„Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 09:00 Sigurbjörn Magnússon og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Hestalífið/Hörður Þórhallsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. „Ég var bara mjög ung þegar ég var að skottast uppi í hesthúsi, heimta að fá að fara á bak, fara í reiðtúr og fljótlega var ég farin að heimta að mér yrði sleppt, sem endaði nú kannski ekkert alltaf vel. Ég var mjög ákveðin í því að ætla að gera þetta sjálf, vera ein á hestbaki og þyrfti sko enga hjálp,“ segir Áslaug við Telmu Lucindu Tómasdóttur en hún var gestur í mannlífsþættinum Hestalífið. Hent af baki um leið „Það er ein saga af því þegar ég var að keppa, sennilega í pollaflokki og fannst ekki nógu gott að vera bara á barnahestinum, vildi fá betri hest og pabbi lét mig hafa einn af sínum hestum og ég fór á hann. Hann ætlaði nú bara að teyma mig í keppnina, en ég heimtaði að hann myndi sleppa mér. Og hann lét undan dömunni og það endaði með því að hesturinn rauk með mig upp brekkuna bara mínútu seinna og henti mér af. Eftir það lét hann ekki alltaf undan ákveðninni í mér en svo fór allt vel og hann sótti barnahestinn og ég fór í keppnina og fékk medalíu þannig að, þetta endaði svosem vel.“ Í þættinum fór Áslaug á hestbak með föður sínum, lögmanninum Sigurbirni Magnússyni. Þau eru miklir vinir og deila einlægum hestaáhuga. Sigurbjörn segir að um fjögurra ára aldur hafa Áslaug byrjað skottast með honum á mjúkum, töltgengum hesti. „Þá fékk hún mjög góða tilfinningu mjög snemma fyrir hestinum. Og svo fékk ég lánaða skjótta hryssu sem var kölluð Skjóna og hún fór í fyrsta sinn á svona níu ára í fyrsta sleppitúrinn með okkur upp í Kjós. Hún brokkaði mjög þýtt og fínt og hún gat snúið sér við á henni og hún hélt bara áfram á sínu þýða og fína brokki.“ Hestalífið/Hörður Þórhallsson Algjörlega óhrædd Ekki leið á löngu þar til keppnisferilinn hófst og Áslaug var sérlega öflug í unglinga- og ungmennaflokki. „Ég keppti á nokkrum Landsmótum. Og gaman að ég var að gera grín að því á síðasta landsmóti að ég hefði haft mismunandi hlutverk á öllum landsmótum. Ég byrjaði náttúrulega á því að keppa á Landsmótum, síðan á Landsmótinu hér í Reykjavík var ég blaðamaður á Morgunblaðinu og var á fullu að segja frá landsmótinu á síðum blaðanna, og síðan var ég lögreglumaður á Suðurlandi þegar landsmótið var á Hellu eftir það og nú fékk ég bara að hjálpa pabba með hópreiðina sem óbreyttur þingmaður.“ Sigurbjörn hafði séð fyrir sér að Áslaug Arna myndi hjálpa sér í tamningum í vetur en það varð ekki mikið úr því eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra síðasta haust. „Hún er algerlega óhrædd og afslöppuð á hestbaki. Ég held að hesturinn finni það mjög fljótt,“ segir Sigurbjörn um helstu kosti Áslaugar sem knapa. Feðginin eru mjög náin og tala stundum saman oft á dag. „Auðvitað eru það mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu, það er algjörlega einstakt. Og það eru ekki allir sem geta varið bæði tíma með fjölskyldunni og áhugamálinu á sama tíma.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Alþingi Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. „Ég var bara mjög ung þegar ég var að skottast uppi í hesthúsi, heimta að fá að fara á bak, fara í reiðtúr og fljótlega var ég farin að heimta að mér yrði sleppt, sem endaði nú kannski ekkert alltaf vel. Ég var mjög ákveðin í því að ætla að gera þetta sjálf, vera ein á hestbaki og þyrfti sko enga hjálp,“ segir Áslaug við Telmu Lucindu Tómasdóttur en hún var gestur í mannlífsþættinum Hestalífið. Hent af baki um leið „Það er ein saga af því þegar ég var að keppa, sennilega í pollaflokki og fannst ekki nógu gott að vera bara á barnahestinum, vildi fá betri hest og pabbi lét mig hafa einn af sínum hestum og ég fór á hann. Hann ætlaði nú bara að teyma mig í keppnina, en ég heimtaði að hann myndi sleppa mér. Og hann lét undan dömunni og það endaði með því að hesturinn rauk með mig upp brekkuna bara mínútu seinna og henti mér af. Eftir það lét hann ekki alltaf undan ákveðninni í mér en svo fór allt vel og hann sótti barnahestinn og ég fór í keppnina og fékk medalíu þannig að, þetta endaði svosem vel.“ Í þættinum fór Áslaug á hestbak með föður sínum, lögmanninum Sigurbirni Magnússyni. Þau eru miklir vinir og deila einlægum hestaáhuga. Sigurbjörn segir að um fjögurra ára aldur hafa Áslaug byrjað skottast með honum á mjúkum, töltgengum hesti. „Þá fékk hún mjög góða tilfinningu mjög snemma fyrir hestinum. Og svo fékk ég lánaða skjótta hryssu sem var kölluð Skjóna og hún fór í fyrsta sinn á svona níu ára í fyrsta sleppitúrinn með okkur upp í Kjós. Hún brokkaði mjög þýtt og fínt og hún gat snúið sér við á henni og hún hélt bara áfram á sínu þýða og fína brokki.“ Hestalífið/Hörður Þórhallsson Algjörlega óhrædd Ekki leið á löngu þar til keppnisferilinn hófst og Áslaug var sérlega öflug í unglinga- og ungmennaflokki. „Ég keppti á nokkrum Landsmótum. Og gaman að ég var að gera grín að því á síðasta landsmóti að ég hefði haft mismunandi hlutverk á öllum landsmótum. Ég byrjaði náttúrulega á því að keppa á Landsmótum, síðan á Landsmótinu hér í Reykjavík var ég blaðamaður á Morgunblaðinu og var á fullu að segja frá landsmótinu á síðum blaðanna, og síðan var ég lögreglumaður á Suðurlandi þegar landsmótið var á Hellu eftir það og nú fékk ég bara að hjálpa pabba með hópreiðina sem óbreyttur þingmaður.“ Sigurbjörn hafði séð fyrir sér að Áslaug Arna myndi hjálpa sér í tamningum í vetur en það varð ekki mikið úr því eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra síðasta haust. „Hún er algerlega óhrædd og afslöppuð á hestbaki. Ég held að hesturinn finni það mjög fljótt,“ segir Sigurbjörn um helstu kosti Áslaugar sem knapa. Feðginin eru mjög náin og tala stundum saman oft á dag. „Auðvitað eru það mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu, það er algjörlega einstakt. Og það eru ekki allir sem geta varið bæði tíma með fjölskyldunni og áhugamálinu á sama tíma.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Alþingi Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira