Innlent

Bárust sautján öndunarvélar að gjöf

Andri Eysteinsson skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Ljósmynd/Lögreglan

Rausnarlegar gjafir hafa borist Landspítalanum og starfsfólki heilbrigðiskerfisins undanfarið. 

Í morgun barst óvenju stór gjöf til Landspítalans með fraktflugvél. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Um er að ræða 17 nýjar öndunarvélar fyrir gjörgæsludeildir spítalans. Ellefu þeirra hafa þegar verið afhentar. Vélarnar bárust spítalanum að gjöf frá fjórtán íslenskum fyrirtækjum sem vildu ekki láta nafns síns getið.

„Það er hreint ótrúlegt hvað Landspítalinn nýtur mikillar velvildar,“ sagði Páll.

Páll sagði erfitt að leggja mat á heildarverð gjafanna en telur að það sé „norðan við hundrað milljónir króna.“

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×