Kveðja á páskum 2020 Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 17:17 Við upplifum nú páska sem munu lifa í minningum okkar sem einkennilegustu páskar sem við höfum lifað. Páskarnir þar sem yfirvöld biðluðu til okkar að halda okkur heima við, fara ekki í bústað, halda ekki boð fyrir fjölskyldu og vini. Þetta eru erfiðir tímar, það verður ekki annað sagt, erfiðir vegna þess að við óttumst mörg um heilsu okkar nánustu, erfiðir vegna þess að óvissan er þungbær um hvernig næstu vikur verða. Það er þó þannig að tíminn líður og við verðum að takast á við þau verkefni sem mæta okkur á hverjum degi, hversu erfið sem þau kunna að virðast, af æðruleysi og dugnaði. Tíminn líður og við þreifum okkur í gegnum stórhríðina af því við vitum að öll él birtir um síðir. Það er einfaldlega ekki í boði að bíða með hendur í skauti, heldur verðum við að sinna okkar störfum af krafti, hver sem þau eru, og búa í haginn fyrir framtíðina. Og þegar hríðinni slotar verður allt betra aftur og þau störf sem við höfum unnið verða okkur mikilvægur grunnur fyrir viðspyrnu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með okkar sterka og færa heilbrigðisstarfsfólki sem hefur staðið vaktina í baráttunni við veiruna. Það sýnir okkur svo ekki verður um villst að heilbrigðiskerfið sem Íslendingar hafa byggt upp á síðustu áratugum er sterkt og byggir á framúrskarandi hæfni og menntun hjúkrunarfólksins okkar. Veturinn hefur verið okkur erfiður. Veður hafa verið válynd. Við höfum fundið fyrir smæð okkar andspænis náttúrunni. Og finnum enn frekar fyrir smæðinni þegar við stöndum frammi fyrir heimsfaraldri og afleiðingum hans, bæði heilsufarsvánni og efnahagslegum afleiðingum hennar um allan heim. En um leið og við finnum fyrir smæð okkar sem einstaklinga höfum við fundið fyrir styrk okkar sem samfélags. Það er enginn einn sem mun leiða okkur í gegnum þessa tímabundnu erfiðleika heldur munum við komast í gegnum þá saman sem samfélag. Það fyllir mig stolti að sjá hvernig fólk hefur almennt brugðist við erfiðum aðstæðum. Fólk hefur boðið sig fram í bakvarðasveitir heilbrigðiskerfisins og velferðarþjónustunnar. Við sjáum að umhyggja fólks fyrir sínum nánustu finnur sér nýjar leiðir með hjálp tækninnar. Við sjáum hversu mikilvæg menningin er fyrir samfélagið og hvað það sem gæti virst einfalt og smátt atriði eins og heimatónleikar Helga Björnssonar færir okkur mikla gleði og samkennd. Ég er stoltur af þeirri ríkisstjórn sem við í Framsókn erum hluti af. Sú pólitíska breidd sem stjórnin hefur er mikilvæg fyrir þjóðina á erfiðum tímum. Samanlagt endurspegla þeir flokkar sem sitja í stjórninni viðhorf mikils meirihluta Íslendinga. Það er mikilvægt að þær ólíku raddir sem flokkarnir þrír hafa heyrist þegar við mætum þeim verkefnum sem veiran hefur sett í hendur okkar. Þetta eru fordæmalausir tímar en kerfið sem við Íslendingar höfum byggt upp til að hlúa að þeim veikari í samfélaginu er sterkt. Heilbrigðiskerfið hlúir að þeim sjúku, velferðarkerfið grípur þá sem missa atvinnuna tímabundið og menntakerfið skapar þekkingu og tækifæri framtíðarinnar. Þessi kerfi eru sköpuð af þjóðinni fyrir þjóðina – alla þjóðina. Það er síðan stóra verkefnið okkar í forystu þjóðarinnar að koma með framtíðarsýn og lausnir sem gera okkur kleift að rísa hratt og örugglega upp sem samfélag. Það er engin einföld lausn. Ríkisstjórnin hefur það vandasama hlutverk að flétta saman ólíka þræði til að mynda eina sterka línu til að verja lífsgæði fjölskyldnanna í landinu til skemmri tíma og veita öfluga viðspyrnu fyrir frekari sókn og verðmætasköpun til lengri tíma. Sú sterka lína verður ekki kynnt á einum viðburði, einum blaðamannafundi, heldur verður fléttuð áfram eftir því sem tíminn líður og staðan skýrist. Samstaða og samvinna eru mikilvægir þættir til að bregðast við óvissu. Samstaða og samvinna eru mótefni við kvíða sem getur haft lamandi áhrif á okkur sem einstaklinga. Við vitum ekki gjörla hvað það tekur langan tíma að ráða niðurlögum veirunnar en við vitum að við erum á réttri leið í þeirri baráttu. Við vitum líka að þegar sést til sólar verðum við sem samfélag tilbúið til að halda áfram þeirri lífsgæðasókn sem er okkur eðlislæg. Við erum sterkt samfélag. Við höfum áður gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Og nú finnum við fyrir vorinu þegar við göngum út í bjartan daginn og heyrum fuglasönginn. Gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við upplifum nú páska sem munu lifa í minningum okkar sem einkennilegustu páskar sem við höfum lifað. Páskarnir þar sem yfirvöld biðluðu til okkar að halda okkur heima við, fara ekki í bústað, halda ekki boð fyrir fjölskyldu og vini. Þetta eru erfiðir tímar, það verður ekki annað sagt, erfiðir vegna þess að við óttumst mörg um heilsu okkar nánustu, erfiðir vegna þess að óvissan er þungbær um hvernig næstu vikur verða. Það er þó þannig að tíminn líður og við verðum að takast á við þau verkefni sem mæta okkur á hverjum degi, hversu erfið sem þau kunna að virðast, af æðruleysi og dugnaði. Tíminn líður og við þreifum okkur í gegnum stórhríðina af því við vitum að öll él birtir um síðir. Það er einfaldlega ekki í boði að bíða með hendur í skauti, heldur verðum við að sinna okkar störfum af krafti, hver sem þau eru, og búa í haginn fyrir framtíðina. Og þegar hríðinni slotar verður allt betra aftur og þau störf sem við höfum unnið verða okkur mikilvægur grunnur fyrir viðspyrnu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með okkar sterka og færa heilbrigðisstarfsfólki sem hefur staðið vaktina í baráttunni við veiruna. Það sýnir okkur svo ekki verður um villst að heilbrigðiskerfið sem Íslendingar hafa byggt upp á síðustu áratugum er sterkt og byggir á framúrskarandi hæfni og menntun hjúkrunarfólksins okkar. Veturinn hefur verið okkur erfiður. Veður hafa verið válynd. Við höfum fundið fyrir smæð okkar andspænis náttúrunni. Og finnum enn frekar fyrir smæðinni þegar við stöndum frammi fyrir heimsfaraldri og afleiðingum hans, bæði heilsufarsvánni og efnahagslegum afleiðingum hennar um allan heim. En um leið og við finnum fyrir smæð okkar sem einstaklinga höfum við fundið fyrir styrk okkar sem samfélags. Það er enginn einn sem mun leiða okkur í gegnum þessa tímabundnu erfiðleika heldur munum við komast í gegnum þá saman sem samfélag. Það fyllir mig stolti að sjá hvernig fólk hefur almennt brugðist við erfiðum aðstæðum. Fólk hefur boðið sig fram í bakvarðasveitir heilbrigðiskerfisins og velferðarþjónustunnar. Við sjáum að umhyggja fólks fyrir sínum nánustu finnur sér nýjar leiðir með hjálp tækninnar. Við sjáum hversu mikilvæg menningin er fyrir samfélagið og hvað það sem gæti virst einfalt og smátt atriði eins og heimatónleikar Helga Björnssonar færir okkur mikla gleði og samkennd. Ég er stoltur af þeirri ríkisstjórn sem við í Framsókn erum hluti af. Sú pólitíska breidd sem stjórnin hefur er mikilvæg fyrir þjóðina á erfiðum tímum. Samanlagt endurspegla þeir flokkar sem sitja í stjórninni viðhorf mikils meirihluta Íslendinga. Það er mikilvægt að þær ólíku raddir sem flokkarnir þrír hafa heyrist þegar við mætum þeim verkefnum sem veiran hefur sett í hendur okkar. Þetta eru fordæmalausir tímar en kerfið sem við Íslendingar höfum byggt upp til að hlúa að þeim veikari í samfélaginu er sterkt. Heilbrigðiskerfið hlúir að þeim sjúku, velferðarkerfið grípur þá sem missa atvinnuna tímabundið og menntakerfið skapar þekkingu og tækifæri framtíðarinnar. Þessi kerfi eru sköpuð af þjóðinni fyrir þjóðina – alla þjóðina. Það er síðan stóra verkefnið okkar í forystu þjóðarinnar að koma með framtíðarsýn og lausnir sem gera okkur kleift að rísa hratt og örugglega upp sem samfélag. Það er engin einföld lausn. Ríkisstjórnin hefur það vandasama hlutverk að flétta saman ólíka þræði til að mynda eina sterka línu til að verja lífsgæði fjölskyldnanna í landinu til skemmri tíma og veita öfluga viðspyrnu fyrir frekari sókn og verðmætasköpun til lengri tíma. Sú sterka lína verður ekki kynnt á einum viðburði, einum blaðamannafundi, heldur verður fléttuð áfram eftir því sem tíminn líður og staðan skýrist. Samstaða og samvinna eru mikilvægir þættir til að bregðast við óvissu. Samstaða og samvinna eru mótefni við kvíða sem getur haft lamandi áhrif á okkur sem einstaklinga. Við vitum ekki gjörla hvað það tekur langan tíma að ráða niðurlögum veirunnar en við vitum að við erum á réttri leið í þeirri baráttu. Við vitum líka að þegar sést til sólar verðum við sem samfélag tilbúið til að halda áfram þeirri lífsgæðasókn sem er okkur eðlislæg. Við erum sterkt samfélag. Við höfum áður gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Og nú finnum við fyrir vorinu þegar við göngum út í bjartan daginn og heyrum fuglasönginn. Gleðilega páska.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar