„Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 09:00 Sigurbjörn Magnússon og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Hestalífið/Hörður Þórhallsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. „Ég var bara mjög ung þegar ég var að skottast uppi í hesthúsi, heimta að fá að fara á bak, fara í reiðtúr og fljótlega var ég farin að heimta að mér yrði sleppt, sem endaði nú kannski ekkert alltaf vel. Ég var mjög ákveðin í því að ætla að gera þetta sjálf, vera ein á hestbaki og þyrfti sko enga hjálp,“ segir Áslaug við Telmu Lucindu Tómasdóttur en hún var gestur í mannlífsþættinum Hestalífið. Hent af baki um leið „Það er ein saga af því þegar ég var að keppa, sennilega í pollaflokki og fannst ekki nógu gott að vera bara á barnahestinum, vildi fá betri hest og pabbi lét mig hafa einn af sínum hestum og ég fór á hann. Hann ætlaði nú bara að teyma mig í keppnina, en ég heimtaði að hann myndi sleppa mér. Og hann lét undan dömunni og það endaði með því að hesturinn rauk með mig upp brekkuna bara mínútu seinna og henti mér af. Eftir það lét hann ekki alltaf undan ákveðninni í mér en svo fór allt vel og hann sótti barnahestinn og ég fór í keppnina og fékk medalíu þannig að, þetta endaði svosem vel.“ Í þættinum fór Áslaug á hestbak með föður sínum, lögmanninum Sigurbirni Magnússyni. Þau eru miklir vinir og deila einlægum hestaáhuga. Sigurbjörn segir að um fjögurra ára aldur hafa Áslaug byrjað skottast með honum á mjúkum, töltgengum hesti. „Þá fékk hún mjög góða tilfinningu mjög snemma fyrir hestinum. Og svo fékk ég lánaða skjótta hryssu sem var kölluð Skjóna og hún fór í fyrsta sinn á svona níu ára í fyrsta sleppitúrinn með okkur upp í Kjós. Hún brokkaði mjög þýtt og fínt og hún gat snúið sér við á henni og hún hélt bara áfram á sínu þýða og fína brokki.“ Hestalífið/Hörður Þórhallsson Algjörlega óhrædd Ekki leið á löngu þar til keppnisferilinn hófst og Áslaug var sérlega öflug í unglinga- og ungmennaflokki. „Ég keppti á nokkrum Landsmótum. Og gaman að ég var að gera grín að því á síðasta landsmóti að ég hefði haft mismunandi hlutverk á öllum landsmótum. Ég byrjaði náttúrulega á því að keppa á Landsmótum, síðan á Landsmótinu hér í Reykjavík var ég blaðamaður á Morgunblaðinu og var á fullu að segja frá landsmótinu á síðum blaðanna, og síðan var ég lögreglumaður á Suðurlandi þegar landsmótið var á Hellu eftir það og nú fékk ég bara að hjálpa pabba með hópreiðina sem óbreyttur þingmaður.“ Sigurbjörn hafði séð fyrir sér að Áslaug Arna myndi hjálpa sér í tamningum í vetur en það varð ekki mikið úr því eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra síðasta haust. „Hún er algerlega óhrædd og afslöppuð á hestbaki. Ég held að hesturinn finni það mjög fljótt,“ segir Sigurbjörn um helstu kosti Áslaugar sem knapa. Feðginin eru mjög náin og tala stundum saman oft á dag. „Auðvitað eru það mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu, það er algjörlega einstakt. Og það eru ekki allir sem geta varið bæði tíma með fjölskyldunni og áhugamálinu á sama tíma.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Alþingi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. „Ég var bara mjög ung þegar ég var að skottast uppi í hesthúsi, heimta að fá að fara á bak, fara í reiðtúr og fljótlega var ég farin að heimta að mér yrði sleppt, sem endaði nú kannski ekkert alltaf vel. Ég var mjög ákveðin í því að ætla að gera þetta sjálf, vera ein á hestbaki og þyrfti sko enga hjálp,“ segir Áslaug við Telmu Lucindu Tómasdóttur en hún var gestur í mannlífsþættinum Hestalífið. Hent af baki um leið „Það er ein saga af því þegar ég var að keppa, sennilega í pollaflokki og fannst ekki nógu gott að vera bara á barnahestinum, vildi fá betri hest og pabbi lét mig hafa einn af sínum hestum og ég fór á hann. Hann ætlaði nú bara að teyma mig í keppnina, en ég heimtaði að hann myndi sleppa mér. Og hann lét undan dömunni og það endaði með því að hesturinn rauk með mig upp brekkuna bara mínútu seinna og henti mér af. Eftir það lét hann ekki alltaf undan ákveðninni í mér en svo fór allt vel og hann sótti barnahestinn og ég fór í keppnina og fékk medalíu þannig að, þetta endaði svosem vel.“ Í þættinum fór Áslaug á hestbak með föður sínum, lögmanninum Sigurbirni Magnússyni. Þau eru miklir vinir og deila einlægum hestaáhuga. Sigurbjörn segir að um fjögurra ára aldur hafa Áslaug byrjað skottast með honum á mjúkum, töltgengum hesti. „Þá fékk hún mjög góða tilfinningu mjög snemma fyrir hestinum. Og svo fékk ég lánaða skjótta hryssu sem var kölluð Skjóna og hún fór í fyrsta sinn á svona níu ára í fyrsta sleppitúrinn með okkur upp í Kjós. Hún brokkaði mjög þýtt og fínt og hún gat snúið sér við á henni og hún hélt bara áfram á sínu þýða og fína brokki.“ Hestalífið/Hörður Þórhallsson Algjörlega óhrædd Ekki leið á löngu þar til keppnisferilinn hófst og Áslaug var sérlega öflug í unglinga- og ungmennaflokki. „Ég keppti á nokkrum Landsmótum. Og gaman að ég var að gera grín að því á síðasta landsmóti að ég hefði haft mismunandi hlutverk á öllum landsmótum. Ég byrjaði náttúrulega á því að keppa á Landsmótum, síðan á Landsmótinu hér í Reykjavík var ég blaðamaður á Morgunblaðinu og var á fullu að segja frá landsmótinu á síðum blaðanna, og síðan var ég lögreglumaður á Suðurlandi þegar landsmótið var á Hellu eftir það og nú fékk ég bara að hjálpa pabba með hópreiðina sem óbreyttur þingmaður.“ Sigurbjörn hafði séð fyrir sér að Áslaug Arna myndi hjálpa sér í tamningum í vetur en það varð ekki mikið úr því eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra síðasta haust. „Hún er algerlega óhrædd og afslöppuð á hestbaki. Ég held að hesturinn finni það mjög fljótt,“ segir Sigurbjörn um helstu kosti Áslaugar sem knapa. Feðginin eru mjög náin og tala stundum saman oft á dag. „Auðvitað eru það mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu, það er algjörlega einstakt. Og það eru ekki allir sem geta varið bæði tíma með fjölskyldunni og áhugamálinu á sama tíma.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Alþingi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira