Hvetur Íslendinga til að fara að tilmælum þríeykisins Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 18:22 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var gestur Bítisins á dögunum. Vísir/Vilhelm Forseta Íslands segist þykja gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni, eins og kannannir MMR og Gallup hafa t.a.m. borið með sér. Hann biðlar til landsmanna að fara að tilmælum þríeykisins svokallaða, allir vilji jú vera hluti af lausninni en ekki vandanum. „Það sem ég kann svo vel að meta er að fólk er reiðubúið að treysta okkar framvarðasveit. Ekki bara af því að þau hafa einhverjar gráður eða vegna þess að þau geta kallað sig sérfræðinga heldur vegna þess að fólk skilur, sér og veit að fólk er að reyna að gera sitt besta í fordæmalausum aðstæðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Vísar hann þar m.a. til þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hafa borið hitann og þungann af daglegum upplýsingafundum vegna yfirstandandi farsóttar. Forsetinn segir að þó svo að landsmenn hafi heilt yfir staðið sig „sæmilega“ að fara að öllum tilmælum og leiðbeiningum er ljóst að betur má ef duga skal. „Svona hugsunarháttur gengur ekki“ Nefnir Guðni í því samhengi veðurhvellinn um síðustu helgi, þegar björgunarsveitir þurftu að bjarga um 100 Íslendingum sem lentu í vandræðum á ferð sinni um landið - þó svo að landsmenn hafi verið hvattir til að halda sig heima. Forsetinn telur þessa hegðun ekki til eftirbreytni. „Þá erum við að auka á vandann og nægur er hann samt. Við eigum að vera hluti lausnarinnar, við eigum ekki að vera hluti vandans,“ segir Guðni. Það sé því mikilvægt að fólk haldi ekki að ekkert komi fyrir það. „Það hlýtur nú að sleppa að ég, sem ætla ekki að skapa nein vandræði, leyfi mér að fara örsnöggt upp í bústað eða af því taginu,“ nefnir Guðni sem dæmi, sem segist þó eiga erfitt með að skipa fullorðnu fólki fyrir. „Svona hugsunarháttur gengur ekki ef að allir ætla að fara þá leiðina.“ Hér að neðan má heyra viðtal Reykjavík síðdegis við Guðna í heild sinni. Þar ræðir hann m.a. um áhrif veirunnar á störf embættisins, mikilvægi hóflegs kvíða og gerir orð Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins að sínum þegar hann segir: „Hegðum okkur bara almennilega. Þetta er ekki flóknara.“ Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45 Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Forseta Íslands segist þykja gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni, eins og kannannir MMR og Gallup hafa t.a.m. borið með sér. Hann biðlar til landsmanna að fara að tilmælum þríeykisins svokallaða, allir vilji jú vera hluti af lausninni en ekki vandanum. „Það sem ég kann svo vel að meta er að fólk er reiðubúið að treysta okkar framvarðasveit. Ekki bara af því að þau hafa einhverjar gráður eða vegna þess að þau geta kallað sig sérfræðinga heldur vegna þess að fólk skilur, sér og veit að fólk er að reyna að gera sitt besta í fordæmalausum aðstæðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Vísar hann þar m.a. til þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hafa borið hitann og þungann af daglegum upplýsingafundum vegna yfirstandandi farsóttar. Forsetinn segir að þó svo að landsmenn hafi heilt yfir staðið sig „sæmilega“ að fara að öllum tilmælum og leiðbeiningum er ljóst að betur má ef duga skal. „Svona hugsunarháttur gengur ekki“ Nefnir Guðni í því samhengi veðurhvellinn um síðustu helgi, þegar björgunarsveitir þurftu að bjarga um 100 Íslendingum sem lentu í vandræðum á ferð sinni um landið - þó svo að landsmenn hafi verið hvattir til að halda sig heima. Forsetinn telur þessa hegðun ekki til eftirbreytni. „Þá erum við að auka á vandann og nægur er hann samt. Við eigum að vera hluti lausnarinnar, við eigum ekki að vera hluti vandans,“ segir Guðni. Það sé því mikilvægt að fólk haldi ekki að ekkert komi fyrir það. „Það hlýtur nú að sleppa að ég, sem ætla ekki að skapa nein vandræði, leyfi mér að fara örsnöggt upp í bústað eða af því taginu,“ nefnir Guðni sem dæmi, sem segist þó eiga erfitt með að skipa fullorðnu fólki fyrir. „Svona hugsunarháttur gengur ekki ef að allir ætla að fara þá leiðina.“ Hér að neðan má heyra viðtal Reykjavík síðdegis við Guðna í heild sinni. Þar ræðir hann m.a. um áhrif veirunnar á störf embættisins, mikilvægi hóflegs kvíða og gerir orð Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins að sínum þegar hann segir: „Hegðum okkur bara almennilega. Þetta er ekki flóknara.“
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45 Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45
Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44