Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 21:00 Hörður Arnarsson er forstjóri Landsvirkjunar. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Forstjóri Landsvirkjunar segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti áður en viðræður um raforkuverð hefjast milli fyrirtækjanna. Hann segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar segir Rio tinto beita samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna sem varla sé boðlegt hér á landi. Rio Tinto hefur tilkynnt að til skoðunar sé hvort álverinu í Straumsvík verði mögulega lokað. „Ég dreg þá ályktun því þeir koma með þessar yfirlýsingar sem koma okkur í opna skjöldu. Gera það áður en viðræður hefjast. Ég teldi eðlilegt ef beðið væri með þær þar til viðræum væri lokið. Þetta er afar óvenjulegt að þegar fyrirtæki byrja að ræða saman þá tel ég afar óeðlilegt þegar annar aðilinn setji afarkosti og á margan hátt óviðeigandi,“ sagði Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninga verði aflétt. „Við sendum bréfið í síðustu viku og við teljum að því meira sem gagnsæið er því betra. Það hefur verið mikil umræða um innihald samningsins og fólk hefur verið að draga ályktanir sem eru ekki réttar þannig að við teljum hagstætt fyrir alla og gott fyrir samfélagið aðþetta sé opinbert,“ sagði Hörður. Skriflegt svar frá Rio Tinto á ÍslandiSkjáskot úr frétt Landsvirkjun hefur þó ekki óskað eftir því að aðrir álframleiðendur aflétti trúnaði. „Við erum eingöngu í þessum viðræðum við Rio Tinto og umræðurnar hafa verði um þá og þetta er líka orðinn 10 ára gamall samningur og viðskiptalega séð teljum við að það skipti kannski ekki öllu máli að það sé gert opinbert en við teljum það mikilvægt vegna þessara umræðu,“ sagði Hörður. Fulltrúar Rio Tinto gátu ekki veitt viðtal vegna málsins í dag. Í skriflegu erindi frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins kemur fram að samhugur er um að gagnsæi verði um raforkuverð. Raforkuverð til álversins í Staumsvík sé ekki samkeppnishæft, hvorki á Íslandi néí alþjóðlegu samhengi. Því sé tap á rekstrinum og verið svo um fyrirsjáanlega framtíð ef ekkert breytist. Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti áður en viðræður um raforkuverð hefjast milli fyrirtækjanna. Hann segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar segir Rio tinto beita samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna sem varla sé boðlegt hér á landi. Rio Tinto hefur tilkynnt að til skoðunar sé hvort álverinu í Straumsvík verði mögulega lokað. „Ég dreg þá ályktun því þeir koma með þessar yfirlýsingar sem koma okkur í opna skjöldu. Gera það áður en viðræður hefjast. Ég teldi eðlilegt ef beðið væri með þær þar til viðræum væri lokið. Þetta er afar óvenjulegt að þegar fyrirtæki byrja að ræða saman þá tel ég afar óeðlilegt þegar annar aðilinn setji afarkosti og á margan hátt óviðeigandi,“ sagði Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninga verði aflétt. „Við sendum bréfið í síðustu viku og við teljum að því meira sem gagnsæið er því betra. Það hefur verið mikil umræða um innihald samningsins og fólk hefur verið að draga ályktanir sem eru ekki réttar þannig að við teljum hagstætt fyrir alla og gott fyrir samfélagið aðþetta sé opinbert,“ sagði Hörður. Skriflegt svar frá Rio Tinto á ÍslandiSkjáskot úr frétt Landsvirkjun hefur þó ekki óskað eftir því að aðrir álframleiðendur aflétti trúnaði. „Við erum eingöngu í þessum viðræðum við Rio Tinto og umræðurnar hafa verði um þá og þetta er líka orðinn 10 ára gamall samningur og viðskiptalega séð teljum við að það skipti kannski ekki öllu máli að það sé gert opinbert en við teljum það mikilvægt vegna þessara umræðu,“ sagði Hörður. Fulltrúar Rio Tinto gátu ekki veitt viðtal vegna málsins í dag. Í skriflegu erindi frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins kemur fram að samhugur er um að gagnsæi verði um raforkuverð. Raforkuverð til álversins í Staumsvík sé ekki samkeppnishæft, hvorki á Íslandi néí alþjóðlegu samhengi. Því sé tap á rekstrinum og verið svo um fyrirsjáanlega framtíð ef ekkert breytist.
Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20
Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27
Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29