Hefja almenna skimun fyrir veirunni á Ísafirði með pinnum frá Íslenskri erfðagreiningu Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2020 12:03 Skimunin hefst á Ísafirði eftir páska. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. 54 eru smitaðir á Vestfjörðum, 321 í sóttkví. Af þeim eru 32 smitaðir í Bolungarvík og 242 í sóttkví. Í Ísafjarðarbæ eru 22 smitaðir og 80 í sóttkví. Tveir hafa náð bata í þessum byggðarlögum. Tveir hafa verið fluttir frá Bolungarvík á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er einn Covid-sjúklingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru fjórir íbúar smitaðir og sex í sóttkví. Alls búa tíu á Bergi. Á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru sýktir af kórónuveirunni, allir starfa þeir á Bergi. 22 starfsmenn á Bergi til viðbótar eru í sóttkví. Á landinu öllu hafa 1.616 greinst með veiruna og 4.195 í sóttkví. 30 nýsmit bættust við hópinn í gær en á sama tíma fjölgaði þeim sem hafa náð sér um 105. Sóttvarnalæknir sagði í gær að faraldurinn virtist hafa náð hámarki hér á landi en ekki væri tímabært að endurmeta aðgerðir. Spurður hvort faraldurinn hafi náð hámarki á Vestfjörðum svarar Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að ekki hafi verið lagt formlegt mat á það. Aðgerðastjórn almannavarna Vestfjörðum mun hittast á helginni. Mún hún leggja mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Ekki mega fleiri en fimm koma saman á Norðanverðum Vestjförðum og skólar lokaðir. Eftir páska verður hins vegar byrjað að skima fyrir veirunni meðal almennings á Ísafirði með veirupinnum frá Íslenskri erfðagreiningu. „Við ætlum að nota páskahelgina til að undirbúa það, byrjum á Ísafirði og í kjölfarið förum við til Patreksfjarðar til að skima meðal almennings,“ segir Gylfi Ólafsson. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur enginn greinst með veiruna, þess vegna verður skimað síðar á Patreksfirði. Gylfi segir ró vera að færast á ástandið á norðanverðum Vestfjörðum. „Það hefur verið að koma svona smá ró á þetta, bætt og breytt verklag sem tengist því að annast fólkið sem er í sóttkví og einangrun, smitum fjölgar lítið eitt í fjórðungnum, það er lítið fréttnæmt þannig lagað, miðað við hvað hefur verið mikið að gerast, síðustu vikuna,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Íslensk erfðagreining Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að hefja almenna skimun fyrir kórónuveirunni á Ísafirði eftir páska. Veirupinnar frá Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sendir vestur. 54 eru smitaðir á Vestfjörðum, 321 í sóttkví. Af þeim eru 32 smitaðir í Bolungarvík og 242 í sóttkví. Í Ísafjarðarbæ eru 22 smitaðir og 80 í sóttkví. Tveir hafa náð bata í þessum byggðarlögum. Tveir hafa verið fluttir frá Bolungarvík á sjúkrahúsið á Akureyri. Þá er einn Covid-sjúklingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru fjórir íbúar smitaðir og sex í sóttkví. Alls búa tíu á Bergi. Á starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru sýktir af kórónuveirunni, allir starfa þeir á Bergi. 22 starfsmenn á Bergi til viðbótar eru í sóttkví. Á landinu öllu hafa 1.616 greinst með veiruna og 4.195 í sóttkví. 30 nýsmit bættust við hópinn í gær en á sama tíma fjölgaði þeim sem hafa náð sér um 105. Sóttvarnalæknir sagði í gær að faraldurinn virtist hafa náð hámarki hér á landi en ekki væri tímabært að endurmeta aðgerðir. Spurður hvort faraldurinn hafi náð hámarki á Vestfjörðum svarar Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að ekki hafi verið lagt formlegt mat á það. Aðgerðastjórn almannavarna Vestfjörðum mun hittast á helginni. Mún hún leggja mat á faraldurinn og hvort tilefni sé til að endurmeta aðgerðirnar. Ekki mega fleiri en fimm koma saman á Norðanverðum Vestjförðum og skólar lokaðir. Eftir páska verður hins vegar byrjað að skima fyrir veirunni meðal almennings á Ísafirði með veirupinnum frá Íslenskri erfðagreiningu. „Við ætlum að nota páskahelgina til að undirbúa það, byrjum á Ísafirði og í kjölfarið förum við til Patreksfjarðar til að skima meðal almennings,“ segir Gylfi Ólafsson. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur enginn greinst með veiruna, þess vegna verður skimað síðar á Patreksfirði. Gylfi segir ró vera að færast á ástandið á norðanverðum Vestfjörðum. „Það hefur verið að koma svona smá ró á þetta, bætt og breytt verklag sem tengist því að annast fólkið sem er í sóttkví og einangrun, smitum fjölgar lítið eitt í fjórðungnum, það er lítið fréttnæmt þannig lagað, miðað við hvað hefur verið mikið að gerast, síðustu vikuna,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Íslensk erfðagreining Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira