Innlent

Leit að Söndru hætt í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hjálparsveit Skáta aðstoðaði við leit að Söndru Líf í dag.
Hjálparsveit Skáta aðstoðaði við leit að Söndru Líf í dag. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveit og aðrir viðbragðsaðilar hættu í bili leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long upp úr klukkan fimm í dag. Þetta sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu fyrr í dag.

Leitað var á bátum í sjónum frá því um klukkan sex í morgun en leit var hætt um miðjan daginn þegar byrjað var að flæða á ný. Þá tók þyrla Landhelgisgæslunnar einnig þátt í leitinni auk drónahópa frá Landsbjörgu sem notaðir voru til að leita í kring um Álftanes.

Davíð sagði að leit hafi gengið ágætlega í dag, aðaláherslan hafi verið lögð á leit úr lofti með þyrlum og drónum auk leitar á sjó á minni bátum og sæþotum.

Áætlanir um áframhaldandi leit eru í höndum lögreglunnar sem nú vinnur að því að meta þær upplýsingar sem safnast hafa saman síðustu daga. Þá munu björgunarsveitir halda áfram að vakta strandlengjuna við Álftanes.

Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu þessarar fréttar til að fá frekari upplýsingar um næstu skref.


Tengdar fréttir

Nærri allar björgunar­sveitir höfuð­borgar­svæðisins leita Söndru Lífar

Nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag og er fjölskylda hennar mjög áhyggjufull. Þau segja mjög ólíkt henni að láta ekki vita af sér.



Nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag og er fjölskylda hennar mjög áhyggjufull. Þau segja mjög ólíkt henni að láta ekki vita af sér.

Mikill þungi í leitinni að Söndru Líf

Mikill þungi hefur verið í leitinni að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu, sem hvarf á skírdag. Í heildina taka 170 manns þátt í leitinni frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×