Við munum komast í gegnum storminn Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 9. apríl 2020 09:00 Nú líður að lokum sjöttu viku COVID-19 faraldursins á Íslandi. Faraldurinn hefur sannarlega tekið á, reynt gríðarlega á sjúklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá undanfarnar vikur hvernig heilbrigðisstarfsfólk og kerfið allt hefur náð að taka utan um þetta gríðarstóra verkefni af æðruleysi og styrk, með þekkingu og reynslu að leiðarljósi og undir styrkri leiðsögn þríeykisins. Ekkert fum, ekkert fát, fyrst og fremst gengið í verkin og þau unnin. Það má ætla að við séum að nálgast hámark faraldursins í smitum talið, í auga stormsins, og að næstu tvær vikur verði sérlega erfiðar fyrir heilbrigðiskerfið. Nú fara páskar í hönd, og má segja að Dymbilvikan beri nú nafn með rentu sem aldrei fyrr. Verum lausnamiðuð Þá er sérlega gaman að sjá þau ljós sem þó skína. Við sjáum lausnamiðað fólk út um allt, fólk sem „hittir“ fjölskyldu og vini í símum og skjáum. Við sjáum eldra fólk taka í þjónustu sína tækni sem var þeim framandi og yngra fólk taka skref í tæknimálum sem það hafði ekki áður stigið. Á hátíðum og í fríum hefur það verið lenska að menn hitti fjölskyldur sínar og geri sér glaðan dag. Slíkur hittingur verður ekki mögulegur hjá þeim sem dvelja á heilbrigðistofnunum eða búa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Einnig mun margt eldra fólk og fjölskyldur þeirra velja að hittast ekki til að forðast smit. Við þær aðstæður er enn meiri þörf en áður á að við finnum leiðir til að „hittast“ samt. Hringjum, notum myndsíma, tölvur og samskiptaforrit. Komum fólkinu okkar, og okkur sjálfum, á óvart. Við munum komast í gegnum storminn. Förum þá ferð saman og styðjum þá sem þurfa þess með. Gefum hvort öðru fallega kveðju og bros. Gleðilega páska. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum sjöttu viku COVID-19 faraldursins á Íslandi. Faraldurinn hefur sannarlega tekið á, reynt gríðarlega á sjúklinga, heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá undanfarnar vikur hvernig heilbrigðisstarfsfólk og kerfið allt hefur náð að taka utan um þetta gríðarstóra verkefni af æðruleysi og styrk, með þekkingu og reynslu að leiðarljósi og undir styrkri leiðsögn þríeykisins. Ekkert fum, ekkert fát, fyrst og fremst gengið í verkin og þau unnin. Það má ætla að við séum að nálgast hámark faraldursins í smitum talið, í auga stormsins, og að næstu tvær vikur verði sérlega erfiðar fyrir heilbrigðiskerfið. Nú fara páskar í hönd, og má segja að Dymbilvikan beri nú nafn með rentu sem aldrei fyrr. Verum lausnamiðuð Þá er sérlega gaman að sjá þau ljós sem þó skína. Við sjáum lausnamiðað fólk út um allt, fólk sem „hittir“ fjölskyldu og vini í símum og skjáum. Við sjáum eldra fólk taka í þjónustu sína tækni sem var þeim framandi og yngra fólk taka skref í tæknimálum sem það hafði ekki áður stigið. Á hátíðum og í fríum hefur það verið lenska að menn hitti fjölskyldur sínar og geri sér glaðan dag. Slíkur hittingur verður ekki mögulegur hjá þeim sem dvelja á heilbrigðistofnunum eða búa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Einnig mun margt eldra fólk og fjölskyldur þeirra velja að hittast ekki til að forðast smit. Við þær aðstæður er enn meiri þörf en áður á að við finnum leiðir til að „hittast“ samt. Hringjum, notum myndsíma, tölvur og samskiptaforrit. Komum fólkinu okkar, og okkur sjálfum, á óvart. Við munum komast í gegnum storminn. Förum þá ferð saman og styðjum þá sem þurfa þess með. Gefum hvort öðru fallega kveðju og bros. Gleðilega páska. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun