg Kjartansdóttir, samdi í gær við Val eftir að hafa spilað með KR í fyrra. Hún segir frá því af hverju hún ákvað að skipta um lið. 

Einnig verður nýkjörinn formaður Stjörnunnar, Sigurgeir Guðlaugsson, í viðtali en gustað hefur um Garðbæinga síðustu vikur. 

Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, er líka í viðtali og mun meðal annars tjá sig um skýrslu Gríms Atlasonar sem var til umræðu í þættinum í gær. Þetta og meira til í Sportinu í dag.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×