Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 20:20 Nei, þetta er ekki vetrarbrautin. Bara heill haugur af stjörnum. skjáskot Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ Lagið er betur þekkt sem „Góða ferð“ en er núna flutt við nýjan texta eftir Leif Geir Hafsteinsson. Leifur Geir samdi textann helgina 28. til 29. mars og segir hann að í kjölfarið hafi kviknað sú hugmynd að gera myndband við lagið í anda „We are the world.“ Safna saman stórpoppurum Íslands og þríeykinu svokallaða, fá þau til að taka höndum saman við að hamra heim skilaboðin: „Hlýðum Víði“ og „Ferðumst innanhúss“ núna fyrir páskana. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Þátttakendur hittust aldrei á meðan ferlinu stóð, voru heima hjá sér við tökur og þannig voru allar reglur um nánd, samkomubann og það að halda sig heima virtar við vinnslu lagsins. Fyrir neðan spilarann má jafnframt nálgast ná textann við lagið, auk upptalningar á öllum þeim sem birtast í myndbandinu. Aðstandendur myndbandsins í stafrófsröð Nafn Hlutverk Birgitta Haukdal Söngur Friðrik Dór Söngur Glowie Söngur Greta Salóme Strengir, Söngur Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir Tónlistarstjórn, hljóðfæraleikur, söngur, framkvæmd Helgi Björnsson Söngur Hildur Vala Einarsdóttir Söngur Ingó Veðurguð Söngur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngur Jón Gunnar Geirdal Markaðssetning og almannatengsl Jón Jónsson Söngur Jón Ólafsson Píanó, Söngur Kristinn Óli Haraldsson - Króli Söngur Kristján Steinn Leifsson Söngur, Trompet Leifur Geir Hafsteinsson Texti, hugmynd, framkvæmd Þórólfur Guðnason Söngur Alma Möller Söngur Víðir Reynisson Söngur Ragnhildur Gísladóttir Söngur Saga Júlía Benediktsdóttir Dúlla – óskar góðrar ferðar í lokin Salka Sól Söngur Sighvatur Jónsson Myndband, klapp Sverrir Bergmann Söngur Texti lagsins Ferðumst innanhúss 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, að dúllast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er útilega af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og kúrum innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Nú þurfa allir þétt að standa saman og koma COVID-stríðinu á skrið Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði og ferðumst heima við! Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, að ferðast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Góða ferð, verum sæl með góða ferð Samkomubann á Íslandi Tónlist Grín og gaman Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ Lagið er betur þekkt sem „Góða ferð“ en er núna flutt við nýjan texta eftir Leif Geir Hafsteinsson. Leifur Geir samdi textann helgina 28. til 29. mars og segir hann að í kjölfarið hafi kviknað sú hugmynd að gera myndband við lagið í anda „We are the world.“ Safna saman stórpoppurum Íslands og þríeykinu svokallaða, fá þau til að taka höndum saman við að hamra heim skilaboðin: „Hlýðum Víði“ og „Ferðumst innanhúss“ núna fyrir páskana. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Þátttakendur hittust aldrei á meðan ferlinu stóð, voru heima hjá sér við tökur og þannig voru allar reglur um nánd, samkomubann og það að halda sig heima virtar við vinnslu lagsins. Fyrir neðan spilarann má jafnframt nálgast ná textann við lagið, auk upptalningar á öllum þeim sem birtast í myndbandinu. Aðstandendur myndbandsins í stafrófsröð Nafn Hlutverk Birgitta Haukdal Söngur Friðrik Dór Söngur Glowie Söngur Greta Salóme Strengir, Söngur Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir Tónlistarstjórn, hljóðfæraleikur, söngur, framkvæmd Helgi Björnsson Söngur Hildur Vala Einarsdóttir Söngur Ingó Veðurguð Söngur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngur Jón Gunnar Geirdal Markaðssetning og almannatengsl Jón Jónsson Söngur Jón Ólafsson Píanó, Söngur Kristinn Óli Haraldsson - Króli Söngur Kristján Steinn Leifsson Söngur, Trompet Leifur Geir Hafsteinsson Texti, hugmynd, framkvæmd Þórólfur Guðnason Söngur Alma Möller Söngur Víðir Reynisson Söngur Ragnhildur Gísladóttir Söngur Saga Júlía Benediktsdóttir Dúlla – óskar góðrar ferðar í lokin Salka Sól Söngur Sighvatur Jónsson Myndband, klapp Sverrir Bergmann Söngur Texti lagsins Ferðumst innanhúss 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, að dúllast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er útilega af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og kúrum innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Nú þurfa allir þétt að standa saman og koma COVID-stríðinu á skrið Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði og ferðumst heima við! Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, að ferðast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Góða ferð, verum sæl með góða ferð
Samkomubann á Íslandi Tónlist Grín og gaman Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira