Erlent

731 létust á einum degi í New York

Andri Eysteinsson skrifar
New York ríki er miðstöð kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum
New York ríki er miðstöð kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum Getty/Victor J. Blue

Gagnrýni á viðbrögð New York-ríkis við kórónuveirufaraldrinum hefur aukist eftir að metfjöldi lést á einum degi í ríkinu. 731 létust á undanförnum sólarhring vegna veirunnar og hafa því alls 5.489 manns látist vegna Covid-19 í ríkinu en 138.836 hafa sýkst. BBC greinir frá.

Yfirvöld og þá sérstaklega ríkisstjórinn Andrew Cuomo hafa verið harðlega gagnrýnd sér í lagi vegna útbreiðslu faraldursins í fangelsiskerfi ríkisins en 286 fangar og 331 starfsmaður hafa greinst með veiruna. Einn fangi, hinn 53 ára gamli Michael Tyson, er látinn en sá beið réttarhalda í máli gegn sér.

Cuomo minnti borgarbúa á mikilvægi þess að fylgja fyrirmælum og halda sig innandyra. Bað hann New York búa þá till þess að forðast stóra hópa fólks á meðan að hátíðirnar ganga í garð næstu helgi.

Cuomo hefur þá ákveðið að 1100 föngum verði sleppt úr haldi fyrr en áætlað var vegna faraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×