Forréttindi þeirra sem njóta sakamála Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 14. maí 2020 16:00 Á þessum ótrúlegu tímum sem búum við í dag gerir fólk allt í þeirra valdi til að dreifa huganum, láta tímann líða og bíða betri stunda. Í sérstökum BBC hlaðvarpsþætti sem fjallaði um leiðir til þess að líða betur á Covid-tímum töluðu viðmælendur um að hreyfa sig, hlusta á tónlist, læra á hljóðfæri, að elda eða baka eitthvað nýtt, lesa bækurnar sem hafa beðið árum saman, að skála á happy hour í gegnum myndsímtal og að sérstaklega sé gott að taka bara einn dag í einu. Sjálf hef ég mikið notast við glæpasögur, í hvaða formi sem þær bjóðast. Þar get ég allt í einu gengið inn í aðstæður þar sem er söguþráður, spenna og hasar og svo er einhver fundinn sekur og mér finnst, þó það sé bara um stutta stund, eins og ég hafi örlitla stjórn. Ég veit hvað gerist næst. Sakamálasögur hafa verið notaðar til skemmtunar í áraraðir. Hvort sem það er í formi bóka, þáttaraða, bíómynda eða, líkt og hefur verið vinsælt nýverið, hlaðvarpa. Aðdáendurnir eru margir og konur þar í miklum meirihluta. Sjálf eyði ég klukkustundum saman í að hlusta og horfa á sögur af sakamálum og nýt þess í botn. En ég kemst upp með það, forréttindi mín sveipa mig sakleysishulu og ég held áfram að kveikja á næsta þætti eða setja í mig heyrnartólin og hlusta. Inn valsa raddir sem segja mér frá blóðugum morðum og hræðilegum atburðum en um leið og það verður of mikið get ég einfaldlega ýtt á pásu og tekið úr mér tólin. Þá er ég strax aftur mætt í minn rólega og ofbeldislausa raunveruleika. Allt er gott á ný. En því miður eru það ekki forréttindi sem allir njóta. Það eru ekki allir sem geta notast við glæpasögur sem afþreyingu, fyrir sumum eru þær hreinlega raunveruleiki. Jafnvel daglegur. Nú á Covid-tímum hefur heimilisofbeldi aukist snarlega, um heil 11%, ofbeldi gagnvart börnum sem beint eru rakin til veirunnar komin uppá borð hjá Barnaverndarnefnd og það sem er þyngra en tárum taki, tveir einstaklingar hafa látið lífið. Við sem notum sögur um sakamál til dægrastyttingar berum oft fyrir okkur að það sé til þess að læra hvað sé best að gera skyldum við einn daginn lenda í slíkum aðstæðum, að við séum eftir allt saman einhvernveginn, kannski, mögulega, betur undirbúin. Ó hvað ég vona að það sé satt, ég vona að allar þessar klukkustundir kenni okkur að þekkja merkin, spyrja spurninga, hringja á hjálp frekar einum of oft en einum of sjaldan, skipta okkur af, aðstoða og vera til staðar. Ó hvað ég vona að það sé satt. Höfundur er mannfræðingur og meistaranemi í miðlun- og almannatengslum við Goldsmiths University í London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum ótrúlegu tímum sem búum við í dag gerir fólk allt í þeirra valdi til að dreifa huganum, láta tímann líða og bíða betri stunda. Í sérstökum BBC hlaðvarpsþætti sem fjallaði um leiðir til þess að líða betur á Covid-tímum töluðu viðmælendur um að hreyfa sig, hlusta á tónlist, læra á hljóðfæri, að elda eða baka eitthvað nýtt, lesa bækurnar sem hafa beðið árum saman, að skála á happy hour í gegnum myndsímtal og að sérstaklega sé gott að taka bara einn dag í einu. Sjálf hef ég mikið notast við glæpasögur, í hvaða formi sem þær bjóðast. Þar get ég allt í einu gengið inn í aðstæður þar sem er söguþráður, spenna og hasar og svo er einhver fundinn sekur og mér finnst, þó það sé bara um stutta stund, eins og ég hafi örlitla stjórn. Ég veit hvað gerist næst. Sakamálasögur hafa verið notaðar til skemmtunar í áraraðir. Hvort sem það er í formi bóka, þáttaraða, bíómynda eða, líkt og hefur verið vinsælt nýverið, hlaðvarpa. Aðdáendurnir eru margir og konur þar í miklum meirihluta. Sjálf eyði ég klukkustundum saman í að hlusta og horfa á sögur af sakamálum og nýt þess í botn. En ég kemst upp með það, forréttindi mín sveipa mig sakleysishulu og ég held áfram að kveikja á næsta þætti eða setja í mig heyrnartólin og hlusta. Inn valsa raddir sem segja mér frá blóðugum morðum og hræðilegum atburðum en um leið og það verður of mikið get ég einfaldlega ýtt á pásu og tekið úr mér tólin. Þá er ég strax aftur mætt í minn rólega og ofbeldislausa raunveruleika. Allt er gott á ný. En því miður eru það ekki forréttindi sem allir njóta. Það eru ekki allir sem geta notast við glæpasögur sem afþreyingu, fyrir sumum eru þær hreinlega raunveruleiki. Jafnvel daglegur. Nú á Covid-tímum hefur heimilisofbeldi aukist snarlega, um heil 11%, ofbeldi gagnvart börnum sem beint eru rakin til veirunnar komin uppá borð hjá Barnaverndarnefnd og það sem er þyngra en tárum taki, tveir einstaklingar hafa látið lífið. Við sem notum sögur um sakamál til dægrastyttingar berum oft fyrir okkur að það sé til þess að læra hvað sé best að gera skyldum við einn daginn lenda í slíkum aðstæðum, að við séum eftir allt saman einhvernveginn, kannski, mögulega, betur undirbúin. Ó hvað ég vona að það sé satt, ég vona að allar þessar klukkustundir kenni okkur að þekkja merkin, spyrja spurninga, hringja á hjálp frekar einum of oft en einum of sjaldan, skipta okkur af, aðstoða og vera til staðar. Ó hvað ég vona að það sé satt. Höfundur er mannfræðingur og meistaranemi í miðlun- og almannatengslum við Goldsmiths University í London.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun