Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 11:51 María Jesús Montero, talskona spænsku ríkisstjórnarinnar. Spánn og fleiri ríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum telja nauðsynlegt að ESB grípi til róttækari aðgerða til að hjálpa aðildarríkjunum. Framtíð sambandsins velti jafnvel á því hversu vel ríkin standi saman nú. Vísir/EPA Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Viðræður fjármálaráðherra ríkjanna um björgunarpakka fyrir löndin sem eru verst stödd fóru út um þúfur í nótt. Samkomulag um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja er sagt hafa strandað á deilum Ítala og Hollendinga um skilmála lánveitinga til evruríkja sem glíma við faraldurinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjármálaráðherrarnir funduðu í alla nótt en án árangurs. María Jesús Montero, talskona ríkisstjórnar Spánar, segir að íbúar álfunnar missi traust á sambandinu standi aðildarríkin ekki saman í neyð sem hún líkir við síðari heimsstyrjöldina sem Spánverjar tóku raunar ekki þátt í. „Við þurfum að aðstoða önnur ríki og þess vegna var Evrópusambandið upphaflega stofnað, á þeim tíma eftir bókstaflegt stríð, nú háum við stríð gegn faraldri,“ sagði Montero í sjónvarpviðtali á Spáni. Í sama streng tók Luis Planas, landbúnaðarráðherra Spánar þar sem 14.555 manns hafa látið lífið í faraldrinum og hátt í 147.000 manns smitast. „Þetta er lykilmálefni sem framtíð Evrópusambandsins veltur á,“ sagði Planas í útvarpsviðtali. Til stendur þó að halda viðræðum evruríkjanna áfram á morgun og bæði Planas og Montero lýsa bjartsýni um gang þeirra. Evrópusambandið hefur þegar aflétt takmörkunum á ríkisaðstoð og leyft aðildarríkjunum að auka skuldsetningu sína til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum faraldursins. Spánn, Frakkland, Ítalía og fleiri ríki telja þó ekki nógu langt gengið. Spánn Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Viðræður fjármálaráðherra ríkjanna um björgunarpakka fyrir löndin sem eru verst stödd fóru út um þúfur í nótt. Samkomulag um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja er sagt hafa strandað á deilum Ítala og Hollendinga um skilmála lánveitinga til evruríkja sem glíma við faraldurinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjármálaráðherrarnir funduðu í alla nótt en án árangurs. María Jesús Montero, talskona ríkisstjórnar Spánar, segir að íbúar álfunnar missi traust á sambandinu standi aðildarríkin ekki saman í neyð sem hún líkir við síðari heimsstyrjöldina sem Spánverjar tóku raunar ekki þátt í. „Við þurfum að aðstoða önnur ríki og þess vegna var Evrópusambandið upphaflega stofnað, á þeim tíma eftir bókstaflegt stríð, nú háum við stríð gegn faraldri,“ sagði Montero í sjónvarpviðtali á Spáni. Í sama streng tók Luis Planas, landbúnaðarráðherra Spánar þar sem 14.555 manns hafa látið lífið í faraldrinum og hátt í 147.000 manns smitast. „Þetta er lykilmálefni sem framtíð Evrópusambandsins veltur á,“ sagði Planas í útvarpsviðtali. Til stendur þó að halda viðræðum evruríkjanna áfram á morgun og bæði Planas og Montero lýsa bjartsýni um gang þeirra. Evrópusambandið hefur þegar aflétt takmörkunum á ríkisaðstoð og leyft aðildarríkjunum að auka skuldsetningu sína til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum faraldursins. Spánn, Frakkland, Ítalía og fleiri ríki telja þó ekki nógu langt gengið.
Spánn Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. 8. apríl 2020 10:20