Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2020 10:50 Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. Sjá einnig: Kona handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla segir að konan hafi á öllum stigum skráningar í bakvarðaveit upplýst yfirboðara um menntun og reynslu hennar. Lögfræðingur konunnar, Jón Bjarni Kristjánsson, segir í yfirlýsingunni að konan hafi starfað við umönnun í áraraðir og hafi sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Konan hafi þá reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögfræðingurinn segir þá að aðrar ásakanir á hendur konunni séu fjarstæðukenndar og úr lausu lofti gripnar. Konan væntir þess að lögreglurannsókn hreinsi hana af ávirðingunum og hefur biðlað til fjölmiðla að stilla málatilbúnað gegn henni í hóf þar til að niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Sjá einnig: Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Eftir að konan var handtekin voru sýni tekin úr henni og öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar sem var sett í sóttkví í heild sinni. Öll sýnin sem tekin voru greindust neikvæð samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. Sjá einnig: Kona handtekin vegna gruns um skjalafals og lyfjastuld Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla segir að konan hafi á öllum stigum skráningar í bakvarðaveit upplýst yfirboðara um menntun og reynslu hennar. Lögfræðingur konunnar, Jón Bjarni Kristjánsson, segir í yfirlýsingunni að konan hafi starfað við umönnun í áraraðir og hafi sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Konan hafi þá reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ segir í yfirlýsingunni. Lögfræðingurinn segir þá að aðrar ásakanir á hendur konunni séu fjarstæðukenndar og úr lausu lofti gripnar. Konan væntir þess að lögreglurannsókn hreinsi hana af ávirðingunum og hefur biðlað til fjölmiðla að stilla málatilbúnað gegn henni í hóf þar til að niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Sjá einnig: Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Eftir að konan var handtekin voru sýni tekin úr henni og öðrum meðlimum bakvarðasveitarinnar sem var sett í sóttkví í heild sinni. Öll sýnin sem tekin voru greindust neikvæð samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira