Erlent

Boris Johnson fluttur á gjörgæslu

Andri Eysteinsson skrifar
Boris Johnson
Boris Johnson Vísir/AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu.

Fram kemur á vef Guardian að heilsu forsætisráðherrans hafi hrakað nokkuð síðan í gærkvöldi þegar hann var lagður inn á St. Thomas sjúkrahúsið í London. Því var ákvörðun tekin um að færa Johnson á gjörgæsludeild.

Johnson er sagður vera með meðvitund og er ákvörðunin tekin til að hægt sé að grípa fyrr til aðgerða þurfi forsætisráðherrann á öndunarvél að halda.

Forsætisráðherrann hefur beðið utanríkisráðherrann Dominic Raab til að ganga í störf sín þar sem þess gerist þörf.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×