Boris brattur á gjörgæslunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 20:51 Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, ræddi um heilsu forsætisráðherrans og stöðu þjóðarbúsins á fundi dagsins. Getty/Pippa Fowles Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. Johnson hefur þegar varið tveimur sólarhringum á gjörgæslu og er gert ráð fyrir að hann verði þar jafnframt í nótt. Þangað var hann fluttur eftir að heilsu hans hrakaði í fyrradag. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, tjáði blaðamönnum á daglegum upplýsingafundi að forsætisráðherrann væri að braggast. Þannig hafi hann sest upp í rúmi sínu og átt í innihaldsríkum samskiptum við „frábæra heilbrigðisstarfsfólkið“ sem annast hann á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum. Áður en Johnson var fluttur á gjörgæslu sinnti hann störfum sínum eftir fremsta megni úr sjúkrarúmi sínu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson. Fyrrnefndur Sunak sagði á fundi dagsins að störf ríkisstjórnarinnar gangi sinn vanagang þrátt fyrir fjarveru Johnson. „Forsætisráðherrann er ekki aðeins samstarfsmaður minn og yfirmaður heldur jafnframt vinur minn. Hugur minn er hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sunak á fundinum í dag. Alls hafa rúmlega 55 þúsund smit verið staðfest á Bretlandeyjum sem dregið hafa næstum 6200 til dauða. Breska ritið Guardian tók saman meðfylgjandi myndband úr ræðu Sunak í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04 Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32 Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. Johnson hefur þegar varið tveimur sólarhringum á gjörgæslu og er gert ráð fyrir að hann verði þar jafnframt í nótt. Þangað var hann fluttur eftir að heilsu hans hrakaði í fyrradag. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, tjáði blaðamönnum á daglegum upplýsingafundi að forsætisráðherrann væri að braggast. Þannig hafi hann sest upp í rúmi sínu og átt í innihaldsríkum samskiptum við „frábæra heilbrigðisstarfsfólkið“ sem annast hann á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum. Áður en Johnson var fluttur á gjörgæslu sinnti hann störfum sínum eftir fremsta megni úr sjúkrarúmi sínu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson. Fyrrnefndur Sunak sagði á fundi dagsins að störf ríkisstjórnarinnar gangi sinn vanagang þrátt fyrir fjarveru Johnson. „Forsætisráðherrann er ekki aðeins samstarfsmaður minn og yfirmaður heldur jafnframt vinur minn. Hugur minn er hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sunak á fundinum í dag. Alls hafa rúmlega 55 þúsund smit verið staðfest á Bretlandeyjum sem dregið hafa næstum 6200 til dauða. Breska ritið Guardian tók saman meðfylgjandi myndband úr ræðu Sunak í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04 Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32 Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04
Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32
Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20