Litla gula hænan fann fræ Eva Magnúsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 07:30 Litla, gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ. Litla, gula hænan sagði: „Hver vill sá fræinu?“ Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég. Litla gula hænan sagði „Ég skal sá fræinu,” Af hverju er ég að rifja upp þessa sögu af Litlu gulu hænunni sem við lærðum öll í barnæsku? Loftslagsárið mikla 2019 kom umræðunni um hnignandi líf á jörðinni á dagskrá og við höfum talað okkur hás á hverjum fundinum á fætur öðrum og fjölmargir hafa verið bæði hundurinn og kötturinn allt árið. En nú er komið árið 2020 og tími kominn á að sá fræinu. Hver ætlar að taka það að sér og vera litla gula hænan? Í upphafi árs er ekki þverfótað fyrir umhverfisfundum og við höldum áfram að tala, það er mjög gott að við vitum hvað er að… en hvað er best að gera? Endurheimt votlendis Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, hefur víða fjallað um mikilvægi skjótra aðgerða í endurheimt votlendis sem er jafnframt fljótlegasta loftslagsaðgerðin sem við getum farið í. Á meðan við höldum áfram að tala þá heldur votlendið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það þarf samræmdar aðgerðir í það verkefni og sátt um hver greiði fyrir endurheimtina. Byrja þarf á svæðum sem ekki eru í notkun hvort eð er. Við skulum nota tímann í vetur til frekari greiningar og undirbúnings fyrir framkvæmdir næsta sumar. Endanleg vinna í jörð er einungis fær í nokkra daga á ári. Nú þegar liggja fyrir ýmsar skýrslur sem hægt er að styðjast við og eins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins benti á í vikunni þá hefur ekkert eitt verkefni skilað jafn mikilli stöðvun úrblástur gróiðurhúsalofttegunda á síðasta ári og Votlendissjóðurinn. Hann stöðvaði útblástur 1.440 tonna sem samsvarar því að 720 fólksbílar hefðu breyst í rafmagnsbíla. En mikið vill meira. Grænir peningar Fleiri leiðir eru færar og fjármagn stýrir þjóðfélögum. Það eru til leiðir til þess að nýta fjármálakerfið til grænna lausna, til dæmis með því að nýta fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna sem eiga í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi auk þeirra banka sem eru í eigu Íslendinga. Nýr Kauphallarforstjóri benti á í áramótaviðtali sínu að fleiri þátttakendur í stjórnum lífeyrissjóða og meiri valddreifing væru heillavænlegri og að betra væri að stjórnir lífeyrisjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum í stað þess að vera tilnefndar af aðilum vinnumarkaðarins. Ég vil bæta því við að þá gæfist fólki sem áhuga hefur á grænum lausnum tækifæri til þess að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða og hafa áhrif á áherslu fjárfestinga til grænni lausna og verkefna sem hafa góð áhrif á umhverfið og stuðla að hringrásarhagkerfi. Ég er Litla gula hænan Ég benti á þessar tvær leiðir sem gætu verið fljótlegri en aðrar þar sem við þurfum skjótar aðgerðir þegar húsið brennur. Lengri tíma tekur fyrir trén að vaxa en við eigum samt að halda því góða starfi áfram sem felst í skógrækt auk alls þess góða sem fyrirtæki og heimili eru að gera til að draga úr losun. ….en í gegnum eignarhald væri auðvelt fyrir stjórnvöld að styðja við stefnu banka og lífeyrissjóða til að þess að fjárfesta í grænum lausnum. Við þurfum að hætta að tala okkur hás og fara að dýfa hendi í kalt vatn, framkvæma. Það eru margir boltar á lofti. Við skulum öll grípa boltann þar sem við sjáum hann föstum tökum og segja; Ég er Litla gula hænan og ég ætla að taka þátt í þessu verkefni". Öðruvísi breytum við ekki heiminum því einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, stjórnmál og viðskiptalífið eru samofin og því þurfum við öll að vera litla gula hænan. Höfundur er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Litla, gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ. Litla, gula hænan sagði: „Hver vill sá fræinu?“ Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég. Litla gula hænan sagði „Ég skal sá fræinu,” Af hverju er ég að rifja upp þessa sögu af Litlu gulu hænunni sem við lærðum öll í barnæsku? Loftslagsárið mikla 2019 kom umræðunni um hnignandi líf á jörðinni á dagskrá og við höfum talað okkur hás á hverjum fundinum á fætur öðrum og fjölmargir hafa verið bæði hundurinn og kötturinn allt árið. En nú er komið árið 2020 og tími kominn á að sá fræinu. Hver ætlar að taka það að sér og vera litla gula hænan? Í upphafi árs er ekki þverfótað fyrir umhverfisfundum og við höldum áfram að tala, það er mjög gott að við vitum hvað er að… en hvað er best að gera? Endurheimt votlendis Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, hefur víða fjallað um mikilvægi skjótra aðgerða í endurheimt votlendis sem er jafnframt fljótlegasta loftslagsaðgerðin sem við getum farið í. Á meðan við höldum áfram að tala þá heldur votlendið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það þarf samræmdar aðgerðir í það verkefni og sátt um hver greiði fyrir endurheimtina. Byrja þarf á svæðum sem ekki eru í notkun hvort eð er. Við skulum nota tímann í vetur til frekari greiningar og undirbúnings fyrir framkvæmdir næsta sumar. Endanleg vinna í jörð er einungis fær í nokkra daga á ári. Nú þegar liggja fyrir ýmsar skýrslur sem hægt er að styðjast við og eins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins benti á í vikunni þá hefur ekkert eitt verkefni skilað jafn mikilli stöðvun úrblástur gróiðurhúsalofttegunda á síðasta ári og Votlendissjóðurinn. Hann stöðvaði útblástur 1.440 tonna sem samsvarar því að 720 fólksbílar hefðu breyst í rafmagnsbíla. En mikið vill meira. Grænir peningar Fleiri leiðir eru færar og fjármagn stýrir þjóðfélögum. Það eru til leiðir til þess að nýta fjármálakerfið til grænna lausna, til dæmis með því að nýta fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna sem eiga í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi auk þeirra banka sem eru í eigu Íslendinga. Nýr Kauphallarforstjóri benti á í áramótaviðtali sínu að fleiri þátttakendur í stjórnum lífeyrissjóða og meiri valddreifing væru heillavænlegri og að betra væri að stjórnir lífeyrisjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum í stað þess að vera tilnefndar af aðilum vinnumarkaðarins. Ég vil bæta því við að þá gæfist fólki sem áhuga hefur á grænum lausnum tækifæri til þess að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða og hafa áhrif á áherslu fjárfestinga til grænni lausna og verkefna sem hafa góð áhrif á umhverfið og stuðla að hringrásarhagkerfi. Ég er Litla gula hænan Ég benti á þessar tvær leiðir sem gætu verið fljótlegri en aðrar þar sem við þurfum skjótar aðgerðir þegar húsið brennur. Lengri tíma tekur fyrir trén að vaxa en við eigum samt að halda því góða starfi áfram sem felst í skógrækt auk alls þess góða sem fyrirtæki og heimili eru að gera til að draga úr losun. ….en í gegnum eignarhald væri auðvelt fyrir stjórnvöld að styðja við stefnu banka og lífeyrissjóða til að þess að fjárfesta í grænum lausnum. Við þurfum að hætta að tala okkur hás og fara að dýfa hendi í kalt vatn, framkvæma. Það eru margir boltar á lofti. Við skulum öll grípa boltann þar sem við sjáum hann föstum tökum og segja; Ég er Litla gula hænan og ég ætla að taka þátt í þessu verkefni". Öðruvísi breytum við ekki heiminum því einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, stjórnmál og viðskiptalífið eru samofin og því þurfum við öll að vera litla gula hænan. Höfundur er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Podium ehf.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun