Innlent

Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn

Sylvía Hall skrifar
Frá undirritun.
Frá undirritun. Vísir

Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi og undirritað kjarasamning.

Fundur hófst í dag klukkan 13 í húsakynnum ríkissáttasemjara. Í samtali við Vísi í gær sagðist Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari vera vongóður, gott samtal ætti sér stað og samninganefndirnar væru vel undirbúnar.

Hjúkrunarfræðingar höfðu verið samningslausir í tæpt ár. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir biðina mögulega hafa verið þess virði.

Öllum varúðarreglum var fylgt  við undirritun í dag.Vísir

Hún segir mörg tækifæri felast í samningnum. Stóra breytingin sé breyting á vaktaálagi og stytting vinnuvikunnar. Lífskjarasamningurinn sé undir ásamt ýmsu öðru sem samið hefur verið um.

Hún gat ekki tjáð sig um launahækkanir að svo stöddu í samtali við fréttastofu þar sem fyrst þurfi að kynna samninginn fyrir félagsmönnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×