Vísindamenn við Háskólann í Reykjavík eru aðilar að Alþjóðlegum rannsóknarhópi um Covid-19 og hreyfingu sem stendur nú fyrir könnun á reglubundinni hreyfingu almennings fyrir og eftir samkomubann vegna kórónaveirunnar.
Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, forseti íþróttafræðideildar og Daði Rafnsson stundakennari við íþróttafræðideild og doktorsnemi við HR eru í forsvari fyrir rannsóknina hér á landi en hópurinn telur tugi fræðimanna um allan heim.
„Á síðari tímum hefur ekkert haft jafn víðtæk áhrif á daglegt líf fólks um alla veröld eins og kórónaveiran“, segir Hafrún.
„Það er mikilvægt að kanna hvort hvaða breytingar verða á hegðun eins og hreyfingu og við viljum því biðla til íslensks almennings að taka þátt í könnuninni“.
Hægt er að taka þátt í könnuninni hér.
Athugið að velja íslensku útgáfuna í tungumálastikunni í byrjun.