Veiðivottorð mikilvæg fyrir afla á erlendan markað Þorsteinn Hilmarsson skrifar 29. maí 2020 08:30 Það verður æ mikilvægara að geta gert grein fyrir uppruna þess afla sem ætlunin er að selja á mörkuðum erlendis. Síðastliðin 10 ár hefur þurft að framvísa veiðivottorði með sjávarafurðum sem fara á markað innan Evrópusambandsins og nú eru komin 3 ár síðan skylt varð að framvísa sambærilegum vottorðum við innflutning þorsks á Bandaríkjamarkað. Þá fjölgar sífellt þeim löndum sem tekið hafa upp notkun vottorða Evrópusambandsins við leyfisveitingu á innflutningi sjávarafurða. Hér á Íslandi eru veiðivottorð gefin út af Fiskistofu og staðfesta þau að aflinn hafi verið löglega veiddur og skráður og komi úr veiðistofni sem lýtur marktækri fiskveiðistjórn sem stenst viðmið um sjálfbæra nýtingu. Fiskistofa gaf í fyrra út tæplega 37 þúsund slík vottorð. Ljóst er að án viðurkenndra veiðivottorða er hætt við að aðgangur að verðmætustu og mikilvægustu mörkuðum Íslendinga lokist á næstu árum. Einnig vinnur notkun þeirra gegn útflutningi á ólöglegum afla. Fiskistofa reið á vaðið í samningum við ESB Fiskistofa fyrir hönd Íslands var einn fyrsti aðili til að koma á fót veiðivottorðakerfi á grundvelli tvíhliðasamnings við ESB. Sett var upp rafrænt kerfi þar sem seljendur skrá upplýsingar um útflutning afurða og tilgreina úr hvaða löndunum aflinn kemur. Fram fer sjálfvirk athugun í kerfinu á hvort upplýsingarnar stemmi við gagnagrunna Fiskistofu. Þegar svo reynist verður vottorðið til í tölvu útflytjandans sem sendir það með öðrum útflutningsskjölum vörunnar. Fiskistofa hefur það megin hlutverk að gæta að hagsmunum þjóðarinnar við ábyrga nýtingu hafs og vatna. Því teljum við mikilvægt að sofna ekki á verðinum heldur sýna fyrirhyggju í þessu mikla hagsmunamáli með því að þróa áfram það ágæta vottorðakerfi sem nýst hefur útflytjendum vel undanfarinn áratug og um leið tryggja ábyrgar veiðar og nýtingu. Nú rekur Fiskistofa allan afla rafrænt frá löndun og útgerð til fiskvinnslu (með viðkomu á fiskmarkaði þegar því er að skipta). Skráð er hvernig aflinn er unninn sem og hvert hann er fluttur út. Öll aflaskráning rafræn Með tilkomu smáforrits (apps) í snjallsíma eiga allar afladagbækur íslenska flotans að verða orðnar rafrænar í haust. Þar með verður mögulegt að rekja aflann ekki aðeins frá löndun til útflutnings afurða, heldur frá veiðiferð fiskiskipsins. Fiskistofa hefur hafið vinnu við að undirbúa nýtt veiðivottorðakerfi sem gera á útflytjendum og markaðsfyrirtækjum þeirra mögulegt að nýta rekjanleikann við markaðssetningu. Kerfið verður einnig þannig úr garði gert að það geti tengst nýju vottorðakerfi ESB og öðrum þegar innflutningsríkin bjóða upp á það. Höfundur er sviðsstjóri Fiskistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Það verður æ mikilvægara að geta gert grein fyrir uppruna þess afla sem ætlunin er að selja á mörkuðum erlendis. Síðastliðin 10 ár hefur þurft að framvísa veiðivottorði með sjávarafurðum sem fara á markað innan Evrópusambandsins og nú eru komin 3 ár síðan skylt varð að framvísa sambærilegum vottorðum við innflutning þorsks á Bandaríkjamarkað. Þá fjölgar sífellt þeim löndum sem tekið hafa upp notkun vottorða Evrópusambandsins við leyfisveitingu á innflutningi sjávarafurða. Hér á Íslandi eru veiðivottorð gefin út af Fiskistofu og staðfesta þau að aflinn hafi verið löglega veiddur og skráður og komi úr veiðistofni sem lýtur marktækri fiskveiðistjórn sem stenst viðmið um sjálfbæra nýtingu. Fiskistofa gaf í fyrra út tæplega 37 þúsund slík vottorð. Ljóst er að án viðurkenndra veiðivottorða er hætt við að aðgangur að verðmætustu og mikilvægustu mörkuðum Íslendinga lokist á næstu árum. Einnig vinnur notkun þeirra gegn útflutningi á ólöglegum afla. Fiskistofa reið á vaðið í samningum við ESB Fiskistofa fyrir hönd Íslands var einn fyrsti aðili til að koma á fót veiðivottorðakerfi á grundvelli tvíhliðasamnings við ESB. Sett var upp rafrænt kerfi þar sem seljendur skrá upplýsingar um útflutning afurða og tilgreina úr hvaða löndunum aflinn kemur. Fram fer sjálfvirk athugun í kerfinu á hvort upplýsingarnar stemmi við gagnagrunna Fiskistofu. Þegar svo reynist verður vottorðið til í tölvu útflytjandans sem sendir það með öðrum útflutningsskjölum vörunnar. Fiskistofa hefur það megin hlutverk að gæta að hagsmunum þjóðarinnar við ábyrga nýtingu hafs og vatna. Því teljum við mikilvægt að sofna ekki á verðinum heldur sýna fyrirhyggju í þessu mikla hagsmunamáli með því að þróa áfram það ágæta vottorðakerfi sem nýst hefur útflytjendum vel undanfarinn áratug og um leið tryggja ábyrgar veiðar og nýtingu. Nú rekur Fiskistofa allan afla rafrænt frá löndun og útgerð til fiskvinnslu (með viðkomu á fiskmarkaði þegar því er að skipta). Skráð er hvernig aflinn er unninn sem og hvert hann er fluttur út. Öll aflaskráning rafræn Með tilkomu smáforrits (apps) í snjallsíma eiga allar afladagbækur íslenska flotans að verða orðnar rafrænar í haust. Þar með verður mögulegt að rekja aflann ekki aðeins frá löndun til útflutnings afurða, heldur frá veiðiferð fiskiskipsins. Fiskistofa hefur hafið vinnu við að undirbúa nýtt veiðivottorðakerfi sem gera á útflytjendum og markaðsfyrirtækjum þeirra mögulegt að nýta rekjanleikann við markaðssetningu. Kerfið verður einnig þannig úr garði gert að það geti tengst nýju vottorðakerfi ESB og öðrum þegar innflutningsríkin bjóða upp á það. Höfundur er sviðsstjóri Fiskistofu.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar