Aðlögun að nýjum veruleika! Ómar H Kristmundsson skrifar 8. apríl 2020 16:30 Í áhugaverðri skýrslu frá sérfræðingahópi á vegum Imperial College um áhrif aðgerða gegn COVID 19 kemur fram mikilvægi þess að nota „aðgerðapakka“ til að halda niðri veirunni og tryggja að heilbrigðiskerfi ráði við þann heilsufarsvanda sem af faraldrinum hlýst á hverjum tíma. Á Íslandi hefur verið farið eftir þeirri aðferðafræði sem þar er mælt með og hafa aðgerðir yfirvalda hér skilað góðum árangri. En nú er spurt, hvað tekur við þegar við erum komin yfir versta hjallann, þegar við erum komin vel niður brekkuna á kúrfunni? Í skýrslunni er bent á hversu vandasamt verður að halda niðri veirunni þann tíma sem tekur að finna bóluefni og/eða lyf. Þar er rætt um að gera megi ráð fyrir 18 mánuðum þar til bóluefni er tiltækt. Ef slakað er of mikið á þangað til kemur einfaldlega annar toppur eða toppar með þeim hörmungum sem heimurinn er að upplifa í dag. Þannig þarf að viðhalda öflugum sóttvörnum sem þó gefa svigrúm til samfélagslegrar virkni. Efnahagslegar aðgerðir eru samofnar því hvernig til tekst í aðgerðum gegn faraldrinum. Því virðist óhjákvæmilegt að taka eitt skref í einu, aðlaga aðgerðir að ástandinu á hverjum tíma, í hvora áttina sem stefnir, þar til hjarðónæmi hefur náðst með almennri bólusetningu eða lækning fundist. Því fyrr sem „hjól atvinnulífsins“ fara aftur að snúast því betra. En til að aðlaga það að þessum sérstöku aðstæðum þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á samfélagslegum vettvangi. Við höfum undanfarið orðið vitni að þeim samhug og frumkvöðlakrafti sem býr í samfélaginu og leiðir af sér frumlegar og sjálfsprottnar leiðir til lausna. Aldrei hefur verið meiri þörf á að skoða nýjar leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, auka sjálfbærni og virkja jafnframt samstöðumátt og kraft þjóðarinnar. Sem efnivið í hugmyndavinnu set ég fram eftirfarandi spurningar valdar af handahófi: Hvernig getum við eflt íslenska grænmetisframleiðslu og með því skapað ný störf um leið og við aukum matvælaöryggi? Er unnt að koma á móts við grænmetisbændur með lægra raforkuverði eða með stuðningi við stækkun á framleiðslueiningum? Augljóst er að skellur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur en spurningin er hvernig má bregðast við - til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvald hafa nú þegar gripið til? Hvernig aukum við innlenda eftirspurn þrátt fyrir COVID takmarkanir? Hvernig er hægt að efla menningarstarf sem að hluta er miðlað með streymi í áskrift. Ég nefni sem dæmi þá aðferð sem sinfóníuhljómsveitir og óperuhús hafa farið í auknum mæli. Þekkt er hvernig Metropolitan óperan bætti fjárhag sinn með því að hefja óperuflutning í streymi. Hvaða leiðir geta veitingastaðir farið til að opna aftur fyrir gesti en taka jafnframt mið af þeim reglum sem COVID aðgerðirnar setja? Í megindráttum virðast hinar einföldu reglur stórmarkaða hafa gengið upp. Hvernig má yfirfæra þær á veitingastaði? Hvernig geta háskólar, stjórnvöld og atvinnulíf unnið saman að nýjum lausnum á sviði velferðarmála? Til dæmis, hvernig má taka enn fleiri skref við þróun fjarlækninga sem m.a. geta boðið upp á aukna sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Án efa er unnið markvisst að aðgerðum innan þeirra atvinnugreina sem þessar spurningar beinast að. Mikilvægast er þó að brugðist sé hratt og vel við núverandi aðstæðum og ekki sé beðið eftir að COVID hverfi. Því miður eru litlar líkar á að það gerist á næstunni ef tekið er mið af skýrslunni sem vísað er í hér í upphafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ómar H. Kristmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í áhugaverðri skýrslu frá sérfræðingahópi á vegum Imperial College um áhrif aðgerða gegn COVID 19 kemur fram mikilvægi þess að nota „aðgerðapakka“ til að halda niðri veirunni og tryggja að heilbrigðiskerfi ráði við þann heilsufarsvanda sem af faraldrinum hlýst á hverjum tíma. Á Íslandi hefur verið farið eftir þeirri aðferðafræði sem þar er mælt með og hafa aðgerðir yfirvalda hér skilað góðum árangri. En nú er spurt, hvað tekur við þegar við erum komin yfir versta hjallann, þegar við erum komin vel niður brekkuna á kúrfunni? Í skýrslunni er bent á hversu vandasamt verður að halda niðri veirunni þann tíma sem tekur að finna bóluefni og/eða lyf. Þar er rætt um að gera megi ráð fyrir 18 mánuðum þar til bóluefni er tiltækt. Ef slakað er of mikið á þangað til kemur einfaldlega annar toppur eða toppar með þeim hörmungum sem heimurinn er að upplifa í dag. Þannig þarf að viðhalda öflugum sóttvörnum sem þó gefa svigrúm til samfélagslegrar virkni. Efnahagslegar aðgerðir eru samofnar því hvernig til tekst í aðgerðum gegn faraldrinum. Því virðist óhjákvæmilegt að taka eitt skref í einu, aðlaga aðgerðir að ástandinu á hverjum tíma, í hvora áttina sem stefnir, þar til hjarðónæmi hefur náðst með almennri bólusetningu eða lækning fundist. Því fyrr sem „hjól atvinnulífsins“ fara aftur að snúast því betra. En til að aðlaga það að þessum sérstöku aðstæðum þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á samfélagslegum vettvangi. Við höfum undanfarið orðið vitni að þeim samhug og frumkvöðlakrafti sem býr í samfélaginu og leiðir af sér frumlegar og sjálfsprottnar leiðir til lausna. Aldrei hefur verið meiri þörf á að skoða nýjar leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, auka sjálfbærni og virkja jafnframt samstöðumátt og kraft þjóðarinnar. Sem efnivið í hugmyndavinnu set ég fram eftirfarandi spurningar valdar af handahófi: Hvernig getum við eflt íslenska grænmetisframleiðslu og með því skapað ný störf um leið og við aukum matvælaöryggi? Er unnt að koma á móts við grænmetisbændur með lægra raforkuverði eða með stuðningi við stækkun á framleiðslueiningum? Augljóst er að skellur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur en spurningin er hvernig má bregðast við - til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvald hafa nú þegar gripið til? Hvernig aukum við innlenda eftirspurn þrátt fyrir COVID takmarkanir? Hvernig er hægt að efla menningarstarf sem að hluta er miðlað með streymi í áskrift. Ég nefni sem dæmi þá aðferð sem sinfóníuhljómsveitir og óperuhús hafa farið í auknum mæli. Þekkt er hvernig Metropolitan óperan bætti fjárhag sinn með því að hefja óperuflutning í streymi. Hvaða leiðir geta veitingastaðir farið til að opna aftur fyrir gesti en taka jafnframt mið af þeim reglum sem COVID aðgerðirnar setja? Í megindráttum virðast hinar einföldu reglur stórmarkaða hafa gengið upp. Hvernig má yfirfæra þær á veitingastaði? Hvernig geta háskólar, stjórnvöld og atvinnulíf unnið saman að nýjum lausnum á sviði velferðarmála? Til dæmis, hvernig má taka enn fleiri skref við þróun fjarlækninga sem m.a. geta boðið upp á aukna sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Án efa er unnið markvisst að aðgerðum innan þeirra atvinnugreina sem þessar spurningar beinast að. Mikilvægast er þó að brugðist sé hratt og vel við núverandi aðstæðum og ekki sé beðið eftir að COVID hverfi. Því miður eru litlar líkar á að það gerist á næstunni ef tekið er mið af skýrslunni sem vísað er í hér í upphafi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun