Pogba talar til stuðningsmanna Man Utd: Get ekki beðið eftir að labba aftur út á völl Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. apríl 2020 10:45 Paul Pogba í einum af fáum leikjum sínum með Manchester United á leiktíðinni en þarna er hann í leik á móti Arsenal 30. september síðastliðinn. Getty/Ash Donelon Franski miðjumaðurinn Paul Pogba kveðst vera mjög spenntur fyrir því að snúa til baka á fótboltavöllinn eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla. Pogba kom aðeins átta sinnum við sögu með Man Utd á leiktíðinni áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en endalaust hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans á Old Trafford. Voru til að mynda fjöldi samsæriskenninga sem flugu þess efnis að Pogba væri ekki raunverulega meiddur heldur að undirbúa brottför sína frá Man Utd. "I miss it because that s my job, to play football. I really enjoy playing."@PaulPogba reveals the full story behind his injury setback and says he can't wait to return when football recommences #MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 11, 2020 Pogba var gestur hlaðvarps Manchester United í gær en því er stýrt af þremur mönnum; einn þeirra er David May, fyrrum leikmaður félagsins. Þeir spurðu Pogba út í meiðslin. „Maður verður að vera mjög þolinmóður. Ég veit ekki hvort fólk viti hvað gerðist raunverulega. Ég varð fyrir meiðslum í fæti í leik gegn Southampton snemma á tímabilinu. Ég hélt áfram að æfa og reyndi að spila í gegnum meiðslin en ég var að glíma við beinbrot,“ segir Pogba. Umræddur leikur gegn Southampton var leikinn þann 31.ágúst. Pogba spilaði næst gegn Arsenal mánuði síðar og sneri svo aftur í jólavertíðinni þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum en svo ekki söguna meir. „Ég var látinn í gifs og á meðan var beinið að stækka. Þegar ég sneri aftur og spilaði leikina gegn Watford og Newcastle fann ég að það var ekki allt í lagi. Ég þurfti á aðgerð að halda og nú er ég að verða búinn að jafna mig eftir hana. Ég finn ekkert og vonandi get ég farið að spila fótbolta aftur mjög fljótt,“ segir Pogba. „Ég get ekki beðið eftir því að labba aftur út á völlinn. Ég hef saknað þess. Þetta er vinnan mín og ég nýt þess í botn að spila fótbolta,“ segir Pogba. Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba kveðst vera mjög spenntur fyrir því að snúa til baka á fótboltavöllinn eftir að hafa misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla. Pogba kom aðeins átta sinnum við sögu með Man Utd á leiktíðinni áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en endalaust hefur verið rætt og ritað um framtíð kappans á Old Trafford. Voru til að mynda fjöldi samsæriskenninga sem flugu þess efnis að Pogba væri ekki raunverulega meiddur heldur að undirbúa brottför sína frá Man Utd. "I miss it because that s my job, to play football. I really enjoy playing."@PaulPogba reveals the full story behind his injury setback and says he can't wait to return when football recommences #MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 11, 2020 Pogba var gestur hlaðvarps Manchester United í gær en því er stýrt af þremur mönnum; einn þeirra er David May, fyrrum leikmaður félagsins. Þeir spurðu Pogba út í meiðslin. „Maður verður að vera mjög þolinmóður. Ég veit ekki hvort fólk viti hvað gerðist raunverulega. Ég varð fyrir meiðslum í fæti í leik gegn Southampton snemma á tímabilinu. Ég hélt áfram að æfa og reyndi að spila í gegnum meiðslin en ég var að glíma við beinbrot,“ segir Pogba. Umræddur leikur gegn Southampton var leikinn þann 31.ágúst. Pogba spilaði næst gegn Arsenal mánuði síðar og sneri svo aftur í jólavertíðinni þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum en svo ekki söguna meir. „Ég var látinn í gifs og á meðan var beinið að stækka. Þegar ég sneri aftur og spilaði leikina gegn Watford og Newcastle fann ég að það var ekki allt í lagi. Ég þurfti á aðgerð að halda og nú er ég að verða búinn að jafna mig eftir hana. Ég finn ekkert og vonandi get ég farið að spila fótbolta aftur mjög fljótt,“ segir Pogba. „Ég get ekki beðið eftir því að labba aftur út á völlinn. Ég hef saknað þess. Þetta er vinnan mín og ég nýt þess í botn að spila fótbolta,“ segir Pogba.
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira