Erlent

Ekki fleiri látist á einum degi í Banda­ríkjunum frá upp­hafi far­aldursins

Atli Ísleifsson skrifar
Ástandið í Bandaríkjunum er sem fyrr verst í New York borg.
Ástandið í Bandaríkjunum er sem fyrr verst í New York borg. EPA

Alls létust 1.800 manns af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum á síðasta sólarhring en alls eru nú nærri 13 þúsund dauðsföll í Bandaríkjunum rakin til sjúkdómsins.

Ekki hafa fleiri látist af völdum sjúkdómnum í Bandaríkjunum á einum sólarhring frá upphafi faraldursins.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskóla eru nú skráð rúmlega 398 þúsund kórónuveirusmit og eru þau hvergi fleiri í heiminum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á fréttamannafundi í gær að svo kynni að vera að Bandaríkin væru að nálgast „topp kúrfunnar“.

Frá Bandaríkjunum bárust einnig þær fréttir í gærkvöldi að þjóðlagatónlistarmaðurinn John Prine hefði látist af völdum Covid-19.

Ástandið í Bandaríkjunum er sem fyrr verst í New York, en þar var skráð 731 dauðsfall í gær sem rakið er til kórónuveirunnar.


Tengdar fréttir

Segir Bandaríkin íhuga að stöðva greiðslur til WHO

Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að frysta greiðslur sínar til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vegna þess sem forseti Bandaríkjanna telur vera „kínverska slagsíðu“ í starfsemi stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×