Segja að félögin eigi að standa við samninga þó að víða þurfi að finna samkomulag um skerðingu Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 14:45 Ingi Þór er þjálfari KR sem og tengiliður FKÍ. VÍSIR/BÁRA Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfubolta sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hvatt er til þess að félögin finni sanngjarna lausn hvað varðar þjálfara í hreyfingunni á þessum erfiðu tímum. Margir leikmenn og þjálfarar í íslenska boltanum hafa þurft að taka á sig launaskerðingu eins og víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirunnar en í yfirlýsingunni er kallað eftir því að lausnin verði sanngjörn. ÍSÍ og UMFÍ hafa bæði greint frá því að ekki er hægt að fá endugreiðslu á æfingargjöldum og því segir stjórnin að félögin ættu að geta staðið við sína samninga. Þó þurfi víða að finna samkomulag um einhverskonar skerðingu. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Yfirlýsing í heild sinni: Kæru forráðamenn félaga í körfuknattleikshreyfingunni, Á fordæmalausum tímum stöndum við frammi fyrir alls kyns vanda í öllum stigum þjóðfélagsins. Íþróttahreyfingin fer ekki varhluta af því. Nú er vettvangi körfuknattleiks kippt undan okkur í aðdraganda háannatíma og í þessu tilviki eru þjálfarar í þeirri stöðu að störf og/eða launamál margra eru í uppnámi. Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi kallar eftir því við forráðamenn félaga að taka samtalið við þjálfara, bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum um stöðuna sem er uppi og finna lausnir sem báðir aðilar geta unað við á þessu stigi á vægast sagt erfiðum tímum. Stjórn FKÍ hefur heyrt af félögum sem hafa leyst vel úr sínu með yngri flokka þjálfurum, þess efnis að þeir taki skert laun í apríl og maí. Þó hafa einnig borist fréttir af einhliða uppsögnum sem að eru væntanlega brot á samningum og við fordæmum slíkar aðgerðir. Nú hefur komið fram frá ÍSÍ og UMFÍ að foreldrar geta ekki óskað eftir endurgreiðslu á æfingagjöldum, og þá liggur líka fyrir að æfingagjöld, frístundastyrkir, og mögulega þjálfarastyrkir hafa skilað sér inn í félögin svo við sjáum ekki annað en að félögin eigi að geta staðið við samninga þó svo að eðlilega þurfi víða að finna samkomulag um einhverja skerðingu.Hugsum til framtíðar í okkar ákvörðunum og pössum upp á hvert annað. Með einlæga von um bjartari tíma,Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfu - FKÍ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfubolta sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hvatt er til þess að félögin finni sanngjarna lausn hvað varðar þjálfara í hreyfingunni á þessum erfiðu tímum. Margir leikmenn og þjálfarar í íslenska boltanum hafa þurft að taka á sig launaskerðingu eins og víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirunnar en í yfirlýsingunni er kallað eftir því að lausnin verði sanngjörn. ÍSÍ og UMFÍ hafa bæði greint frá því að ekki er hægt að fá endugreiðslu á æfingargjöldum og því segir stjórnin að félögin ættu að geta staðið við sína samninga. Þó þurfi víða að finna samkomulag um einhverskonar skerðingu. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Yfirlýsing í heild sinni: Kæru forráðamenn félaga í körfuknattleikshreyfingunni, Á fordæmalausum tímum stöndum við frammi fyrir alls kyns vanda í öllum stigum þjóðfélagsins. Íþróttahreyfingin fer ekki varhluta af því. Nú er vettvangi körfuknattleiks kippt undan okkur í aðdraganda háannatíma og í þessu tilviki eru þjálfarar í þeirri stöðu að störf og/eða launamál margra eru í uppnámi. Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi kallar eftir því við forráðamenn félaga að taka samtalið við þjálfara, bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum um stöðuna sem er uppi og finna lausnir sem báðir aðilar geta unað við á þessu stigi á vægast sagt erfiðum tímum. Stjórn FKÍ hefur heyrt af félögum sem hafa leyst vel úr sínu með yngri flokka þjálfurum, þess efnis að þeir taki skert laun í apríl og maí. Þó hafa einnig borist fréttir af einhliða uppsögnum sem að eru væntanlega brot á samningum og við fordæmum slíkar aðgerðir. Nú hefur komið fram frá ÍSÍ og UMFÍ að foreldrar geta ekki óskað eftir endurgreiðslu á æfingagjöldum, og þá liggur líka fyrir að æfingagjöld, frístundastyrkir, og mögulega þjálfarastyrkir hafa skilað sér inn í félögin svo við sjáum ekki annað en að félögin eigi að geta staðið við samninga þó svo að eðlilega þurfi víða að finna samkomulag um einhverja skerðingu.Hugsum til framtíðar í okkar ákvörðunum og pössum upp á hvert annað. Með einlæga von um bjartari tíma,Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfu - FKÍ
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira