„Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 20:00 Rut Jónsdóttir leikmaður Íslands, Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals og Aron Pálmarsson leikmaður Íslands. Karla- og kvennalandslið Íslands í handbolta eiga fyrirhugaða leiki í undankeppnum EM og HM en óvíst er hvort þessir leikir fara fram á tilsettum tíma. Einnig eiga Valsmenn að leika í EHF-bikarnum í júní en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn þar eins og á fleiri stöðum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóra HSÍ, í Sportpakka kvöldsins þar sem þeir fóru yfir stöðuna hjá landsliðinu og Val. Það er ekki allt búið hjá HSÍ nefnilega. „Við erum enn með á dagskránni í sumar bæði karla- og kvennalandsleiki. Karlalandsliðið er fyrirhugað að spila við Sviss, heima og heiman, mánaðarmótin júlí og júní og kvennalandsliðið með fjóra leiki í undankeppni EM í byrjun júní. Við erum að bíða svara frá EHF hvað varðar um þessa leiki.“ Valsmenn eru komnir í 8-liða úrslit Áskorendabikarsins og áttu að leika gegn Halden frá Noregi í mars en þeim leikjum var frestað fram í júní. Óvíst er hvort eða hvenær þeir fara fram. „Áður en við tókum ákvörðunina í gær um að aflýsa öllu hér heima þá vorum við í sambandi við Evrópusambandið. Við vorum að óska eftir svörum frá þeim bæði varðandi landsliðin og varðandi leiki Vals í Evrópukeppninni. Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna.“ „Þeir stefna á því að vera með svör tilbúin fljótlega eftir páska. Þangað til er bara óvissa. Við vitum ekki hvað þeir gera. Umræðan um Meistaradeildina er að spila hana í ágúst. Hvað verður vitum við ekki og bíðum svara eins og aðrir.“ Hefur Róbert trú á að allir þessir leikir fari fram? „Ég hef trú á því að landsleikirnir verði leiknir á einhverjum tímapunkti. Ég efast um að kvennalandsleikirnir verði leiknir í byrjun júní. Það er bara svo skammt í það. Varðandi karlalandsliðið mánaðarmótin júní og júlí, ég veit ekki hvort við leikum þá eða í haust. Þeir leikir verða alltaf leiknir því við þurfum að skera úr hvaða lið fer á HM í Egyptalandi. Eins þarf að skera úr hvaða lið fer á EM í desember,“ sagði Róbert. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Róbert um stöðuna hjá landsliðinu og Val Handbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Karla- og kvennalandslið Íslands í handbolta eiga fyrirhugaða leiki í undankeppnum EM og HM en óvíst er hvort þessir leikir fara fram á tilsettum tíma. Einnig eiga Valsmenn að leika í EHF-bikarnum í júní en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn þar eins og á fleiri stöðum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóra HSÍ, í Sportpakka kvöldsins þar sem þeir fóru yfir stöðuna hjá landsliðinu og Val. Það er ekki allt búið hjá HSÍ nefnilega. „Við erum enn með á dagskránni í sumar bæði karla- og kvennalandsleiki. Karlalandsliðið er fyrirhugað að spila við Sviss, heima og heiman, mánaðarmótin júlí og júní og kvennalandsliðið með fjóra leiki í undankeppni EM í byrjun júní. Við erum að bíða svara frá EHF hvað varðar um þessa leiki.“ Valsmenn eru komnir í 8-liða úrslit Áskorendabikarsins og áttu að leika gegn Halden frá Noregi í mars en þeim leikjum var frestað fram í júní. Óvíst er hvort eða hvenær þeir fara fram. „Áður en við tókum ákvörðunina í gær um að aflýsa öllu hér heima þá vorum við í sambandi við Evrópusambandið. Við vorum að óska eftir svörum frá þeim bæði varðandi landsliðin og varðandi leiki Vals í Evrópukeppninni. Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna.“ „Þeir stefna á því að vera með svör tilbúin fljótlega eftir páska. Þangað til er bara óvissa. Við vitum ekki hvað þeir gera. Umræðan um Meistaradeildina er að spila hana í ágúst. Hvað verður vitum við ekki og bíðum svara eins og aðrir.“ Hefur Róbert trú á að allir þessir leikir fari fram? „Ég hef trú á því að landsleikirnir verði leiknir á einhverjum tímapunkti. Ég efast um að kvennalandsleikirnir verði leiknir í byrjun júní. Það er bara svo skammt í það. Varðandi karlalandsliðið mánaðarmótin júní og júlí, ég veit ekki hvort við leikum þá eða í haust. Þeir leikir verða alltaf leiknir því við þurfum að skera úr hvaða lið fer á HM í Egyptalandi. Eins þarf að skera úr hvaða lið fer á EM í desember,“ sagði Róbert. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Róbert um stöðuna hjá landsliðinu og Val
Handbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira