Lítill hluti af þjóðinni hefur tekið smit, meirihlutinn enn móttækilegur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2020 18:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Lögreglan Sóttvarnalæknir telur að kórónuveirufaraldurinn hafi náð toppi á landsvísu. Hann segir samt að enn sé of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag kom fram að þrjátíu ný kórónuveirusmit hafi greinst hér á landi síðasta sólarhringinn og í heildina væru 1616 smit hér á landi. Þrjátíu og níu liggja inni á spítala vegna veirunnar og þó nokkrir eru alvarlega veikir og á gjörgæslu. Níu á Landspítalanum þar af sex á öndunarvél og tveir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á öndunarvél. Lang flest sýni sem greinst hafa jákvæð voru á höfuðborgarsvæðinu en engin hefur greinst á Austurlandi, Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, og á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Frá upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.Mynd/Lögreglan Erum jafnvel aðeins á niðurleið „Eins og staðan er núna þá virðist toppnum vera náð á landsvísu. Það þýðir ekki það að það geti ekki komið upp hósýkingar, þannig að við þurfum að passa okkur áfram. Tölurnar benda hins vegar til þess að við séum komin á toppinn og jafnvel aðeins á niðurleið og vonandi heldur sú þróun áfram,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Það sé þegar fjöldi þeirra sem hefur batnað er meiri en fjöldi nýgreindar smita. Þórólfur segir að of snemmt sé að létta á aðgerðum þó staðan sé að batna. Álag á heilbrigðiskerfið komi ekki til með að ná toppi fyrr en eftir um tíu daga. Samkomubanni þurfi að vara áfram. „Ég held að við þurfum að halda út þangað til og við munum fljótlega eftir páska kynna hvað sé í vændum eftir 4. maí,“ segir Þórólfur. Engin marktæk breyting hefur orðið á Vestfjörðum síðan í gær. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er stöðugt en fjórir sem þar dvelja eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa komið upp smit hjá starfsmönnum á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík svo vitað sé, Grund og Sóltúni. Þar hafa stafsmenn verið settir í einangrun eða sóttkví. Litlar líkur eru taldar á að smit hafi borist til heimilismanna. Vel sé fylgst með þróun mála á þessum stöðum. Þórólfur segir að þjóðin verði að halda samkomubannið til 4. maí.Vísir/Vilhelm Verðum að aflétta takmörkunum og banni í skrefum Þórólfur segir áríðandi að samkomubann og ferðatakmörkunum verði aflétt í skrefum meðal annars til þess að vernda þennan hóp. „Vegna þess að ef við myndum stoppa allt saman og hætta öllu þá væri mjög líklegt að við fengjum bara annan faraldur. Ég held að það sé mjög lítill hluti af þjóðinni sem hefur tekið þetta smit þannig að meirihlutinn er enn þá móttækilegur,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11 Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur að kórónuveirufaraldurinn hafi náð toppi á landsvísu. Hann segir samt að enn sé of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag kom fram að þrjátíu ný kórónuveirusmit hafi greinst hér á landi síðasta sólarhringinn og í heildina væru 1616 smit hér á landi. Þrjátíu og níu liggja inni á spítala vegna veirunnar og þó nokkrir eru alvarlega veikir og á gjörgæslu. Níu á Landspítalanum þar af sex á öndunarvél og tveir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á öndunarvél. Lang flest sýni sem greinst hafa jákvæð voru á höfuðborgarsvæðinu en engin hefur greinst á Austurlandi, Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, og á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Frá upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.Mynd/Lögreglan Erum jafnvel aðeins á niðurleið „Eins og staðan er núna þá virðist toppnum vera náð á landsvísu. Það þýðir ekki það að það geti ekki komið upp hósýkingar, þannig að við þurfum að passa okkur áfram. Tölurnar benda hins vegar til þess að við séum komin á toppinn og jafnvel aðeins á niðurleið og vonandi heldur sú þróun áfram,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Það sé þegar fjöldi þeirra sem hefur batnað er meiri en fjöldi nýgreindar smita. Þórólfur segir að of snemmt sé að létta á aðgerðum þó staðan sé að batna. Álag á heilbrigðiskerfið komi ekki til með að ná toppi fyrr en eftir um tíu daga. Samkomubanni þurfi að vara áfram. „Ég held að við þurfum að halda út þangað til og við munum fljótlega eftir páska kynna hvað sé í vændum eftir 4. maí,“ segir Þórólfur. Engin marktæk breyting hefur orðið á Vestfjörðum síðan í gær. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er stöðugt en fjórir sem þar dvelja eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa komið upp smit hjá starfsmönnum á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík svo vitað sé, Grund og Sóltúni. Þar hafa stafsmenn verið settir í einangrun eða sóttkví. Litlar líkur eru taldar á að smit hafi borist til heimilismanna. Vel sé fylgst með þróun mála á þessum stöðum. Þórólfur segir að þjóðin verði að halda samkomubannið til 4. maí.Vísir/Vilhelm Verðum að aflétta takmörkunum og banni í skrefum Þórólfur segir áríðandi að samkomubann og ferðatakmörkunum verði aflétt í skrefum meðal annars til þess að vernda þennan hóp. „Vegna þess að ef við myndum stoppa allt saman og hætta öllu þá væri mjög líklegt að við fengjum bara annan faraldur. Ég held að það sé mjög lítill hluti af þjóðinni sem hefur tekið þetta smit þannig að meirihlutinn er enn þá móttækilegur,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11 Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25
Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11
Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21