Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2020 12:31 Hvalurinn í Kollavíkurvatni skammt undan bænum Borgum. Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók meðfylgjandi myndir af hvalnum, segist fyrst hafa séð hann á reki í Kollavíkurvatni í fyrradag og hafi hann þá verið dauður. Hún myndaði hann fyrst um tvöleytið á mánudag, en þá var þoka og lélegt skyggni. Hún myndaði hann svo aftur um fjögurleytið sama dag en þá hafði hann rekið nær bænum í Borgum og maraði þar við land. Vigdís bóndi í Borgum náði fyrst þessari mynd af hvalnum á mánudag en þá var þoka og lélegt skyggni.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir. Vigdís segir þetta stærðarinnar hval en kveðst ekki þekkja tegundina. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem skoðaði myndirnar, er hins vegar viss: „Þetta er búrhvalur.“ Vigdís segir að í morgun hafi hvalshræið sést við Mölina, en svo er sjávarkamburinn kallaður. Hún kvaðst vona að hann ræki aftur út um rennuna, sem myndaðist í illviðri í desember, en Stöð 2 greindi frá því í vetur að stórt skarð hefði þá rofnað í sjávarkambinn. Sjá nánar hér: Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Frá Kollavík og Kollavíkurvatni. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn. Fyrir miðri mynd sést hvernig malarkamburinn skilur stöðuvatnið frá sjónum.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Þá vaknaði sú spurning hvort Kollavíkurvatn teldist ekki lengur stöðuvatn heldur hefði breyst í sjávarlón. Vigdís kvaðst þó í morgun enn líta á það sem stöðuvatn, rennan sem myndaðist í vetur hefði verið að breytast á undanförnum vikum, en það myndi skýrast með tíð og tíma hvernig það þróaðist. Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn og telst þannig stærsta rándýr jarðar. Á wikipedia má lesa að tarfar geti náð 15-20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verði 11-13 metra langar og geti orðið um 20 tonn á þyngd. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í janúar um breytinguna á Kollavíkurvatni: Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók meðfylgjandi myndir af hvalnum, segist fyrst hafa séð hann á reki í Kollavíkurvatni í fyrradag og hafi hann þá verið dauður. Hún myndaði hann fyrst um tvöleytið á mánudag, en þá var þoka og lélegt skyggni. Hún myndaði hann svo aftur um fjögurleytið sama dag en þá hafði hann rekið nær bænum í Borgum og maraði þar við land. Vigdís bóndi í Borgum náði fyrst þessari mynd af hvalnum á mánudag en þá var þoka og lélegt skyggni.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir. Vigdís segir þetta stærðarinnar hval en kveðst ekki þekkja tegundina. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem skoðaði myndirnar, er hins vegar viss: „Þetta er búrhvalur.“ Vigdís segir að í morgun hafi hvalshræið sést við Mölina, en svo er sjávarkamburinn kallaður. Hún kvaðst vona að hann ræki aftur út um rennuna, sem myndaðist í illviðri í desember, en Stöð 2 greindi frá því í vetur að stórt skarð hefði þá rofnað í sjávarkambinn. Sjá nánar hér: Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Frá Kollavík og Kollavíkurvatni. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn. Fyrir miðri mynd sést hvernig malarkamburinn skilur stöðuvatnið frá sjónum.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Þá vaknaði sú spurning hvort Kollavíkurvatn teldist ekki lengur stöðuvatn heldur hefði breyst í sjávarlón. Vigdís kvaðst þó í morgun enn líta á það sem stöðuvatn, rennan sem myndaðist í vetur hefði verið að breytast á undanförnum vikum, en það myndi skýrast með tíð og tíma hvernig það þróaðist. Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn og telst þannig stærsta rándýr jarðar. Á wikipedia má lesa að tarfar geti náð 15-20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verði 11-13 metra langar og geti orðið um 20 tonn á þyngd. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í janúar um breytinguna á Kollavíkurvatni:
Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira