Litla baunin leysir ljónið frá Svíþjóð af hólmi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2020 12:00 Hernandez í treyju Sevilla. Vísir/Getty Javier Hernandez eða „Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári. Þetta staðfesti Hernandez sjálfur í viðtali við LA Times í gærdag. Þar talaði hann um að þetta væri rétti tíminn og rétta tækifærið. Hernandez er frá Mexíkó og er því kominn nálægt heimaslóðum. Samkvæmt heimildum BBC Sport verður hann einnig launahæsti leikmaður deildarinnar og eflaust hefur það haft sitt að segja að þessi 31 árs gamli framherji ákvað að fara úr spænsku úrvalsdeildinni yfir í MLS deildina. Jonathan Dos Santos, samherji Hernandez í mexíkóska landsliðinu er einnig á mála hjá LA Galaxy. Þá er Carlos Vela, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar á síðustu leiktíð, í hinu Los Angeles liðinu sem heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Hernandez sagði jafnframt við LA Times að þetta væri kjörið tækifæri til að leika listir sínir fyrir framan mexíkóska aðdáendur sem og að tryggja sæti sitt í framlínu Mexíkó fyrir HM sem fram fer 2022 í Katar. Hinn 31 árs gamli Hernandez gerði garðinn frægan hjá Manchester United, þar lék hann 103 leiki og skoraði alls 37 mörk. Þaðan fór hann svo til Real Madrid á láni áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti leikmanninn. Þar blómstraði Hernandez og skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik í þýsku Bundesligunni. Eftir dvölina í Þýskalandi gekk Hernandez í raðir West Ham United áður en hann gekk svo til liðs við Sevilla síðasta sumar. Ekki gengu hlutirnir upp hjá Sevilla og ákvað spænska félagið að selja Hernandez til Bandaríkjanna. Þá hefur Hernandez spilað 109 leiki fyrir Mexíkó og gert í þeim 52 mörk. Talið er að Galaxy borgi 8.5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning. Galaxy rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en félagið er sigursælasta félag í sögu MLS með fimm titla alls. Javier Hernandez confirms his move to LA Galaxy in an interview with the @latimes "It was the right time, the right opportunity" pic.twitter.com/f1mM9AFiqB— B/R Football (@brfootball) January 21, 2020 MLS Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Javier Hernandez eða „Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári. Þetta staðfesti Hernandez sjálfur í viðtali við LA Times í gærdag. Þar talaði hann um að þetta væri rétti tíminn og rétta tækifærið. Hernandez er frá Mexíkó og er því kominn nálægt heimaslóðum. Samkvæmt heimildum BBC Sport verður hann einnig launahæsti leikmaður deildarinnar og eflaust hefur það haft sitt að segja að þessi 31 árs gamli framherji ákvað að fara úr spænsku úrvalsdeildinni yfir í MLS deildina. Jonathan Dos Santos, samherji Hernandez í mexíkóska landsliðinu er einnig á mála hjá LA Galaxy. Þá er Carlos Vela, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar á síðustu leiktíð, í hinu Los Angeles liðinu sem heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Hernandez sagði jafnframt við LA Times að þetta væri kjörið tækifæri til að leika listir sínir fyrir framan mexíkóska aðdáendur sem og að tryggja sæti sitt í framlínu Mexíkó fyrir HM sem fram fer 2022 í Katar. Hinn 31 árs gamli Hernandez gerði garðinn frægan hjá Manchester United, þar lék hann 103 leiki og skoraði alls 37 mörk. Þaðan fór hann svo til Real Madrid á láni áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti leikmanninn. Þar blómstraði Hernandez og skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik í þýsku Bundesligunni. Eftir dvölina í Þýskalandi gekk Hernandez í raðir West Ham United áður en hann gekk svo til liðs við Sevilla síðasta sumar. Ekki gengu hlutirnir upp hjá Sevilla og ákvað spænska félagið að selja Hernandez til Bandaríkjanna. Þá hefur Hernandez spilað 109 leiki fyrir Mexíkó og gert í þeim 52 mörk. Talið er að Galaxy borgi 8.5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning. Galaxy rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en félagið er sigursælasta félag í sögu MLS með fimm titla alls. Javier Hernandez confirms his move to LA Galaxy in an interview with the @latimes "It was the right time, the right opportunity" pic.twitter.com/f1mM9AFiqB— B/R Football (@brfootball) January 21, 2020
MLS Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti