Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 21:20 Bandaríkin hafa farið illa út úr útbreiðslu kórónuveirunnar, þá sérstaklega New York-ríki. Vísir/Getty Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu, þó hápunktinum sé ekki náð. Tæplega hálf milljón Bandaríkjamanna hefur greinst með kórónuveiruna um átján þúsund látist. BBC greinir frá. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, tók undir þetta og sagði að allt benti til þess að faraldurinn væri að jafnast út og vöxtur hans væri ekki jafn hraður og undanfarið. Þó það væru jákvæðar blikur á lofti væri alls ekki tímabært að draga úr aðgerðum á borð við fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk. Þá er einnig útlit fyrir að aðgerðir í New York-ríki séu að bera árangur, en ríkisstjórinn Andrew Cuomo sagði nýjustu tölur benda til þess að þeim væri að takast að fletja út kúrfuna og draga úr vextinum. Þrátt fyrir að 777 hefðu látist á fimmtudag hefðu verið mun færri sem þurftu á gjörgæslu en undanfarnar vikur. Deborah Birx, sem er í sérfræðingateymi Hvíta hússins, sagði mikilvægt að almenningur í landinu myndi halda áfram að fylgja þeim fyrirmælum sem yfirvöld hefðu gefið út. „Við verðum að halda áfram að gera það sem við gerðum í gær, og í síðustu viku, og vikuna þar áður því það er það sem mun koma okkur yfir erfiðasta hjallann og aftur niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu, þó hápunktinum sé ekki náð. Tæplega hálf milljón Bandaríkjamanna hefur greinst með kórónuveiruna um átján þúsund látist. BBC greinir frá. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, tók undir þetta og sagði að allt benti til þess að faraldurinn væri að jafnast út og vöxtur hans væri ekki jafn hraður og undanfarið. Þó það væru jákvæðar blikur á lofti væri alls ekki tímabært að draga úr aðgerðum á borð við fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk. Þá er einnig útlit fyrir að aðgerðir í New York-ríki séu að bera árangur, en ríkisstjórinn Andrew Cuomo sagði nýjustu tölur benda til þess að þeim væri að takast að fletja út kúrfuna og draga úr vextinum. Þrátt fyrir að 777 hefðu látist á fimmtudag hefðu verið mun færri sem þurftu á gjörgæslu en undanfarnar vikur. Deborah Birx, sem er í sérfræðingateymi Hvíta hússins, sagði mikilvægt að almenningur í landinu myndi halda áfram að fylgja þeim fyrirmælum sem yfirvöld hefðu gefið út. „Við verðum að halda áfram að gera það sem við gerðum í gær, og í síðustu viku, og vikuna þar áður því það er það sem mun koma okkur yfir erfiðasta hjallann og aftur niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40
Rúmlega 1,5 milljón hefur greinst með kórónuveiruna Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna. 9. apríl 2020 16:01
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00