Innlent

Minni kraftur í leit björgunarsveita að Söndru í dag

Vésteinn Örn Pétursson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Síðast sást til Söndru Lífar á skírdag en síðan þá hefur ekkert til hennar spurst. Fjölskyldan hennar segir það mjög ólíkt Söndru að láta ekki vita af sér.
Síðast sást til Söndru Lífar á skírdag en síðan þá hefur ekkert til hennar spurst. Fjölskyldan hennar segir það mjög ólíkt Söndru að láta ekki vita af sér. Vísir/Vilhelm - lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir tuttugu og sjö ára gamalli konu, Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, en hennar hefur verið saknað í fjóra daga eða síðan á skírdag.

Bíll Söndru fannst á Álftanesi og leituðu björgunarsveitarmenn hennar þar í gær fram eftir degi. 

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir minni kraft í leit björgunarsveitarmanna í dag. Fyrirhugað er þó síðar í dag að hópar björgunarsveitarfólks vakti fjöruna á Álftanesi og nýti dróna til leitar. Þá verður fjaran vöktuð næstu daga.

Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við nýjar upplýsingar frá Landsbjörg.


Tengdar fréttir

Mikill þungi í leitinni að Söndru Líf

Mikill þungi hefur verið í leitinni að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu, sem hvarf á skírdag. Í heildina taka 170 manns þátt í leitinni frá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu.

Nærri allar björgunar­sveitir höfuð­borgar­svæðisins leita Söndru Lífar

Nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag og er fjölskylda hennar mjög áhyggjufull. Þau segja mjög ólíkt henni að láta ekki vita af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×