Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 23:00 Alma Möller, landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundi almannavarna 19. mars 2020. Júlíus Sigurjónsson Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar sem er yfirmaður smitrakningateymisins. Frá því að forritið var gert aðgengilegt fyrir rúmri viku hafa næstum 120 þúsund manns sótt forritið í símann sinn sem gerir vinnu teymisins auðveldari. Ævar segir að gögn úr forritinu hafi verið nýtt til að rekja ferðir fjögurra einstaklinga til þessa. Þannig hafi forritið komið að sérstaklega góðum notum í gær þegar kortleggja þurfti ferðir smitaðs einstaklings, sem vildi ólmur deila gögnum úr forritinu með rakningateyminu að sögn Ævars. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Sá hafði ferðast landshorna á milli og taldi að hann hafi fyrst fundið fyrir smiteinkennum á landshornaflakkinu. Ævar segir mikilvægt að dagsetning fyrstu einkenna liggi fyrir, t.a.m. svo að ákvarða megi upphaf sóttkvíar. Kom í bæinn degi fyrr Umræddur einstaklingur taldi að hann hafði komist á áfangastað á laugardag, en gögnin úr forritinu hafi hins vegar sýnt að hann „kom í bæinn“ daginn áður. Þannig hafi forritið „frískað upp á minni“ þess smitaða og þannig létt rakningateyminu störfin að sögn Ævars. Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt. Ævar segir jafnframt að smitrakningarvinnan sé komin í annan gír. Hún hafi þegar staðið yfir í sex vikur, verklagið sé orðið gott eftir mikið viðvarandi álag. Spjall Ævars við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar sem er yfirmaður smitrakningateymisins. Frá því að forritið var gert aðgengilegt fyrir rúmri viku hafa næstum 120 þúsund manns sótt forritið í símann sinn sem gerir vinnu teymisins auðveldari. Ævar segir að gögn úr forritinu hafi verið nýtt til að rekja ferðir fjögurra einstaklinga til þessa. Þannig hafi forritið komið að sérstaklega góðum notum í gær þegar kortleggja þurfti ferðir smitaðs einstaklings, sem vildi ólmur deila gögnum úr forritinu með rakningateyminu að sögn Ævars. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Sá hafði ferðast landshorna á milli og taldi að hann hafi fyrst fundið fyrir smiteinkennum á landshornaflakkinu. Ævar segir mikilvægt að dagsetning fyrstu einkenna liggi fyrir, t.a.m. svo að ákvarða megi upphaf sóttkvíar. Kom í bæinn degi fyrr Umræddur einstaklingur taldi að hann hafði komist á áfangastað á laugardag, en gögnin úr forritinu hafi hins vegar sýnt að hann „kom í bæinn“ daginn áður. Þannig hafi forritið „frískað upp á minni“ þess smitaða og þannig létt rakningateyminu störfin að sögn Ævars. Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt. Ævar segir jafnframt að smitrakningarvinnan sé komin í annan gír. Hún hafi þegar staðið yfir í sex vikur, verklagið sé orðið gott eftir mikið viðvarandi álag. Spjall Ævars við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17
Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42