Faraldurinn hefur náð hápunkti Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 14:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna þar sem hann lýsti því að faraldurinn hefði náð hámarki í dag. Lögreglan Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. Þórólfur greindi frá því að þrjátíu ný smit hefðu greinst á milli daga á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Mörg sýni hefðu verið tekinn síðasta sólarhringinn en hlutfallslega færri greindust smitaðir nú en verið hefur. Aðeins 4,3% sýna sem voru greind á Landspítalanum voru jákvæð en hlutfallið hefur verið á bilinu 10-15%. Af sýnum sem Íslensk erfðagreining greindi var aðeins eitt jákvætt eða 0,07%. „Ég held að við getum sagt að við séum búin að ná toppinum núna,“ sagði Þórólfur. Fjöldi þeirra sem batnar er nú meiri en nýsmitaðra og sagði Þórólfur þannig að svonefndur grunnsmitstuðull veirunnar sem rætt hefur verið um væri kominn niður fyrir einn. Faraldurinn væri á niðurleið. Varaði Þórólfur þó við því að að lítið þyrfti út af bregða til að nýsmitum fjölgaði aftur ef fólk hætti að gæta að sér. Áfram yrði fylgst grannt með þróun faraldursins, sérstaklega með tilliti til staðbundinna hópsýkninga og gripið yrði til ráðstafana ef þær kæmu upp. Alma Möller, landlæknir, tók fram að þrátt fyrir að hápunkti faraldursins hefði verið náð í smitum væri toppinum í heilbrigðisþjónustunni ekki náð fyrr en eftir viku til tíu daga. Á gjörgæsludeildum væri viðvarandi álag þar sem sjúklingar þurfa að liggja inn í vissan tíma vegna veikindanna. Samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins eru í gildi til 4. maí. Þórólfur sagði stöðuna nú ekki gefa tilefni til að draga úr aðgerðunum. Hann telji að þeim þurfi að viðhalda áfram. Varlega þyrfti að fara í að létta á aðgerðunum vegna hættu á að faraldurinn gæti blossað aftur upp síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá upptöku frá upplýsingafundinum fyrr í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. Þórólfur greindi frá því að þrjátíu ný smit hefðu greinst á milli daga á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Mörg sýni hefðu verið tekinn síðasta sólarhringinn en hlutfallslega færri greindust smitaðir nú en verið hefur. Aðeins 4,3% sýna sem voru greind á Landspítalanum voru jákvæð en hlutfallið hefur verið á bilinu 10-15%. Af sýnum sem Íslensk erfðagreining greindi var aðeins eitt jákvætt eða 0,07%. „Ég held að við getum sagt að við séum búin að ná toppinum núna,“ sagði Þórólfur. Fjöldi þeirra sem batnar er nú meiri en nýsmitaðra og sagði Þórólfur þannig að svonefndur grunnsmitstuðull veirunnar sem rætt hefur verið um væri kominn niður fyrir einn. Faraldurinn væri á niðurleið. Varaði Þórólfur þó við því að að lítið þyrfti út af bregða til að nýsmitum fjölgaði aftur ef fólk hætti að gæta að sér. Áfram yrði fylgst grannt með þróun faraldursins, sérstaklega með tilliti til staðbundinna hópsýkninga og gripið yrði til ráðstafana ef þær kæmu upp. Alma Möller, landlæknir, tók fram að þrátt fyrir að hápunkti faraldursins hefði verið náð í smitum væri toppinum í heilbrigðisþjónustunni ekki náð fyrr en eftir viku til tíu daga. Á gjörgæsludeildum væri viðvarandi álag þar sem sjúklingar þurfa að liggja inn í vissan tíma vegna veikindanna. Samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins eru í gildi til 4. maí. Þórólfur sagði stöðuna nú ekki gefa tilefni til að draga úr aðgerðunum. Hann telji að þeim þurfi að viðhalda áfram. Varlega þyrfti að fara í að létta á aðgerðunum vegna hættu á að faraldurinn gæti blossað aftur upp síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá upptöku frá upplýsingafundinum fyrr í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira