Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2024 10:00 Bergrós á von á sínum þriðja barni en ætlar sér að dæma aftur á næsta tímabili. vísir/einar Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum. Það voru leikmenn í Bestudeildinni sem völdu Bergrósu besta dómarann á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist hún vera komin með góð tök á dómgæslu. „Þetta var óvænt ánægja af því að ég er ekki búin að vera dæma lengi. Það var mjög mikill heiður að leikmennirnir hefðu valið mig,“ segir Bergrós í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Reynslan mín sem leikmaður, ég spilaði í efstu deild sjálf, hjálpar mér rosalega mikið. Ég kann leikinn, kann að lesa hann og þekki tilfinningarnar í leiknum. Ég tek það líka inn þegar ég er að dæma. Ég fer ekki alveg alltaf eftir gjörsamlega reglubókinni heldur tek ég líka stundum inn í tilfinningarnar.“ Bergrós segist dæma leikinn út frá því hvernig hún myndi vilja að leikurinn yrði dæmdur ef hún væri að spila en hún þurfti sjálf að leggja skóna á hilluna aðeins nítján ára eftir höfuðhögg. Hrifsað af mér „Þegar þú ert leikmaður þá ert þú í harkinu og færð í tæklingarnar og allt. En þegar þú ert að dæma sérðu bara um að allt fari fram eftir reglunum og passar upp á leikmenn og slíkt. Þetta er virkilega gaman og að hafa tenginguna enn þá við sportið var helsta ástæðan fyrir því að ég fór í dómgæsluna af því að ég hafði ekki þann mögulega að geta spilað. Ég hafði ákveðin dómarabakgrunn því ég var duglega að dæma sem krakki.“ Hún segir að það hafi verið sárt að þurfa hætta í fótbolta. „Þetta var hrifsað af mér. Ég hafði ekkert val. Ég gat ekki spilað lengur af því að ég gat ekki skallað boltann lengur.“ Bergrós er 27 ára og á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. „Maður veit ekkert hvernig maður er eftir barnsburð. En vonandi gengur allt vel og maður geti komið inn á miðju tímabili og haldið áfram að dæma. En maður verður svolítið að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Körfubolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Red Bull búið að gefast upp á Lawson Formúla 1 Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Sjá meira
Það voru leikmenn í Bestudeildinni sem völdu Bergrósu besta dómarann á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist hún vera komin með góð tök á dómgæslu. „Þetta var óvænt ánægja af því að ég er ekki búin að vera dæma lengi. Það var mjög mikill heiður að leikmennirnir hefðu valið mig,“ segir Bergrós í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Reynslan mín sem leikmaður, ég spilaði í efstu deild sjálf, hjálpar mér rosalega mikið. Ég kann leikinn, kann að lesa hann og þekki tilfinningarnar í leiknum. Ég tek það líka inn þegar ég er að dæma. Ég fer ekki alveg alltaf eftir gjörsamlega reglubókinni heldur tek ég líka stundum inn í tilfinningarnar.“ Bergrós segist dæma leikinn út frá því hvernig hún myndi vilja að leikurinn yrði dæmdur ef hún væri að spila en hún þurfti sjálf að leggja skóna á hilluna aðeins nítján ára eftir höfuðhögg. Hrifsað af mér „Þegar þú ert leikmaður þá ert þú í harkinu og færð í tæklingarnar og allt. En þegar þú ert að dæma sérðu bara um að allt fari fram eftir reglunum og passar upp á leikmenn og slíkt. Þetta er virkilega gaman og að hafa tenginguna enn þá við sportið var helsta ástæðan fyrir því að ég fór í dómgæsluna af því að ég hafði ekki þann mögulega að geta spilað. Ég hafði ákveðin dómarabakgrunn því ég var duglega að dæma sem krakki.“ Hún segir að það hafi verið sárt að þurfa hætta í fótbolta. „Þetta var hrifsað af mér. Ég hafði ekkert val. Ég gat ekki spilað lengur af því að ég gat ekki skallað boltann lengur.“ Bergrós er 27 ára og á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. „Maður veit ekkert hvernig maður er eftir barnsburð. En vonandi gengur allt vel og maður geti komið inn á miðju tímabili og haldið áfram að dæma. En maður verður svolítið að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Körfubolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Red Bull búið að gefast upp á Lawson Formúla 1 Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Sjá meira