Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2020 10:50 Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. Sjá einnig: Kona handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla segir að konan hafi á öllum stigum skráningar í bakvarðaveit upplýst yfirboðara um menntun og reynslu hennar. Lögfræðingur konunnar, Jón Bjarni Kristjánsson, segir í yfirlýsingunni að konan hafi starfað við umönnun í áraraðir og hafi sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Konan hafi þá reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögfræðingurinn segir þá að aðrar ásakanir á hendur konunni séu fjarstæðukenndar og úr lausu lofti gripnar. Konan væntir þess að lögreglurannsókn hreinsi hana af ávirðingunum og hefur biðlað til fjölmiðla að stilla málatilbúnað gegn henni í hóf þar til að niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Sjá einnig: Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Eftir að konan var handtekin voru sýni tekin úr henni og öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar sem var sett í sóttkví í heild sinni. Öll sýnin sem tekin voru greindust neikvæð samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. Sjá einnig: Kona handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla segir að konan hafi á öllum stigum skráningar í bakvarðaveit upplýst yfirboðara um menntun og reynslu hennar. Lögfræðingur konunnar, Jón Bjarni Kristjánsson, segir í yfirlýsingunni að konan hafi starfað við umönnun í áraraðir og hafi sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Konan hafi þá reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögfræðingurinn segir þá að aðrar ásakanir á hendur konunni séu fjarstæðukenndar og úr lausu lofti gripnar. Konan væntir þess að lögreglurannsókn hreinsi hana af ávirðingunum og hefur biðlað til fjölmiðla að stilla málatilbúnað gegn henni í hóf þar til að niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Sjá einnig: Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Eftir að konan var handtekin voru sýni tekin úr henni og öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar sem var sett í sóttkví í heild sinni. Öll sýnin sem tekin voru greindust neikvæð samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira