Tónlist

Bein út­sending: Dans­tón­list úr ís­hellinum í Perlunni

Tinni Sveinsson skrifar
Plötusnúðurinn TTT þurfti að klæða sig í úlpu og hanska fyrir settið í íshellinum í Perlunni.
Plötusnúðurinn TTT þurfti að klæða sig í úlpu og hanska fyrir settið í íshellinum í Perlunni.

Viðburðafyrirtækið Volume hefur tekið höndum saman með Perlunni og streymir tónlist plötusnúða þrjú kvöld í röð um páskahelgina.

Í kvöld er komið að plötusnúðnum TTT og ætlar hann að spila fyrir dansþyrsta úr íshellinum í Perlunni. Fjörið hefst klukkan 22 og stendur til klukkan 23.30.

Hægt verður að horfa á útsendinguna í spilara hér fyrir neðan.

Þórir, öðru nafni TTT, hefur síðustu ár spilað reglulega á skemmtistöðum í Reykjavík og komið fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Þórir hefur einnig numið tónlist í Amsterdam og gefið út frumsamda tónlist.

Viðburðafyrirtækið Volume einbeitir sér að upplifun þar sem fólk kemur saman í gegnum tónlist. Vegna veirufaralds og samkomubanns er áhersla fyrirtækisins nú á beinar útsendingar þar sem plötusnúðar þeyta skífum sínum á ýmsum framandi stöðum.

Volume tileinkar útsendingar helgarinnar þeim starfsmönnum sem eru í víglínunni á hverjum degi og er fólk hvatt til að fara á vef Landspítalans láta fé af hendi rakna til Styrktarsjóðs bráðasviðs.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.