Erlent

WHO efins um grímuskyldu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Víða hefur grímuskylda verið sett á.
Víða hefur grímuskylda verið sett á. EPA/AKINTUNDE AKINLEYE

Æ fleiri ríki og borgir skylda nú íbúa til að bera andlitsgrímur vegna faraldursins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er efins um ágæti þess.

Christian Estrosi, borgarstjóri Nice í Frakklandi, sagði í dag að senn þyrftu allir borgarbúar að bera grímur til þess að reyna að sporna við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.

Hann er langt frá því að vera sá eini sem hefur gripið til þessa ráðs. Þegar hafa yfirvöld í Slóveníu, Slóvakíu og Langbarðalandi Ítalíu, og á fleiri svæðum tilkynnt um grímuskyldu.

En Tedros Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er ekki sannfærður um gildi þessara aðgerða. Hann hvetur þau svæði sem taka þetta skref að deila reynslunni með alþjóðasamfélaginu og minnir á að það sé afar mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk fái grímur og annan viðeigandi hlífðarfatnað.

„Við vitum að þessar grímur gagnast heilbrigðisstarfsfólki en þær eru af skornum skammti. Við höfum áhyggjur af því að almenningur noti grímur í stórum stíl og ýti þannig undir skort. Það skaðar þau sem mest þurfa á grímunum að halda og sums staðar er heilbrigðisstarfsfólk í raunverulegri hættu vegna þessa,“ sagði Ghebreyesus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×