Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 21:00 Hörður Arnarsson er forstjóri Landsvirkjunar. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Forstjóri Landsvirkjunar segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti áður en viðræður um raforkuverð hefjast milli fyrirtækjanna. Hann segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar segir Rio tinto beita samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna sem varla sé boðlegt hér á landi. Rio Tinto hefur tilkynnt að til skoðunar sé hvort álverinu í Straumsvík verði mögulega lokað. „Ég dreg þá ályktun því þeir koma með þessar yfirlýsingar sem koma okkur í opna skjöldu. Gera það áður en viðræður hefjast. Ég teldi eðlilegt ef beðið væri með þær þar til viðræum væri lokið. Þetta er afar óvenjulegt að þegar fyrirtæki byrja að ræða saman þá tel ég afar óeðlilegt þegar annar aðilinn setji afarkosti og á margan hátt óviðeigandi,“ sagði Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninga verði aflétt. „Við sendum bréfið í síðustu viku og við teljum að því meira sem gagnsæið er því betra. Það hefur verið mikil umræða um innihald samningsins og fólk hefur verið að draga ályktanir sem eru ekki réttar þannig að við teljum hagstætt fyrir alla og gott fyrir samfélagið aðþetta sé opinbert,“ sagði Hörður. Skriflegt svar frá Rio Tinto á ÍslandiSkjáskot úr frétt Landsvirkjun hefur þó ekki óskað eftir því að aðrir álframleiðendur aflétti trúnaði. „Við erum eingöngu í þessum viðræðum við Rio Tinto og umræðurnar hafa verði um þá og þetta er líka orðinn 10 ára gamall samningur og viðskiptalega séð teljum við að það skipti kannski ekki öllu máli að það sé gert opinbert en við teljum það mikilvægt vegna þessara umræðu,“ sagði Hörður. Fulltrúar Rio Tinto gátu ekki veitt viðtal vegna málsins í dag. Í skriflegu erindi frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins kemur fram að samhugur er um að gagnsæi verði um raforkuverð. Raforkuverð til álversins í Staumsvík sé ekki samkeppnishæft, hvorki á Íslandi néí alþjóðlegu samhengi. Því sé tap á rekstrinum og verið svo um fyrirsjáanlega framtíð ef ekkert breytist. Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti áður en viðræður um raforkuverð hefjast milli fyrirtækjanna. Hann segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar segir Rio tinto beita samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna sem varla sé boðlegt hér á landi. Rio Tinto hefur tilkynnt að til skoðunar sé hvort álverinu í Straumsvík verði mögulega lokað. „Ég dreg þá ályktun því þeir koma með þessar yfirlýsingar sem koma okkur í opna skjöldu. Gera það áður en viðræður hefjast. Ég teldi eðlilegt ef beðið væri með þær þar til viðræum væri lokið. Þetta er afar óvenjulegt að þegar fyrirtæki byrja að ræða saman þá tel ég afar óeðlilegt þegar annar aðilinn setji afarkosti og á margan hátt óviðeigandi,“ sagði Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninga verði aflétt. „Við sendum bréfið í síðustu viku og við teljum að því meira sem gagnsæið er því betra. Það hefur verið mikil umræða um innihald samningsins og fólk hefur verið að draga ályktanir sem eru ekki réttar þannig að við teljum hagstætt fyrir alla og gott fyrir samfélagið aðþetta sé opinbert,“ sagði Hörður. Skriflegt svar frá Rio Tinto á ÍslandiSkjáskot úr frétt Landsvirkjun hefur þó ekki óskað eftir því að aðrir álframleiðendur aflétti trúnaði. „Við erum eingöngu í þessum viðræðum við Rio Tinto og umræðurnar hafa verði um þá og þetta er líka orðinn 10 ára gamall samningur og viðskiptalega séð teljum við að það skipti kannski ekki öllu máli að það sé gert opinbert en við teljum það mikilvægt vegna þessara umræðu,“ sagði Hörður. Fulltrúar Rio Tinto gátu ekki veitt viðtal vegna málsins í dag. Í skriflegu erindi frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins kemur fram að samhugur er um að gagnsæi verði um raforkuverð. Raforkuverð til álversins í Staumsvík sé ekki samkeppnishæft, hvorki á Íslandi néí alþjóðlegu samhengi. Því sé tap á rekstrinum og verið svo um fyrirsjáanlega framtíð ef ekkert breytist.
Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20
Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27
Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29